Vikan


Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 33, 1943 ÍÍ Framhaldssaga: ____ LeiMir Bngllaraib -------------18------------- Höfundurinn: Agatha Christie Það var þögn nokkur augnablik. Svo stóð Poirot upp. „Fyrst svo er, Vyse, þá er ekki meira um þetta að tala. Þetta hlýtur að vera einhver mis- skilningur." ,,Já,“ sagði lögfræðingurinn, „hér hlýtur að Vera um einhvern misskilning að ræða.“ Hann stóð líka upp. „Verið þér sælir, Vyse.“ „Verið þér sælir, Poirot.“ „Svona fór það!“ sagði ég, þegar við vorum aftur komnir út á götuna. „Já.“ „Heldurðu að hann ljúgi eða hvað?“ „Það er ekki gott að segja. Mér lízt ekkert sérlega vel á Vyse. En eitt er víst: Hann mun ekki breyta framburði sínum. Hann hefir aldrei tekið á móti þessari erfðaskrá. Það mun hann alltaf segja.“ „Hún hefir tekið afrit af erfðaskránni,“ sagði ég-- „Barn geturðu verið! Henni mundi aldrei hafa dottið slíkt í hug. Hún sendi hana frá sér. Svo mundi hún ekki lengur eftir henni. Þar að auki fór hún sama daginnn á spítalann til þess að láta taka úr sér botnlangann.“ „Jæja, hvað eigum við þá að gera?“ „Hitta Croft. Við skulum vita, hvað hann man um þetta. Það var svo að heyra, að hann hefði átt mikinn þátt í þessu.“ „Ekki hefir hann haft hagsmuna að gæta í sambandi við þetta mál,“ sagði ég hugsandi. „Nei —- ég get ekki séð, að hann hafi haft nokkurra eiginhagsmuna að gæta. Hann er senni- lega einn þeirra manna, sem hefir gaman af að vafstra í öllu — vill óður og uppvægur hjálpa náunganum.“ Ég þóttist vita, að þetta væri rétt lýsing á Croft. Hann væri í hópi þeirra góðu manna, sem allt vita og eru ávallt reiðubúnir til að aðstoða alla og valda með því stundum allskonar erfið- leikum — auðvitað óvart! Við hittum hann á skyrtunni í eldhúsinu. Hann var að bisa við pott. Það var ilmandi lykt í'litla húsinu. Það var fljótt auðfundið, að hann var fús á að fara úr eldhúsinu og tala við okkur um morðið. Forsaea * Poirot °s Hastings vinur ® * hans eru nýkomnir til St. Loo í sumarleyfi. Nick Buckley býr á Byggðarenda. Hún hefir fjórum sinnum á skömmum tíma lent í lífsháska og vekur þetta forvitni Poirots. Hann lætur hana nú segja nákvæmlega frá atburðum siðustu daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj- anir, er fyrir hana hafa komið. Poirot grunar, að Nick leyni þá einhverju. Poirot og Hastings fara á laun að Byggðarenda og hitta þar ókunnan mann, Croft, nábúa Nick, og fara heim með honum. Kona hans er veik, en lætur sér mjög annt um allt, er snertir Nick. Litlu siðar heimsækja þeir Vyse lögfræðing og þar beinir Poirot talinu að Nick og Byggðarenda. Nick hafði boðið þeim heim um kvöldið til þess að horfa á flugeldasýningu, og þar kynnast þeir Maggie, sem Nick hefir fengið til að vera hjá sér. Þetta sama kvöld er hún myrt í garðinum á Byggðarenda. Nick verður ör- vingluð og áfellir sjálfa sig fyrir að hafa fengið hana til að koma. Það verður úr að Nick er flutt þá þegar um kvöldið í hress- ingarhæli. Poirot og Hastings ræða um, hver sé morðinginn. Þeir álita, að Nick leyni þá einhverju. Þegar þeir heimsækja hana í hressingarhælið, fá þeir að vita, að hún hefir verið trúlofuð Michael Seton flugmanni, sem er nýdáinn, en hann hafði beðið hana að leyna trúlofun þeirra, af ótta við frænda sinn Sir Matthew Seton mill- jónamæring. Af öllu þessu dregur Poirot ýmsar ályktanir, og fær leyfi Nick til að fara að Byggðarenda og leita að erfða- skránni, sem hún veit ekkert, hvar er niður- komin. Þar hitta þeir Ellen og ræða við hana um atburðinn, og af hverju hún hafi ekki verið úti kvöldið áður til að horfa á flugeldana. Þeir leita nú víða í húsinu og finna þar loks mörg bréf frá unnusta Nick. 1 þeim finna þeir sönnun þess, að Michael hafi arfleitt hana, og þykir Poirot það vera góðar upplýsingar fyrir þá. Þeir fara nú til Nick og tjá henni, að þeir hafi ekki fundið erfðaskrána. Þá man hún allt í einu eftir því, að hún hafði sent hana til Charles Vyse lögfræðings. „Gjörið þið svo vel!“ sagði Croft. „Við skul- um koma upp. Konan vill áreiðanlega fylgjast með þessu. Hún mundi aldrei fyrirgefa mér það, ef við töluðum saman hérna niðri. Milly — ég er að koma upp með tvo kunningja okkar!“ Frú Croft heilsaði okkur hjartanlega og fýsti mjög að fá fréttir af Nick. Mér féll hún mikið betur í geð en maðurinn. „Veslings stúlkan!" sagði hún. „Þið segið, að hún sé á hressingarhælinu. Mig skal ekki furða, þótt hún fengi taugaáfall. Þetta var hræðilegt, Poirot, hræðilegt fram úr öllum máta. Blásaklaus stúlka myrt — skotin til bana. En það er náttúr- lega tilgangslaust að fárast útaf því — það veit ég ósköp vel — og að vera nokkuð að hugsa um lögleysurnar í heiminum. Og að þetta skuli geta átt sér stað, svo að segja i hjarta okkar gamla lands. Það heldur fyrir mér vöku á nóttinni — það segi ég alveg satt.“ „Eg held, að ég geti ekki fengið af mér að fara út og skilja þig hér eina eftir, góða mín,“ sagði maður hennar um leið og hann fór í frakk- ann og gekk til okkar. „Það fer hrollur um mig, þegar ég hugsa til þess, að hafa skilið þig hér aleina eftir í gærkvöldi.“ „Þú getur ekki fengið af þér að skilja mig hér eina eftir kvöld eftir kvöld, það er ég viss um,“ sagði frú Chroft. „Sízt af öllu eftir að fer að skyggja. Mér finnst ég verða að fara héðan eins fljótt og hægt er. Hér er allt orðið svo breytt. Ég get ekki hugsað mér að veslings Nicky Buckley geti nokkurn tíma sofið á Byggðarenda framar.“ Við áttum dálítið erfitt með að komast að efninu. Frú Croft og maður hennar spurðu um svo margt og vildu um allt vita. Höfðu ætt- ingjar veslings dauðu stúlkunnar komið ? Hvenær var jarðarförin? Átti að fara fram rannsókn? Hvað hét lögreglan? Hafði hún ekki komizt á snoðir um neitt? Var það satt, að maður hefði verið handtekinn í Plymoth? Þegar búið var að svara öllum þessum spurn- ingum vildu þau bjóða okkur til miðdegisverðar. Aðeins hin vafasama fullyrðing Poirots um það, að við þyrftum að flýta okkur, af því að við ættum að borða með yfirlögregluþjóninum, bjarg- aði okkur. Poirot notaði tækifærið, þegar augnabliksþögn varð, til þess að setja frarn spurningu, sem hann hafði lengi haft á takteinum. „Já, við skulum nú sjá,“ sagði Croft og var mjög hugsandi á svipinn. „Eg man þetta allt. Það hlýtur að vera rétt eftir að við komum hingað, I Minnstu ávallt mildu sápunnar. k Ozolo Desinfector er ómissandi í vaska, sal- emi og í upp- þvottarvatnið. Ilmurinn gjör- breytir híbýl- um yðar. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. Avallt íyrirliggjandi. ffilnkaumboö: Kajjsson $ Co. Sími 1707 (2 línurp Laitozone baðmjólk mýkir vatnið og gefur yður mjúlta og sterka húð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. iiaitMiiitiiiiiimiidttmmtnitiaMtHHmiiitH*

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.