Vikan


Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 33, 1943 Léttúðug kona Hvað er nú þetta ? Þú ert ekki byrjaður á að hafa fataskipti " ennþá, og vagninn kemur að sækja okkur á hverri stundu.“ Hún stóð fyrir framan mann sinn og var mjög óþolinmóð, „leiðist þeim, sem búinn bíður,“ stendur þar; hún var alveg tilbúin; komin í samkvæmiskjólinn, þau voru að fara á dansleik. „Hvað gengur eiginlega að þér, maður?“ hélt hún áfram, þegar hún sá, hve alvöru- gefinn hann var og sorgmæddur á svipinn. „Það er eins og eitthvað alvarlegt hafi komið fyrir þig.“ „Já, ég er líka hryggur núna,“ svaraði hann. „Ég fékk bréf fyrir stuttu síðan, sem færði mér þau sorglegu tíðindi, að Marie frænka mín væri hættulega veik. Þú veizt, hve hún hefir alltaf verið mér góð, allt frá því að ég var lítill drengur. Ég er viss um, að hún hefði ekki getað verið mér betri, þótt hún hefði verið móðir mín, svo þú hlýtur að skilja það, að mig taki sárt til hennar, og af þessum ástæð- um get ég ekki farið með þér á dansleik- inn í kvöld. Góða Sigrid, þú sérð það sjálf, að ég á ómögulegt með að fara, þegar svona stendur á. Ætlar þú ekki að vera heima líka?“ sagði hann hikandi. „Ó, Edvard, hvernig getur þú farið fram á þetta við mig? Þú veizt, hvað ég er búin að hlakka mikið til þess að fara á þennan dansleik.“ Það lá við að hún færi að gráta. „Og þér sem þykir svo vænt um mig að þú segist alla hluti fyrir mig vilja gera, hvernig geturðu svo ætlast til, að ég hafi af mér skemmtilegan dansleik, út af veikindum einhverrar gamallar konu, sem ég þekki ekki einu sinni sjálf. Og nú þegar ég er komin í nýjan samkvæmis- kjól, sem ég hefi ekki farið í fyrr, hvernig á ég þá að hætta við að fara? Sjáðu, er kjóllinn ekki fallegur?“ Hún snéri sér í hring fyrir framan mann sinn til að sýna honum hann. „Góða Sigrid,“ sagði hann blíðlega, hvernig dettur þér í hug að vera svona hégómleg og barnaleg í þér? Reyndu nú einu sinni að hugsa alvarlega, og taktu svolítið tillit til annara en sjálfrar þín, reyndu að setja þig í mín spor, og reyndu að taka hlutdeild í þessu með mér. Þú mátt ekki alltaf hugsa fyrst um sjálfa þig. Ég verð að líta svo á, að þér þyki lítið vænt um mig, ef þú getur ekki setið af þér einn dansleik mín vegna. En hvað um það, ég fer ekki á dansleikinn í kvöld, hvað sem þú gerir, það er útrætt mál. Ég er í alltof viðkvæmu skapi núna til þess að skemmta mér.“ „Svo þú getur fengið það af þér, Edvard, að gera mér þessi leiðindi? Þú veizt það þó sjálfur, að ég skemmti mér ekki nærri eins vel, þegar þú ert ekki með mér,“ hún lagði hendurnar um háls honum. „Ef þú segir það í fullri alvöru, að þú skemmtir þér ekki án mín, þá veit ég, að þú verður heima hjá mér í kvöld,“ sagði hann í biðjandi róm. „Elsku Sigrid mín,“ hélt hann áfram, „þrátt fyrir það þó Marie frænka hefði ekki verið veik, hefði ég heldur kosið að vera heima. Ég hefi lengi ætlað að tala um þetta við þig; mér finnst að • við séum alltof lítið heima, ég er að verða uppgefin á þessu eilífa samkvæmislífi. Þú veizt það Smásaga eftir Idun sjálf að ég vinn lýjandi störf, og þarf að hafa meiri hvíld og næði, og mér er alltaf að verða það ljósara og ljósara, að þetta óreglusama líferni okkar undanfarið er að ganga fram af mér, það getur ekki gengið að halda því áfram lengur, ég er að verða sljór af því, bæði andlega og líkamlega. Þú mátt ekki halda fyrir því, að ég vilji ekki vera þér góður eiginmaður. En á hinn bóginn getum við ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, og verðum að gefa því gaum, að heimili okkar og framtíð Viggó litla er í veði ef þú ekki hugsar meira um heimilið, heldur en þú hefir gert. Heldurðu ekki líka, að þú komir til með að una heima hjá mér á kvöldin, þegar ég sit við vinnu mína, í staðinn fyrir að fara út? Mestu sælustundir mínar eru á kvöldin, þegar við erum ein heima, og enginn er til að trufla heimilisfriðinn.“ „Ég sé það mæta vel, að þú ert fram úr hófi eigingjarn maður. Þú getur ekki sett | VITIÐ ÞÆB ÞAÐ? 1 1. Eftir hvern er þetta erindi ? É GengiS er valt, þar fé er falt, | fagna skalt í hljóði. Hitt kom alltaf hundraðfalt, er hjartað galt úr sjóði. | 2. Hvaða ár tók Gasstöðin í Reykjavík | i til starfa? § : 3. Hverrar þjóðar er tónskáldið Jan Sibelíus og hvenær er hann fæddur? | í 4. Hvað er langt frá Reykjavík fyrir | Hvalfjörð að Fornahvammi ? 1 5. Hvaða ár var Hljómlistarskólinn | stofnaður ? : 6. Hvaða enskur sagnahöfundur ritaði | skáldsöguna um Forsyte-ættina ? i 7. Hvaða ár voru England og Skotland : sameinuð undir sama konung? | 8. Eru fleiri íbúar í Kanada en New Jork- | ríki ? : 9. Hverrar þjóðar var Houdon, og fyrir | hvað var hann þektur? i 10. Hvenær var Napóleon krýndur keisari ? | Sjá svör á bls. 14. TmTitiimmwwiiiiniii—iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnimiwni þig inn í tilfinningar annara,“ sagði hún og var reið. Þú ættir að geta skilið það, að mann langar til að skemmta sér á meðan maður er í blóma lífsins. Það er nægur tími til að breyta eftir kenningu þinni, þegar ég er orðin gomul. Hvað Viggó litla og heimilinu viðkemur, þá er óþarft að vera með hugaróra út af því. Anna gamla hugsar svo vel um heimilið og drenginn, að það er ekki hægt að kjósa sér það betra. En viljir þú ekki koma út og skemmta þér með mér, þá tekur þú að sjálfsögðu afleiðingunum. Þú mátt vita það, að fólkið talar um það, og myndar sér ýmsar skoðanir viðvíkjandi því, en eins og ég sagði, þú um það. En nú er vagninn kominn. Ég vona,“ bætti hún við, „að þú verðir búinn að sjá þig um hönd í fyrra- málið, og látir þér skiljast það, að þú getir ekki krafist hvers sem er af konunni þinni.“ Hún gekk til hans og ætlaði að kveðja hann, en hann stjakaði henni var- lega frá sér aftur. „Nei, ég sé, að ég má ekki ætlast til mikils af þér,“ sagði hann biturt. Hún horfði undrandi á hann, eins og hún vissi ekki, hvað hann ætti við, en þá varð henni hugsað til vagnsins, sem beið henn- ar úti, svo að hún flýtti sér út úr herberg- inu. Litlu síðar heyrði hann, að vagninn ók í burtu. Hann grúfði sig niður í legubekkinn og hélt höndunúm fyrir andlitið. Var það raunveruleiki, að Sigrid væri svona léttúðug og kaldrifja? Hann hafði að vísu vitað, að hugur hennar var hvarflandi og í meiralagi barnalegur, þegar í þá daga, er þau voru trúlofuð, en þá var hún líka svo ung, og hann áleit, að það mundi eldast af henni, og breytast til batnaðar, þegar hún væri komin til hans og áhrifa hans færi að gæta, því að hann vissi, að heimili foreldra hennar hafði ekki haft góð áhrif á hana og að uppeldi hennar væri ábótavant. Og þegar hún sá, hve mjög hann unni henni, þá bjóst hann fastlega við, að hún mundi allt vilja gera til þess að þóknast honum. Hann hafði unnað henni svo, að hann hafði allt látið eftir henni, hvað sem hún kom upp með. Hann hafði látið hana leiða sig út í samkvæmislífið, þvertgegnviljasínum. En það hafði hann jafnframt gert i von um það, að hún síðar sæji sig um hönd og yrði hæglát og forsjál kona. Og svo þegar litli drengurinn þeirra fæddist, þá hafði hann búizt við að allt mundi breyt- ast og að hún yrði heimakær og vildi hugsa vel um barnið sitt, en það fór á allt aðra leið. Sigrid vanrækti algjörlega móðurskyldur sínar við barnið, það var öllu líkara því, að samkvæmislífið lokkaði hana ennþá meira enn fyrr og hugsunar- leysi hennar gagnvart heimilinu yrði meira. Hún varð alltaf að leita sér skemmtana og afþreyingar utan heimilis síns. Og nú — honum fannst, sem hann vakn- aði allt í einu eftir langan svefn — eftir Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.