Vikan


Vikan - 19.08.1943, Qupperneq 15

Vikan - 19.08.1943, Qupperneq 15
VIKAN, nr. 33, 1943 15 Uppskurður í kafbáti. Framh. af bls. 3. Meðan ég var að skéra var ég allt- af að hugsa um gúmmíhanzkana. Ég bað þess, að þeir þvældust ekki fyrir mér. Mér fannst þetta vera eins og að vinna fitlvinnu með hnefaleika- hönzkum. Loksins þóttist ég af minni litlu þekkingu vita, að ég væri kominn í námunda við botnlangann. Það er ekki hægt að lýsa þessari leit minni öðruvísi en að segja, að ég hafi ver- ið að þreifa mig áfram eftir botn- langanum. Á meðan á þessu stóð, tók ég eftir því, að hreyfirig var komin á andlit Deans. „Gefið honum meira eter,“ tautaði ég. Það var gott, að aðgerðin var svona langt komin, þegar áhrifin af fyrsta skammtinum tóku að þverra. Svæfingarlyfið var að þrotum komið. Mér fannst ég vera marga klukku- tíma að leita að botnlanganum. Mér lá við að æpa uppyfir mig af óþolin- mæði vegna stóru gúmmíhanzkanna, einkum af því að ég vissi, að svæf- ingarlyfið var að verða búið og að ef Dean raknaði við, var allt unnið fyrir gýg. Hvert einasta tif í klukk- unni buldi eins og hamarshögg í eyr- um mínum. Hitinn ætlaði mig lifandi að drepa, en ég klemmdi saman varimar og hélt áfram að leita. Loksins fann ég hann. Ég klippti hann af með ódýr- um naglaskærum. Þvínæst fullvissaði ég mig um, að allt væri eins dauð- hreinsað og mögulegt var, tók siðan matskeiðamar úr skurðinum og saumaði hann saman með girni. Svo lét ég bera Dean í legurúm eins liðsforingjans. Ég fór í huganum yfir hvert einasta atriði í skurðað- gerðinni, til þess að reyna að fullvissa mig um, að ég hefði ekki gleymt neinu, sem gæti verið hættulegt. Ég man ekki margt af því, sem skeði næsta hálftímann, á meðan ég sat við hliðina á Dean. Svo tók ég eftir því, að hreyfing fór að koma á andlit hans. Hann opn- aði augun og leit í kringum sig, og brosti eins og áður og sagði: „Ég tóri þá enn.“ Þetta var stórfenglegasta ræða, sem ég hefi nokkurntíma heyrt. Öll aðgerðin tók um tvær klukku- stundir, þegar frá er talinn sá tími, sem fór í undirbúning. Ég veit, að botnlangauppskurður tekur venjulega um 40 mínútur. En mér er ómögulegt að sjá, hvemig ég hefði getað verið fljótari að þessu. Dean hresstist fljótt og vel á með- an kafbáturinn hélt áfram leit sinni að japönskum skipum. Og eftir 18 daga var hann farinn að vinna aftur —botnlangalaus. Margir virðast halda, að það þurfi mikinn kjark til þess að takast á hendur svona uppskurð. Því hefi ég aðeins einu að svara: Dean Rector var sá, sem sýndi kjarkinn í þessu tilfelli. Ég mundi aldrei hafa látið viðvaning skera mig upp — hvað sem í boði hefði verið! SAMTÍÐ OG SAGA II Rit þetta er gefið út að tilhlutun Háskóla Islands og birtir ýmis fræðandi erindi eftir prófessora Háskólans. 1 þessu hefti er t. d. Þjórsdælir hinir fomu, eftir dr. Jón Steffensen. Framfarir og breytingar í lyflæknisfræði síðustu 30—40 ár, eftir dr. Jón Hj. Sig- urðsson. Kristileg messa,eftir Sigurð Einarsson dósent. Isleifur Giss- urarson, eftir próf. Ásmund Guðmundsson. Ast, eftir próf. Guðm. Finnbogason. Hvernig lærði frummaðurinn að tala? eftir próf. Alex- ander Jóhannesson. Skírdagskvöld, eftir próf. Ásmund Guðmundsson og Afbrot, eftir Isleif Ámason. — Upplag þessa ritsafns er ekki mik- ið, svo að menn ættu ekki að draga að kaupa það. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDAR. >>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>> Gleymið ekki að senda HEIMILISBLAÐIÐ VIKUNA fjölskyldu yðar meðan hún dvelur í sveitinni. >>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>. BÖÐ OG SÓLBÖÐ. Framh. af bls. 10. ast við að mýkja hana, en tæplega mun þó ástæða til að vara við þessu, heldur hvetja til tiðari þvotta, meira hreinlætis. Menn mega ekki vera svo lengi i köldu baði, að þeir hríðskjálfi af kulda, en það er tvímælalaust hollt að súpa hveljur við og við. Sólin sendir frá sér 3 tegundir geisla: hitageisla, þ. e. útrauða geisla, sem vér finnum en sjáum ekki, ljós- geisla, er vér sjáum og útfjólubláa geisla, sem vér hvorki getum séð né fundið. Hinir síðastnefndu hafa mjög sterk áhrif á húðina, til ills eða góðs eftir þvi, hvernig með þá er farið. Aðeins 1—4 af hundraði af geislum sólarinnar eru útfjólubláir. Það er meira um þá á sumrin en á veturna og meira af þeim í heiðskiru, þurru veðri en þegar skýjað er loft og raki'. Um 42 af hundraði sólargeislanna eru sýnilegt ljós, en um 56 af hundraði eru útrauðir hitageislar. Utfjólubláu geislarnir smjúga ekki að neinu ráði gegnum þétt efni, og talið er, að þeir komist eigi nema hluta úr millimetra inn í húðina. Fyr- ir nokkrum árum komust menn að því, að D-bætiefni myndast i húðinni, ef útfjólubláu geislarnir eru látnir verka á hana, en skortur á þessu bætiefni veldur beinkröm. Var þessi uppgötvun þegar tekin í þjqnustu lækninganna, og hafa ljósböð og sólböð því komizt mjög í hefð, eigi sízt fyrir þetta. En þar eð útfjólubláu geislarnir eru i eðli sínu tvieggjað vopn, verður að gæta fyllstu varúðar í ljósböðum og sólböðum. Þegar menn fara í sól- bað í fyrsta sinn, má ekki vera í því nema fáeinar mínútur, en tímann má lengja smátt og smátt. Sólbruna ber að forðast. Hann er tákn þess, að sólbaðið hefir staðið of lengi, og hefnir það sín með sárum sviða í húð, beinverkjum, flökurleika, höfuðverk, oft með háum hita og jafnvel alvar- legum einkennum. Einkum ber öllum, sem hafa einhvern snert af berklum, að fara sérstaklega varlega. Gæti þeir ekki varúðar, getur vel farið svo, að sjúkdómurinn færist í aukana og hafi alvarlegar afleiðingar. Þegar fólk verður útitekið, stafar það af því, að litarkorn hafa safnazt i slímlag húðarinnar til varnar því, að hinir varasömu geislar komist inn í hana. Brúni liturinn er þvi varnar ráðstöfun, en ekki órækt merki um hoilustu, eins og margir halda. Hins vegar gerir hann mikið gagn óbeint með því, að í skjóli hans má láta loft og sólskin leika um líkamann tímunum saman, án þess að tjón hljótist af. Það er eigi mikið geislamagn, sem þarf til þess að mynda D-bætiefni i húðinni, er nægi til varnar gegn bein- kröm, og ekki er nauðsynlegt að geisla allan líkamann í einu. Þegar læknar setja börn í ljósböð við bein- kröm, er þess gætt sem bezt, að þau verði sem minnst brún. Heppilegasti tíminn til sólbaða er talinn vera snemma á morgnana eða síðari hluta dags, en siður, meðan sól er hæst á lofti. (Ur bókinni Mannslíkaminn eftir Jóhann Sæmundsson lækni). Gjalddagi skatta 1 dag falla í gjalddaga eftirgreind gjöld fyrir árið 1943: Tekju- og eignaskattur, stríðsgróða- skattur, verðlækkunarskattur, fasteignaskattur, lestagjald, lífeyrissjóðsgjald og námsbókagjald. Þá eru fallin í gjalddaga kirkjugjald, utansafnað- armannagjald og kirkjugarðsgjald fyrir árið 1943. Öllrnn framangreindum gjöldum er veitt við- taka á tollst jóraskrifstofunni í Haf narstræti 5, her- bergi nr. 1—5, en skrifstofan er opin á virkiun dög- um kl. 10—12 f. h. og 1—4 e. h., nema á laugar- dögum aðeins kl. 10—12 f. h. Tollstjórinn í Reykjavík, 14. ágúst 1943. >>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>!< HURÐASKRAR með handföngum. Lcamir og Smekklásar fyrirliggjandi. A. Einarsson & Funk Tryggvagötu 28. Sími 3982.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.