Vikan


Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 9

Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 33, 1943 „A.dolf Hitier." Pessi hjón eiga heima í New York tylki, en eru af þýzk-austurrískum uppruna. Þau eru hér með sjöunda barnið sitt, sem þau létu skíra Adolf Hitler. ESör"~ Forsetafrúin meðal Indíána. Indíána- prinsessan Watawaso er hér að festa skrautband á hatt frú Eleanor Roosevelt, en Indíánahöfðinginn Poolaw er til hægri á myndinni. Sæmdur heiðursmerki. Verið er hér að sæma Maximo Murphy heiðurmerki fyrir frækilega framgöngu, er skipið, sem hann var á, var hæft tuhdur- ¦skeyti 'í Karibbíahafinu. Hann var forustumaður skipsbrotsmanna, kom þeim að landi á eyju nálægt Haiti og braust síðan langan veg gegnum •erfiðan frumskóg til þess að leita hjálpar. Konungur leikur sér að likani. Þetta er Feisal Iraqskonungur, aðeins 11 ára gamall, að leika séi- að líkani, sem er smíðað eins og'amerisku Lee- skriðdrekarnir. Bretar notuðu mikið af þessari skriðdrekategund í barátt- unni við Rommel í eyðimörkinni. Landsmenn Feisals voru fyrsta Araba- >jóðtn, sem gekk í lið með Bandamönnum gegn Möndulveldunum. Lögreglan æfir fæðingarhjálp. Sökum læknaskorts í héraði einu í Banda- rikjunum og vegna þess, hve barns- fæðingar fara þar í vöxt, hefir verið tekin upp sú nýlunda að kenna lög- reglumönnum, bæði aðal- og vara- liði, hjálp i viðlögum á þessu sviði. Hér á myndinni sést lögregluþjónn vera að æfa sig á að sprauta í auga á — brúðu! Blóði dælt í særðan hermann.- Mynd þessi er frá vigstöðvunum í Buna, og sýnir særðan hermann, sem verið er að dæla blóði í, til þess að bjarga lífi hans. Aðgerðin er framkvæmd aðeins tæpa 500 metra frá víglinunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.