Vikan


Vikan - 19.08.1943, Síða 7

Vikan - 19.08.1943, Síða 7
VIKAN, nr. 33, 1943 7 Hringurinn vill koma upp barnaspítala. Framhald af forsíðu. kröm þeirra, sem skorti bæði heilsu og fé, því efni skorti mig aldrei, og þótti nóg samt. Til þess að nálgast það að efna heit mitt, gekkst ég fyrir félagsstofnuninni 1906 til hjálpar berklaveiku fólki.“ Lög félagsins hafði mér áður verið sagt að frú Jacobson hefði samið sjálf, en hlot- ið viðurkenningu fyrir hjá Bríet Bjarnhéð- insdóttur. 3—4 fundir skyldu haldnir á ári, inntökugjald 5 krónur, og árgjald sama. Þetta fé skyldi ganga til félagsins innávið, í auglýsingar, húsaleigu til fundarhalda og í sjúkrasjóð fyrir félags- konur. En öðru fé félagsins, sem það afl- aði með leiksýningum, skemmtanahaldi o. fl. skyldi skipta til helminga, annar helmingurinn skyldi lagður í sjóð, en undir eins byrjað að hjálpa fyrir hinn helm- inginn. Var þetta mjög til uppörfunar fyrir fólkið, er það sá að starfið bar strax árangur. Og þegar félagið var 20 ára, hafði hjálpin numið 40 þús., en aðrar 40 þúsund- ir voru í sjóði, og fyrir þær byggði Hring- urinn Kópavogshælið og tók lán til viðbót- ar. Ríkið lagði til lóðina, og tveim árum síðar leigði það félaginu jörðina Kópavog til ábúðar. — ,,Þá byrjuðum við að rífa upp túnið — nokkurn hluta þess á hverju vori, og sáðum grasfræi í blettinn, unz allt túnið var véltækt. Keyptum við þá sláttu- vél og rakstrarvél, byggðum upp penings- hús og hlöðu og átta kýr höfðum við í fjósi og höfum alltaf grætt á búskapn- um.“ — Hringurinn rak hælið, sem strax varð yfirfullt af sjúklingum, og gengu af- urðir búsins til þess, en síðan Hringkon- urnar gáfu landinu Kópavogshælið, reka þær enn búið og safna í sjóð. — ,,Nú erum við að safna fé til barnaspítala, sem við vonum að verði byggður áður en langt um líður,“ segir frú Jacobson, full áhuga og atorku.“ Þetta sagði hinn látni, dugmikli for- maður kvenfélagsins Hringurinn við fréttaritara kvennablaðsins. En nú er þessi mikilhæfa kona horfin héðan og enn skarð fyrir skildi, hvað formennsku snertir í fé- laginu, því að ekki er búið að kjósa neina í hennar stað. En mannúðarstarfinu er haldið áfram í anda Kristínar heitinnar. Ötular konur ætla sér að gera hugsjón hennar og sína að veruleika. Þær halda söfnunarstarfinu áfram af miklum krafti, og það er nauð- syn allrar þjóðarinnar að þær séu styrktar í því starfi, því að hér er mikil þörf á barnaspítala. I stjórn Hringsins eru: Frú Ingibjörg C. Þorláksson, frú Guðrún Geirsdóttir, frú Jóhanna Zoega, frú Margrét Ásgeirsdóttir, og frú Anna Briem, sem tekin hefir verið í stjórnina, en hún var varamaður. Frú Kristín Vídalín Jacobson var fædd í Víðidalstungu 10. febrúar 1864. Faðir hennar var Páll Jónsson Vídalín, alþingis- maður, en móðir hennar var Elínborg Friðriksdóttir Eggerz. Kristín giftist 24. ágúst 1895 Jóni Jacobson landsbókaverði. Börn átti hún 4, Jón, Gunnar og Sigríði, og eru þau öll dáin, og frú Helgu Sigurðs- son. Á síðastliðnu ári var frú Jacobson sæmd stórriddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu. Kristín andaðist 6. maí síðast- liðinn. PÓSTURINN. Framhald af bls. 2. seifskviða. Ekki hefir verið rætt og ritað jafnmikið um nokkur skáldrit önnur — það var nokkrum öldum fyrir Krists burð, að hellenískir fræði- menn rökræddu kviður Hómers og deildu um þær á fundum sinum. Og þó hefur enginn getað sagt með neinni vissu, hvenær ljóðin hafi orðið til og hver eða hverjir hafi ort þau, enn er það lærðum mönnum deilu- atriði, hvort Homer hafi nokkru sinni verið til." Úrval. Fjórða hefti þessa einstæða is- lenzlta tímarits er nýkomið út. Verð- ur það ekki síður en áður kærkorhið hinum stóra hóp lesenda, sem það virðist þegar hafa öðlazt. Form þess er einkar skemmtilegt og handhægt, enda er þetta tímaritsbrot orðið mjög algengt með öðrum þjóðum. Fjöl- breytni þessa heftis er mjög mikil og fer hér á eftir heiti greina og sagna: Gamanbréf. Hugrekki. Hinn mikli turn. „Rödd konunnar." Látum vísindin skapa alþjóða einingu. Tál- vonir hinna sköllóttu. Hann tók ástfóstri við okkur. Lífsbaunin. Mátt- ur vísindanna. Nýjar niðurstöður um mænuveiki. Sagan um Davíð litla. Lífsgeislar. Styrjaldarrekstur Banda- manna. Kyrrahafsstriðið. Örlagavald- ur Rússlands. Ofnæmi. Ég játa trú mína. Endalok brezka heimsveldisins. Draumabarnið. Sá gamli djöfull. Samtíð og saga. Nokkrir Háskólafyrirlestrar II. Útgefandi Isafoldarprentsmiðja. h.f. Reykjavík 1943. Eins og undirtitill bókarinnar ber með sér, er hér um að ræða nokkra Háskólafyrirlestra. Árið 1941 gaf Isafoldarprentsmiðja út fyrsta bindi af Samtið og sögu, og voru það átta háskólafyrirlestrar eftir sjö höfunda. 1 þessu seinna bindi, sem nú er komið á bókamark- aðinn, eru einnig átta fyrirlestrar eftir sjö merka fræðimenn. Höfundar ritgerðanna eru þessir: Jón Steffensen: Þjórsdælir hinir fomu. Jón Hjaltalín Sigurðsson: Framfarir og breytingar í lyflækna- fræði síðustu 30—40 ár. Sigurður Einarsson: Kristileg messa, þróun hennar í höfuðdeildum kirkjunnar. Ásmundur Guðmundsson: Isleifur Gissurarson. Guðmundur Finnboga- son: Ást. Alexander Jóhannesson: Hvernig lærði frummaðurinn að tala? Ásmundur Guðmundsson: Skir- dagskvöld. Isleifur Ámason: Afbrot. Fyrirlestrar þessir, eru eins og þeir, sem komu í 1. bindi Samtiðar og sögu, fræðilegs og vísindalegs eðlis. Það er engum vafa bundið, að bók þessi verður mikið lesin, enda skrifuð af mörgum merkustu fræði- mönnum þjóðarinnar. Það er gott, þegar fyrirlestrar sem þessir, eru gefnir út sérprentaðir, svo að aimenningur geti fengið að kynnast þeim. Þeir gerðu árás á Wilhelmshaven. Þetta er áhöfn fyrsta ameríska flugvirkisins, sem gerði árás á Wilhelmshaven, hina mikilvægu flotastöð Þjóðverja. Flugmennirnir eru að gefa skýrslu um árásina.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.