Vikan


Vikan - 19.08.1943, Page 6

Vikan - 19.08.1943, Page 6
6 í vændum áð verða móðir. Allt sem liðið var,. allar hennar raunir og gleðistundir fundust henni hégómi og tilgangsleysi, hjá þessari köllun, sem henni fannst hún verða að fórna öllu fyrir. Henni fannst hún vera sæl og hún leit með ennþá gleggri augum á hlutina, en hún hafði gert. Nú þekkti hún ekki sorg eða kvíða, hún var hamingjusöm. Hún lokaöi þreyttum augum sínum og sofnaði með bros á vörum. Þegar Pierce nokkru seinna leit inn í herberg- ið til hennar, var hún ennþá brosandi í svefninum, og hann sá, að hún hafði sofnað glöð og ánægð, svipur hennar bar ótvírætt vott um hamingju. Hann stóð kyrr nokkur augnablik og horfði á fegurð hinnar ungu konu sinnar, þar sem hún svaf friðsælum svefni, því næst gekk hann út að glugganum og dró gluggatjöldin niður, til þess að hávaði utan frá bærist síður inn til hennar, og truflaði ekki hennar væra svefn. 12. KAFLI. j,t>að verð ég að segja, frú Maloney, að hér hefir orðið mikil breyting til batnaðar frá því að þér komuð hingað, sagði faðir Matthews, um leið og hann settist í stólinn andspænis Barböru. „Eruð þér nú ekki ánægðar með það, sem þér hafið komið hér til leiðar í Glenns-kastala, þegar þér lítið yfir verk yðar?“ Barbara horfði hugsandi á gamla prestinn, sem brosti vinalega til hennar og virti fyrir sér herbergið með þakklátu augnaráði. „Er það í raun og veru skoðun yðar, faðir Matthews ? Sýnist yður að það hafi breyzt tiL batnaðar hér við komu mina?“ sagði hún. ' Faðir Matthews brosti góðlátlega. „Hvort það hafi breyzt til batnaðar?“ endur- tók hann. „Alltaf er kvenfólkið likt sjálfu sér, því nægir ekki að heyra hrósið um sig einu sinni, það vill alltaf láta endurtaka það, og ef yður likar það betur, þá er mér ljúft að segja það aftur, þér eigið það líka sannarlega skilið. Það er ekki einungis innanhúss heldur og utan líka, sem handbragð yðar er sýnilegt, frú Maloney. Og þjónustufólk yðar elskar yður og virðir, það get ég fullvissað yður um. Hugsið yður t. d. gámla vinnumanninn, sem áður var heimilinu til skammar, fyrir það hvað hann vár tötralegur og óþrifalegur, hann hefir tekið verulegum stakkaskiptum, það getaallirséð. Eða þá hún Biddy gamla,- sem nú er orðin allra snyrtilegasta kona. Já, ég segi yður það í fullri hreinskilni, áhrifa yðar gætir hér i öllum hlutum. Þegar ég kom hingað og sá nýja teppið, sem komið var í forstofuna og á atigann vissi ég strax, að Glennsdíastali vært farinn að risa úr rústum aftur. Og hér sé ég ennþá betrL sönnun þese,. þegar ég virði fyrir mér dagstofuna yðar, maður á bágt með að slíta sig burtu héðan, svo vina- legt er hér allt. Nú er allsstaðar hreint og þokka- legt, og nýja áklæðið á stólunum ber þess vott að það er smekkvís kona, sem hefir valið það. En eins og ég sagði áðan, þá er það ekki ein- ungis innanhúss, sem áhrifa yðar gætir, garð- urinn við húsið er hreint og beint orðinn. dýrð- legur, frú. Maloney. Þér megið vera hreyknar yfir afreki yðar.“ Gamli presturinn tók vasaklút og snýtti sér, en Barbara sá, að það gerði hann aðeins, til að dylja henni tár, sem komið höfðn í augu: hans,. hann var svo innilega hrærður yfir þeirri breyt- ingu, sem orðið hafði þar, og það var ekki af neinni skinhelgi, sem hann hrósaði hennr. Hún roðnaði við, en var þó hjartanlega glöð yfir ein- lægni gamla prestsins. Henni fannst hún vera eins og lítil skólatelpa, sem stæði fyrir framan kennara sinn, er farið hefði viðurkenningarorðum um dugnað hennar og ástundun. „En ég kom yður til að segja þetta um mig,“ sagði hún brosandi. „Ég er feimin við lof yðar, því að ég á .það ekki skilið. Þér sæjuð það bezt, að það hefði orðið lítið úr mér, við þessar breyt- ingar hér, ef Pierce hefði ekki gefið mér pen- inga til þess að framkvæma þær með. Hann fékk arf frá guðföður sínum, ég skil það ekki ennþá, hvers vegna hann arfleiddi hann, að þess- um þúsund pundum, því þeir voru mjög litið kunn- ugir. Presturinn bandaði frá sér hendinni. „Þér verðskuldið hólið fullkomlega, barnið mitt. Hvað haldið þér að hefði orðið úr þessum peningum, ef hann hefði fengið að ráða þeim sjálfur? Nei, það er aðeins forsjálrli yðar að þakka, að þeim var varið á þennan hátt. Haldið þér að ég hafi ekki heyrt þetta með hálsmenið, sem hann vildi kaupa handa yður fyrir peningana, en þér neit- uðuð að taka við?“ > „En faðir Matthews," sagði Barbara og roðn- aði, „hefir Pierce virkilega sagt yður frá því? Það er ekki þakkarvert, þó ég vildi ekki hugsa meira um skartgripi handa sjálfri mér, heldur en. húsið, sem við búum í, sem var í svo mikilli niðurníðslu, að það var næstum óbúandi í því. Það hefði hver sem var hagað sér eins og ég, und- ir svipuðum kringumstæðum. Það hefði gengið brjálæði næst að eyða peningunum í slíka vit- leysu, en það var söm gerðin hjá Pierce að vilja gefa mér svona dýrt og vandað hálsmen. Finnst yður þáð ekki?“ VIKAN, nr. 33, 1943 „Ég veit það, barnið mitt. Pierce mundi ganga í sjóinn fyrir yður, ef þér bæðuð hann um það,“ sagði presturinn og kinkaði kolli. „Það er heldur engin undur, að honum þyki vænt um yður. Hann má þakka guði fyrir þá stund, er þér komuð eins og sólargeisli inn í líf hans. Hann hefir fengið góða konu, og ástríka móður handa börnum sín- um. Já, barnið mitt, það er líka dýrðlegt til þess að vita fyrir yður, að þér skylduð geta komið þessum litlu munaðarleysingjum i móður stað! Systurnar í klaustrinu geta ekki gert sér grein fyrir því með hvaða móti þér hafið farið að því að gjörbreyta börnunum svona, á ekki lengri tima. Þrjózka og stríðlyndi Ethnee er horfið, og hún er orðin ljúf og viðmótsþýð stúlka, og hjarta Patriks hafið þér alveg unnið.“ „Nei, hættið þér nú, faðir Matthews,“ sagði Barbara glaðlega. „Ég fer að halda að þér séuð að gera gys að mér, ef þér haldið svona áfram. En ég verð að játa það, að ég er glöð yfir því að bömunum skuli þykja vænt um mig. Það eru þau sem hafa gert mér lífið hér svo léttbært, síðan þau fóru að vilja vera með mér. En nú hlakka ég svo mikið til þess að Ann frænka komi og heimsæki mig, nú finnst mér að ég geti tekið á móti henni með góðri samvizku.“ „Já, ég hefi frétt það, að gamla konan ætli að ferðast alla þessa leið til þess að heimsækja yður,“ sagði presturinn. „Hún hefir sannarlega ástæðu til að vera upp með sér af yður. Hún dvelur hér náttúrlega einhvern tíma, ef til vill verður hún hér við, þegar bamið yðar verður skirt ?“ „Já, ég get búist við því,“ sagði Barbara og roði færðist í kinnar henni, varir hennar titruðu og hún varð klökk. „Ég veit ekki, faðir Matth- ews," stamaði hún, ,,ég veit ekki, hvort ég lifi það, að verða móðir.“ „'Svona megið þér ekki tala, barnið mitt,“ sagði faðir Matthews. „Ung og hamingusöm kona, sem ætlar að fara að verða móðir, má ekki vera svartsýn. Ég er gamall og einmana prestur, og ég veit ekki sjálfur, hvað það er að eignast afkvæmi, en ég hefi alltaf haft þá skoðun, að þegar móðirin elur börn sin, hljóti hún að vera mjög hamingjusöm. Það hlýtur að vera dásamleg tilhugsun, að skapa nýtt líf, nýja sál. Það má ekki angra yður, heldur auka gleði yðar, að verða. þeirrar sælu aönjótandi, að verða móðir; þér skuluð aðeins hugsa um, að ala bamið yðar upp i ráðvendni og guðhræðslu, og innræta þvi gott hugarfar, og ef þér treystið guði, þá er yður. borgið. Erla og unnust- inn. Oddur: Almáttugur hjálpi mér! Erla: Elsku Oddur minn! Þú ert með, blóm! Oddur: Heyrið þér, ég þarf að fá blómakassa eins qg Þama kemur Erla! Hvað ætli hún Oddur: Já — ég — það er — ég var á leiðinnv til þín þér senduð forstjóranum — þér verðið að taka úrið. haldi um þessi blóm? með þau, en er þá svo heppinn að, hitta. þig mitt að yeði þangað til ég fæ útborgað rvæst.! Oddur: Voruð þér að kalla á mig, herra forstjóri? Oddur: Erla heldur því fram, að ég hafi mikið Forstjórinn: Hvað haldið þér, að ég hafi verið að gera? Syngja eða hlutverk að vinna £ heiminum. Hvað skyldi hú* flauta? Þessi blómakassi hefir verið sendur hingað af misskilningi. Hann segja um þetta! átti að fara heim til mín. Þér skreppið snöggvast með hann!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.