Vikan


Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 33, 1943. minnir mig. Botnlanginn — það sögðu lækn- arnir." „Og sennilega hefir það alls ekki verið botn- langinn," sagði frú Croft. „Þessir læknar — þeir eru alltaf með hnifinn á lofti, vilja skera, þegar mögulegt er að koma því við. Það var engin ástæða til að skera hana upp. Hún þjáðist af meltingartruflun, og það var sitthvað annað að henni. Hún var gegnumlýst og þeir sögðu, að það hefði verið betra, að hún kom. Og veslings stúlk- an hafði látið flækja sér á þennan leiðinlega spítala." „Eg spurði hana bara," sagði Croft, „hvort hún hefði gert erfðaskrá. Það var meira í gríni en alvöru." „Já?" „Og hún gerði hana á stundinni. Hún talaði um að fá erfðarskrárform á pósthúsinu — en ég réði henni frá því. Stundum verður bara úr því vit- leysa, svo hefir mér verið sagt. Þar að auki var frændi hennar lögfræðingur. Hann gat gengið betur frá þessu seinna, ef allt færi vel — sem ég var auðvitað sannfærður um. Þetta var aðeins varúðarráðstöfun." „Hverjir voru vitni?" „Ellen, þjónustustúlkan, og maðurinn hennar." „Og svo? Hvað var gert við erf ðaskrána ? " „Við settum hana í póst, sendum hana til Vyse, lögfræðingsins." „Þér eruð vissir um, að hún hafi verið sett í póst?" „Poirot minn góður! Ég gerði það sjálfur. Ég setti bréfið í póstkassann héma við hliðið." „En ef Vyse segist ekki hafa fengið hana?" Croft glápti á Poirot. „Eigið þér við það, að bréfið hafi getað týnst í postinum? Það er ómögulegt!" „Hvað sem öðru líður eruð þér alveg viss um, að þér hafið sett bréfið í póst?" „Alveg viss," sagði Croft einlæglega. „Ég þyrði að sverja það, hvenær sem væri." „Það er ágætt," sagði Poirot. „En annars skiptir það ekki miklu máli. Það er ekkert, sem bendir til þess, að ungfrúin eigi skammt eftir ólifað." Við kvöddum og fórum. „Hvað finnst þér um þetta?" spurði Poirot, þegar við vorum orðnir einir og gengum niður að hótelinu. „Hvor lýgur? Croft eða Vyse? Ég verð að játa, að ég kem ekki auga á, hvaða ástæða er fyrir Croft að ljúga. Hann getur ekkert hagnast á erfðaskránni — sérstaklega af því að hann var með í að gera hana. Nei, afstaða hans virðist vera skýr og kemur alveg heim við það, sem ungfrú Nick sagði okkur. En samt sem áður —." „Hvað?" „En samt sem áður þykir mér vænt um, að Croft var í eldhúsinu, þegar við komum. Það var dagblað á eldhúsborðinu. A blaðinu voru greini- leg för eftir þumalfingur og vísifingur hans. Ég reif snepil af blaðinu, án þess að hann sá. Við sendum það til okkar góða vinar, Japp umsjónar- manns hjá Scotland Yard. Það getur verið, að hann kannist eitthvað við þau." „Nú?" „Svo ég segi þér eins og er, Hastings minn, þá get ég ekki að því gert, að mér finnst Croft vera óeðlilega góður 1 sér. — Og núna," bætti hann við eftir svolitla stund, „er ég orðinn reglu- lega svangur." 15. KAFLI. Frederica hegðar sér undarlega. Það uppátæki Poirots, að hann sagðist þurfa að tala við yfirlögregluþjóninn, var alls ekki fjarri sanni. Þegar við vorum búnir að borða, kom Weston yfirlögregluþjónn til okkar. Hann var hár maður vexti og hermannlegur. Það var bersýnilegt, að hann þekkti vel til starf- semi Poirots og bar djúpa virðingu fyrir honum. „Við vorum heppnir, að þér skylduð vera hér," sagði hann hvað eftir annað. Það eina, sem hann óttaðist, var það, að hann yrði neyddur til að leita aðstoðar Scotland Yard. Honum var það mikið kappsmál að leysa gátuna og hafa uppá morðingjanum án þeirra hjálpar. Þess vegna var hann svona innilega glaður yfir því, að Poirot var staddur á þessum slóðum. „Þetta er sveimér kynlegt mál," sagði yfir- lögregluþjónninn. „Ég hefi aldrei vitað annað eins! En stúlkan ætti að vera örugg á hressingar- hælinu. Þér getið þó ekki haldið henni þar til langframa!" „Já, Weston, það er vandkvæðum bundið. En það er aðeins eitt í því máli að gera." „Og hvað er það?" spurði yfirlögregluþjónn- inn. „Við verðum að handsama sökudólginn!" sagði Poirot. „Eftir því sem mér hefir skilizt er það ekki svo auðvelt," sagði yfirlögregluþjónninn. „Satt getur það verið!" „Það vantar sannanir; það er að segja einhvern, sem maður getur í alvöru grunað." Hann varð óiundarlegur á svipinn. „Þau eru alltaf erfið þessi mál, þar söm maður hefir enga leiðarsnúru að fara eftir. Þó aldrei hefði verið nema það, að við hefðum fundið byss- una —." „Hún er sennilega á sjávarbotni. Annars væri morðinginn ótrúlega mikill heimskingi." „Þér segið það!" sagði Weston, ,,en margur er það nú samt. Það er næsta ótrúlegt, hvernig sumt fólk getur hagað sér. Eg á þar ekki við morðingja — því að þeir eru ekki á hverju strái í þessum landshluta, og mér þykir vænt um að geta sagt það. Eg er hér bara að tala um venju- leg lögreglumál. Þér munduð verða steinhissa, ef þér heyrðuð sögur af því, hvernig fólk hagar sér í þeim." „Pólk er misjafnt — óiíkt að upplagi og allri mótun," sagði Poirot spekingslega. „Já, auðvitað!" sagði Weston. „Ef það er Vyse, sem hér er um að ræða, þá — ja, þá er ekki gott að ná tökum á þessu. Hann er gætinn og slunginn lögfræðingur. Hann verður var um sig. En ef það er kvenmaður — ja, þá hefi ég meiri von. Það eru mikil líkindi til, að hún muni reyna aftur. Konur eru hvorki varkárar né þolinmóðar." Hann stóð á fætur. „Rannsókn fer fram á morgun. Líkskoðunar- maður mun vinna með okkur. Við reynum að halda öllu, sem hægt er, leyndu." Hann var kominn fram að dyrum, þegar hann sneri skyndilega við. „Nú ætlaði ég að fara laglega að ráði mínu!"- sagði hann. „Ég var nærri búinn að gleyma dá- litlu, sem ég ætlaði að segja ykkur og ég þykist vita, að þið hafið áhuga á. Ég ætlaði að heyra álit ykkar á því." Hann settist aftur og tók upp bréfmiða, sem eitthvað var skrifað á og rétti Poirot. „Lögregluþónarnir frá mér fundu þetta, þegar þeir voru að leita á lóðinni. Það var skammt þar frá, sem þið voruð að horfa á flugeldana. Þetta var eiginlega það eina, sem þeir fundu." Poirot sléttaði úr blaðinu. Skriftin var stór og- gisin. „— verð að fá peninga strax. Ef þú ekki • — hvað mun pa ske. Bg aðvara þig —." Poirot hleypti brúnum. Hann las þetta aftur- og aftur. . „Þetta er merkilegt," sagði hann. „Má ég hafa miðann?" „Sjálfsagt! Það eru engin fingraför á honum. Mér mundi þykja mjög vænt um, ef þér fynduð eitthvað útúr þessu." Weston yfirlögregluþjónn stóð aftur á fætur. „Ég má til með að fara. Það er, eins og ég sagði, rannsókn á morgun. Meðal annarra orða, þér verðið ekki kallaðir sem vitni — aðeins Hast- ings kapteinn. Við kærum okkur ekki um að lata blaðamennina vita, að þér starfið að lausn máls- ins." „Eg skil við hvað þér eigið. Hvað er að frétta af ættingjum myrtu stúlkunnar?" „Foreldrar hennar koma frá Yorkshire i dag. Þau koma um hálfsex. Veslingarnir, égkennimjög í brjósti um þau. Þau ætla að taka líkið með sér heim." Hann hristi höfuðið. „Þetta er óskemmtilegt rrial. Það er lítið gaman að fást við það, Poirot." „Það mundi öllum finnast í yðar sporum. Þetta er, einsog þér segið, mjög leiðinlegt mál." Þegar hann var farinn, hélt Poirot áfram aS athuga miðann. „Er eitthvað gagn í þessu?" spurði ég. „Hvernig á ég að geta sagt það? Hér virðist vera um peningaþvingun að ræða. Það er svo aS sjá, að einhver þarna í boðinu hafi verið að reyna að hafa peninga útúr öðrum á. óskemmtilegan hátt. Sennilegt er, að það hafi verið einhver gest- komandi." MAGGI og BAGG.I. Þessar myndir þurfa ekki skýringar við!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.