Vikan


Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 33, 1943 Uppskurður í kafbáti. O agt er írá því í þessari grein, að botnlangi var tekinn úr manni í kafbáli, sem var á ferð neðansjávar, þar sem óvmaherskip sveimuðu á yfirborðinu. Aðalskurðlæknirinn var lyfjafræðingur! — Uppskurðurinn heppnaðist og eftir átján daga var sjúklingurinn farinn að vinna. Maður heitir Wheeler B. Lipes. Hann hafði verið í þrjú ár að læra lyf ja- fræði í sjúkrahúsi flotans í Phila- delphiu, en var kafbátsmaður, þegar saga þessi gerðist, og aðeins 23 ára gamall. Eftirfarandi frásögn er byggð á grein, sem hann hefir sjálfur skrifað, en skýrt hefir verið frá atburðinum í ýmsum merkum tímaritum vestan hafs. Dean Rector hét einn kafbátsmanna. Félagar hans höfðu undirbúið það, að halda hátíðlegan daginn, þegar hann yrði 19 ára. Þetta var fyrsti afmælisdagur hans á sjónum. Matsveinninn var meira að segja búinn að gera forláta köku handa honum, en sjálfur vissi hann ekkert um þetta. Á afmælisdegi Deans vorum við undan Japansströndum að leita færis með að koma tundurskeyti á japanskt skip. Þá kom einn af piltunum og sagði: „Lipes, hann Dean er eitthvað veikur." Ég flýtti mér til hans. Hann lá endilangur á bekk, náfölur og engdist sundur og saman af kvölum. Á námsárum mínum hafði ég lært að þekkja einkehni bráðrar botnlanga- bólgu. Dean hafði þau öll! Ég hafði séð nokkur slík tilfelli á sjúkrahúsi flotans. En ef hann var með bráða botnlangabólgu, þurfti strax að skera hann upp. Næsti skurðlæknir flotans var í 4000 mílna fjarlægð. Ég reyndi að róa Dean, en hann gat ekki annað en sagt: „Geturðu ekki eitt- hvað gert?" Ég sagði honum sannleikann: „Dean, það þyrfti að skera þig strax upp, en það eru 4000 mílur til skurðlæknis." „Jæja, láttu mig ekki deyja svona," sagði Dean. „Reyndu eitthvað. Þú mátt gera, hvað sem þú vilt við mig." Dean er kjarkgóður náungi. Þegar ég heyrði þetta, fékk ég þrek til þess að gera uppskurðinn Botnlangi tekinn úr manni — í kafbáti. sjálfur. Ég hafði nokkrum sinnum séð botnlanga tekinn úr manni og hélt, að ég gæti gert það. En ég varð að fá leyfi skip- stjórans og þegar ég sagði honum, að hér væri um líf eða dauða að tefla, gaf hann samþykki sitt. Okkur vantaði flest, sem með þurfti. Við höfðum brotinn skurðarhníf og dálítið af eter, og alltof stóra gúmmíhanzka. Báturinn var nú látinn fara 120 fet nið- ur fyrir sjávarmál, því að þar fór hann betur í sjónum. Við fórum á meðan í eld- húsið og tókum þaðan þau tæki, sem- við héldum að hægt væri að nota. Ég fékk tesíu og vafði hana í gresjubindi og not- aði hana fyrir svæfingargrímu. Við sett- um skáft á hnífinn og matskeiðarnar gátu komið að góðu gagni við að halda skurð- inum opnum. Við muldum niður sulfanil- amide-töflur og notuðum sem sóttvarnar- meðal, en vínanda til að þvo með töppuð- um við af tundurskeytum! Þegar allt var reiðubúið, lét ég bera Dean inn í liðsforingjakáetuna. Hún var á stærð við lítið baðherbergi, og borðið var svo breitt, að með naumindum var hægt að ganga meðfram því. Þegar búið var að leggja Dean á borðið, hengu fæturnir aftur af. Við tókum því skúffu út úr veggnum, og reistum hana á rönd undir fætur hans. Áður en við tókum til við uppskurðinn, bað skipstjórinn mig að skýra það enn einu sinni fyrir Dean, hvað í húfi væri. Ég gerði það og lagði ríka áherzlu á, að ég hefði aldrei skorið upp mann fyrr. „En það eru ekki miklar líkur til að þú lifir það af, hvort eð er," sagði ég. „Hvorn kostinn kýstu?" Dean reyndi að brosa og svaraði. „Byrjið, læknir, ég er reiðubúinn." Þetta var í fyrsta og eina skiptið, sem ég hefi verið kallaður læknir! Það var heitt í káetunni. Við höfðum eitt af ljósunum, sem notuð voru, þegar verið var að ferma eða afferma að nætur- lagi og kom það út á okkur svitanum, þótt við værum ekki nema í nátttreyjun- um öfugum og loftsnerlar bátsins væru í fullum gangi. Ég hefi aldrei lifað lengri stund en þessar síðustu mínútur fyrir uppskurðinn. Allir virtust stara á mig. Eg hugsaði: „Hvernig fer, ef gríman bregst? Hvað skeður, ef við verðum fyrirdjúpsprengju?" Ég bleytti hanzkana aftur í vínanda og þegar ég sá,.að Dean reyndi enn einu sinni að brosa, þá gaf ég liðsforingjanum, sem átti að sjá um svæfinguna merki. Og gríman var látin yfir andlit Deans og andardrátturinn varð stuttur og hraður fyrst í stað. Engin önnur hljóð heyrðust í kafbátn- um nema tifið frá rafgeymunum, sem héldu bátnum á réttum kili í straumnum, á 20 faðma dýpi, og káetuklukkunni. Ég kunni svo mikið í skurðfræði, að ég vissi, hvar ég"átti að byrja. Ég setti litla fingurinn á nafla Deans, þumalfingurinn á enda mjaðmarbeinsins og vísifingurinn beint niður. Síðan skar ég. Hnífurinn var góður og beit vel og stálið gekk í gegn eins og rakvélarblað í smjöri. Þegar ég var komin dýpra, hélt annar aðstoðarmaður minn skurðinum opnum með bognum matskeiðum. Það leið yfir einhvern í káetunni. Hann var borinn út — ég vissi ekki einu sinni um það. Framhald á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.