Vikan


Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 19.08.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 33, 1943 13 SHIRLEY TEMPLE-MYNDIR: Myndin t. v.: Broshýr var ákaflega döpur, hún hélt að prófessorinn ætl- aði að selja frú Dew sig fyrir fimm þúsund dollara. Myndin t. h.: Broshýr er mjög á- hyggjufull út af því að afi hennar er búinn að eyða öllum peningunum fyrir leikhússtjóranum, og reynir að hugsa upp ráð til þess, að bjarga honum úr ógöngunum. Léttúðug kona. Framhald af bls. 4. kveljandi martröð. Nú sá hann ískaldan veruleikann blasa við sér. Konan, sem hann hafði unnað svo heitt, stóð nú fyrir hugskoti hans sem innihaldslaus brúða — sem ómerkilegt leikfang, hégómagjörn og barnaleg kvenpersóna, sem hugsaði um það eitt að skemmta sér, og þekkti ekki aðra köllun í lífinu, hún hafnaði þeim gæð- um, sem eftirsóttust eru af öllum þorra fólks: hamingjusömu heimilislífi og ást maka síns. Hversu lengi gat þetta gengið svona til, og hvernig mundi sambúð þeirra geta blessast með þessu háttalagi ? Örvænting- in greip hann og hann skalf eins og hrísla í vindi. „Vill húsbóndinn ekki koma inn og sjá Viggo litla ? Nú er hann nýkominn úr baði og mér sýnist liggja mjög vel á honum," kallaði Anna gamla til Edvards úr svefn- herbergisdyrunum. Aumingja gamla konan, hugsaði hann. Hana hefir ef til vill grunað, hve emmana og áhyggjufullur hann var þetta kvöld, og hugsað sér að dreifa armæðu hans með þessu. „Þakka þér fyrir, Anna mín, ég kem strax," svaraði hann um leið og hann stóð upp af legubekknum. Jú, þetta varð vissulega til þess að draga úr örvæntingu hans. Hann horfði með aðdáunaraugum á litla drenginn sinn, sem hann vildi upp frá þessu lifa fyrir — fyrir hann og starf sitt skyldi hann fórna sér. Og með tíð og tíma mundi Sigrid breyta um lifnaðarhætti, og líta með vitur- legri augum á lífið, og þá yrði sambúð þeirra að minnsta kosti viðunandi. Með þessum hugsunum vildi hann reyna að friða sál sína, en honum tókst það ekki. Hann hafði glatað hluta úr sjálfum sér, það var brostinn strengur í hjarta hans. Honum fannst hann vera orðinn þreyttur og gamall maður. .iiiimiiiiiiiiiiiimiitmiiiiiiiiiimiiiiniiiimiimtiiniiiiitimiiiiiiiiiiiiiimimiiu^ I = | Dægrastytting I s s \iiiiimimiiiimmiimiiiimiimm iiiimimmiiiiminmmimmuim* Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 25. Næsta skeyti frá Georg hljóðaði svona: I.auHii á bls. 14. Orðaþraut. AM AR ELIN FÆR A ORFI SKAR KÚRA N AÐS ÁÐUR AGLI 'FINN Fyrir. framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð, og er það nafn á hátíð. Sjá svar á bls. 14. Vísa um „hann". 8. Hann er að brjóta harðan ljá, hann er að móta köku, hann er að skjóta hrafna þrjá, hann er að þjóta til og frá. (Þjóðvísa). Að sækja á bita. Maður tekur höndum á efri bitabrun, sem er að minnstakosti kollhæð manns og vegur sig upp á handafli eintómu. En áður en maður vegur sig upp, er lagður lykill á bitann, aðrir segja nál, og á sá sem sækir að taka lykilinn eða nálina með munninum; hefir hann þá sótt á bita. Fáir eru svo færir að burðum, að þeir geti sótt á bita, ef þeir ætla sér að taka lykilinn satna meginn og þeir hafa hendurnar; er því betra að hafa hendurnar uppi á bitabrúninni, á móti þeirri sem maður ætlar að taka nálina af. (Isli skemmtanir). Prestskonan. Einu sinni var prestskona grafin einhvers stað- ar í kirkjugarði. Um kvöldið eftir kom út vinnu- maður á sama kirkjustað, og heyrði hljóð úti í garði. Tók hann sér þá reku í hönd og fór að grafa í skyndi. Þegar hann var kominn ofan í miðja gröfina, heyrði hann annað hljóð. Hann hraðaði sér nú, sem mest hann mátti; því það er almenn sögn, að lik séu liðin, undir eins og þau hafi hljóðað þrjú hljóð. Náði hann svo líkinu og bar það inn. Síðan lifnaði konan við aftur. (J. A. þjóðsögur). Karla-vísa. Karlamir berja krumpinn sláp, karlarnir brúka mikið ráp, karlarnir þæfa með kampinn grá., karlarnir egg í launin fá, karlarnir flétta kúabönd, karlarnir moka fjósalönd. (Isl. þulur og þjóðkvæði Ó. Dav.). Legsteinninn yfir leiði Kjartans Ólafssonar. Kjartan Ólafsson er grafinn á Borg á Mýrum. Leiði hans er fyrir þverum kórgafli, og snýr í norður og suður. Það er fullra 4 álna langt. Á leiðinu liggur rúnasteinn mikill. Það er baulu- steinn digur og lítið styttri en leiðið. Rúnirnar á honum eru lítt læsilegar og sumar með öllu ólæsilegar. Steinnin er brotinn í sundur í marga búta, og segja menn, að bóndi einn á Borg hafi gjört það. Svo stóes á, að bóndi ætlaði að setja niður smiðju sína fyrir sláttinn eitt sumar. Vantaði hann þá laglega steina í aflinn. Hann tók þá stein Kjartans og braut hann i sundur, og hlóð aflinn úr brotunum. Um kveldið gekk bóndi til hvilu. Hann svaf einn í dyralofti, en vinnumaður hans svaf i skála eða baðstofu. Um nóttina dreymdi vinnumanninn, að maður kom . að honum, mikill vexti og þreklegur. Hann segir: „Bóndi þarf að finna þig á morgun, þegar þú kemur á fætur." Vinnumaðurinn vaknaði um morguninn og mundi draum sinn, en gaf ekki gaum að honum. Leið svo fram undir dagmál. Fór honum þá að lengja eftir bónda og fer til hans, Liggur þá bóndi í rúmi sínu. Vinnumaður spyr, hvort hann vaki. Bóndi segir, að svo sé. „En heyrðu," segir hann, „mig dreymdi í nótt að það kom hingað maður upp á loftið. Hann var mikill vexti og þreklegur, vel limaður og að öllu hinh ásjálegasti. Hann var í aökkum klæð- um, en eigi gat ég séð í andlit honum. Mér þótti hann ségja við mig: „Illa gjörðir þú, er þú tókst steininn minn í gær, og braust hann í sundur. Hann var sú elha minning, er hélt nafni minu á lofti, Og þessarar minningar gaztu ekki unnt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.