Vikan


Vikan - 19.08.1943, Qupperneq 5

Vikan - 19.08.1943, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 33, 1943 5 Pramhaldssaga 12 Konan í Glenns-kastala -ASTASAGA Hann þagnaði. Það var auðheyrt, að hann kœrði sig ekki um þetta umræðuefni. Hann snéri talinu út í allt aðra sálma, og fór að ræða um, hversdagslega og almenna hluti. Barbara hlustaði á hann og var hugsandi. Hún vissi, að það var mikið rétt í þvi sem hann sagði, iífið var í sjálfu sér ekki annað en loftkenndur draumúr. Hún leit framan í hið skarpleita andlit Riehards Revelstones, sem speglaði angist og dapurleik í hverjum drætti. Hún stundi ósjálfrátt við. 11. KAFLI. Það var dansað í stóra salnum seinni hluta dagsins. Barbara skemmti sér ágætlega, og var innilega glöð með sjálfri sér. Auk hennar og Pierce voru þar: Ofurstinn, frú O’Brien og tvær dætur þeirra. Þá voru þar tveir liðsforingjar frá Dublin, sem Barböru þótti mikið til koma. Þeir voru báðir mjög gjörfulegir menn. Þá var þar og mjög skemmtilegur og viðmótsþýður írskur stórbóndi. Hann átti stórt herrasetur um tvær mílur þaðan. Hann var ógiftur og þurfti enga sérstaka skarpskyggni til að sjá, að hann hafði miklar mætur á yngri dóttur ofurstans. Og síð- ast en ekki sízt má telja lafði Bridgets, vinkonu frú Sinciair. Það var allt á öðrum endanum í húsinu, og þjónustufóikið hafði nóg að gera við að ganga um beina fyrir gestina. Barbara hugsaði með sér, að hún yrði að bjóða ofurstanum heim til sin eftir þessa viðkynningu, sem hún var búin að hafa af honum, og þessum ungu liðsforingjum, sem voru svo kurteisir og skemmtilegir. Þeir buðu henni upp í dans hvað eftir annað, og þeir dönsuðu dásamlega vel. Það var líka bezta skemmtun Barböru að dansa, og það var ekki furða, þótt hún í þessum gleðskap gleymdi hinum dapurlegu orðum Revelstones lávarðar. Pierce leit mjög vel út þetta kvöld, það var eitthvað höfðinglegt og riddaralegt við hann, og hann dansaði ljómandi vel, Barbara var reglulega hreykin af manni sínum, og hún unni honum meira en nokkru sinni fyrr. „Hvar er Revelstone lávarður?" spurði Barbara- lafði Bridget eitt sinn um kvöldið, þegar hún hafði ekki séð húsráðandann i langan tíma. „Hann hefir dregið sig til baka úr gleðskápn- um, stundarkorn, og farið til vinnustofu sinnar," hvíslaði lafði Bridget. „Það verður að fyrirgefa honum það, hann er nú eini sinni svona gerður, lifið hefir gert hann einstæðingslegan og þung- lyndan, og við mættum vera glaðar yfir því, ef það mætti takast að rífa hann upp úr þessum einstæðingsskap og dapurleik." Það var dansað fram eftir nóttunni, og það var farið að birta af degi, þegar gleðskapnum lauk. Barbara harmaði það, að þessi skemmtilega nótt skyldi þegar vera liðin. Hún kveið fyrir hvers- dagsleikanum heima fyrir, þar sem henni fannst hún vera nokkurskonar olnbogabam. Þegar hún bar heimili það, sem hún var stödd á, saman við sitt, þá fannst henni það vera konungshöll, hjá Glenns-kastala. En það þýddi ekkert að gera sér rellu út af þessu, hún og Pierce urðu að yfirgefa þennan stað, og það glaða líf, sem þar rikti, hugsaði hún. Hún vissi að Revelstone lávarði féll hún vel í geð, og Sinclair, vinkona lafði Bridgets, seni annars var hæglát og dul kona og ekki sérlega fljóttekin, hafði boðið henni í heimsókn til sín; Forsasa * Howard Burton kemur að ® " kveðja Barböm Carvel. Hann er að fara til Suður-Afríku. Hún bjóst við, að hann mundi biðja sín og varð fyrir miklum vonbrigðum, er hann gerði það ekki. Þegar hann er farinn heimsækir Barbara móður hans. Er Barbara kemur heim, hefir Pierce Maloney verið fluttur þangað, en hann meiddist í bifreiðarslysi þar rétt hjá. Vinur Maloney, Revelstone lá- varður, heimsækir hann, og Pierce segir honum, að hann sé ástfanginn í Barböru og muni byrja nýtt líf, ef hún vilji giftast sér. Revelstone er ekkert hrifinn af þessu og flýtir sér að kveðja. Pierce tjáir Barböru ást sína og þau giftast skömmu seinna. Hann gefur henni stórgjafir og er þau giftast var veizla haldin hjá Ann frænku hennar. Þegar Barbara er að búa sig í brúð- kaupsferðina, kemur frú Burton upp til hennar og ásakar hana fyrir trúleysi gagn- vart Howard. Áður en hún fer lofar Bar- bara að lána henni peninga. 1 brúðkaups- ferðinni eys Pierce út peningum í skemmt- anir, en þegar Barbara biður hann um 150 pund verður -hann hvumsa við, en lætur hana hafa ávisun. Siðan fara þau til Ir- lands. Þegar þau koma i Glennskastala verður Barbara fyrir miklum vonbrigðum, er hún sér, hve allt er fátæklegt og tötra- legt. Svo fær hún að vita, að Pierce er ekkjumaður og á tvö böm, en hefir leynt hana þessu öllu. Hún veit ekki enn, hve fátækur maður hennar er og talar um að breyta öllu og færa í lag, en Pierce fer und- an í flæmingi og vill ekkert um fjármál þeirra tala. En þó kemur að því, að hann verður að játa það fyrir henni, að hann sé fátækur, og reiðist hún honum fyrir að hafa ekki sagt sér frá því fyrr. Barbara fær bréf frá Howard Burton, og þar tjáir hann henni ást sina. Hún ásakar sig nú harðlega fyrir bráðlæti sitt, að hafa gifst Pierce Maloney. Faðir Matthews reynir að hughreysta Barböru og vekja ást hennar á heimilinu. Hún fer nokkru síðar í heim- sókn til Revelstones lávarðar, vinar Pierce, og ræða þau ýmislegt saman. enda var Pierce upp með sér af konu sinni þetta kvöld. En Barbara sá enga leið til þess að hún gæti nokkurntima launað þessu fóiki góðvild þess. Aldrei gæti hún kinnroðalaust boðið því heim á heimili sitt, jafn tötralegt og það var, og þegar hún og Pierce óku heim til Glenns- kastala, endurtók hún það aftur og aftur með sjálfri sér, að hún væri fátæk kona, sem aðeins hefði lifað augnabliksgleði þessa síðustu daga. Heimkoman var heldur ekki eins ánægjuleg, og við hefði mátt búast, eftir fjarveru þeirra. Allt var í ennþá meiri óhirðu og ringulreið þar, heldur en það hafði nokkru sinni verið. Og allt var þar í meiri niðurníðslu, heldur en hún hafði sagt Revelstone lávarði. ' Patrick og Ethnee komu hlaupandi á móti þeim, er þau óku í hlaðið. Þau voru bæði skítug og rif- in, og báru áig til eins og þau væru valdsmenn þar á heimilinu. Barbara vissi, að hún hafði engin tök á því, að láta þau gegna sér, og þjónustu- fólkið hafði auðsjáanlega iátið þau afskiptalaus á meðan hún hafði verið í burtu. Þau umskipti og sá munur, á því ríkmannlega og hreinlega heimili, sem hún hafði komið frá, og þessu fátæklega og illa hirta greni, hugsaði Barbara. Hún var þreytt eftir ferðalagið, og skap hennar ört, og án þess að gera tilraun til þess, að milda hugsanagang sinn, fór hún strax til herbergis sins. „Ég vildi, að ég hefði aldrei farið i þetta ferða- iag,“ andvarpaði hún um Ieið og hún lagðist útaf í rúmi sínu. „Nú hefir allt aflagast aftur, það sem ég var búin að snyrta hér til, áður en ég fór. Það ber engann árangur, þótt maður vilji leggja sig fram til þess að laga hér til, það er sama og að kasta perlum fyrir svín, að gera sér fyrirhöfn við það. Hvernig á ég að afbera það, að búa hér alia mína tíð?“ Hún grúfði sig niður í • koddann og grét. Hún hugsaði um það gleði- ríka líf, sem þær lafði Bridgets og Sinclair ættu. Þær höfðu það einmitt eins og hún mundi kjósa sér lífið. Þær þekktu ekki mótlæti, höfðu nóga peninga úr að spila, bjuggu í fallegri íbúð og höfðu gott og vel uppalið þjónustufólk. Þær þekktu ekki þær sorgir og vonbrigði, sem gerðu líf hennar svo dapurlegt. Hún var sjálf ung og langaði til að njóta lífs- ins. Hún vissi, að hún var fríð kona og að það væri dáðst að henni; og gat nokkur álasað henni fyrir það, þótt henni leiddist að vera lokuð innan þessara gráu múra, frá allri gleði og glaumi veraldarinnar ? Pierce kom upp og bankaði á hurðina hjá henni, og spurði hana, hvort hún vildi ekki koma niður og drekka með sér te. En hún kvaðst hafa höfuð-. verk, og vildi heldur fá að vera ein í næði og sofa hann úr sér; en sannleikurinn var sá, að hún hafði ekki löngun til þess að drekka te með manni sínum, í því skapi sem hún var nú. Hún vissi líka, að það mundi ekki vera nein sérlega snyrtileg framreiðsla á því hjá Biddy gömlu; að sjálfsögðu mundi dúkurinn á borðinu vera óhreinn og illa strauaður, að vanda, og postulíns bolla- pörin skörðótt og ósamstæð. Nei, þá var nú öðru- vísi teborðið hjá lafði Bridgets, heldur snyrtilegra og þokkalegar framborið. Þegar hún heyrði að Pierce gekk niður stigann, án þess að gefa henni frekari gaum, hugsaði hún með sér, að hann hefði átt að bjóða henni Eau de Cologne til að baða höfuðið upp úr, fyrst hún hafði sagst vera með höfuðverk. Það hefði sýnt hugulsemi hans, eins og fyrstu vikumar, sem þau voru gift, þá hafði hann alltaf gert það, þegar líkt stóð á. En ef til vill átti hún eftir að reyna það, sem Revelstone lávarður hafði sagt, að engu mætti treysta, því ekkert væri óbrigðult. „Ó, ég vildi að ég gæti farið- aftur heim til Ann frænku," stundi hún..„Ég hata þetta heimili, og ég veit, að ég get aldrei fellt mig við fátækt- ina.“ Barbara átti í miklu sálarstríði, þar sem hún lá í rúmi sínu, með sængina breidda upp fyrir höfuð. Henni fannst hún aldrei hafa lifað aðrar eins angistarstundir, hún var svo hræðilega óhamingjusöm, að hún óskaði þess heitt með sjálfri sér, að hún hefði aldrei fæðst á þessa þyrnum stráðu jörð. En brátt breyttist þetta hugarástand hennar. Hún var geðnæm, og var jafn fljót til að gleðj- ast og hún gat verið fljót að hryggjast. Hugs- anir hennar um óhamingju sína, fóru á flótta fyrir einni hugsun, sem gagntók hana svo, að hún gleymdi öllu öðru, og hjarta hennar fylltist heilögum friði og fögnuði. Hún gleymdi hinu höfðinglega og skemmtilega boði á herrasetrinu hjá Revelstone lávarði, hún gleymdi þeirri lífs- speki, sem þau höfðu rætt um, og sínum eigin skoðunum á lífinu, hún gleymdi þrá sinni eftir auðæfum, og gleði og glaumi æskulífsins, sem hún hafði svo ríka löngun til að njóta, hún gleymdi á þessu augnabllki, hversu heimili hennar var ömurlegt. Hún var svo innilega sæl með sjálfri sér. Það var eins og þessi hugsun lýsti upp sál hennar og gæfi henni styrk. — Hún átti

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.