Vikan


Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 34, 1943 5 4MNN^$>6>^4Nfr$*&4NMNNNEHt><t><i*4NNNNN&><&><t*t><&><&><>><t>< tt»4NNNMMNNNNþ<t><t><i><t><t>*i><t><i><t><t>^NNME><&><t><f>|&><t><t>»t>^L 13 *»[ Framhaldssaga [•*» Konan í Glenns-kastala ÁSTASAQA Köllun móðurinnar er heilög, og vald hennar er mikið. 1 yðar hendur er þetta litla frækom lagt, og það fer mikið eftir yður sjálfri, hvort það vex upp og dafnar og ber góðan ávöxt, eða ekki. Enginn getur borið meiri og innilegri gleði í huga en móðurin. Engum er heldur lögð meiri áhyrgð á herðar heldur en henni.“ Gamli presturinn reis á fætur, og tók í hönd Barböru. „Ég skal biðja fyrir yður, barnið mitt“ sagði hann. ,,Og því megið þér trúa, að enginn tekur meiri hlutdeild í áhyggjum yðar heldur en gamli Matthews." „Ég get aldrei fullþakkað yður góðvild yðar við mig, síðan ég kom hingað í Glenns-kastala,“ sagði Barbara hrærð. „Ég get aldrei þakkað yður eins og vert væri.“ „Það getiij þér vissulega," sagði presturinn ástúðlega, „og þér megið vera vissar um, að þér fáið tækifæri til þess, þó síðar verði, ef yður þykir ég hafa gert eitthvað, sem er þakkar vert.“ Þegar Barbara horfði á eftir faðir Matthews, þar sem hann gekk niður eftir garðinum, brosti hún með sjálfri sér, er hún hugsaði til þess, hversu ólíkt allt var nú þar, frá því í fyrsta sinn þegar gamli presturinn hafði komið þangað, og Biddy gamla hafði komið til hennar og tilkynnt henni að presturinn vildi tala við hana. Þá hafði henni verið meinilla við faðir Matthews, og í þá daga hafði henni fundist, að lagðar hefðu verið þungar byrðar á herðar sér, sem hún mundi trauðla rísa undir. ■ En nú var þetta allt saman orðið breytt, henni var farið að þykja vænt um gamla kaþólska prestinn, hann var hennar ást- fólgnasti vinur, og nú var henni orðið kært þetta „gamla, niðumídda" herrasetur, sem Pierce hafði flutt hana til, en það var heldur engin undur, því það var heimili hennar, og það sem meira var um vert, það átti að verða heimili barnsins hennar. 13. KAFLI. „Já, Ethnee, þú mátt bera bróður þinn niður tröppumar og halda á honum þangað til vagninn kemur," sagði Barbara. „En þú verður að vera mjög aðgætinn um litla manninn, þú lofar mér því ?" Ethnee kinkaði kolli brosandi, án þess að lita á stjúpmóður sína, hún gat ekki litið af þessum litla, þriggja mánaða bróður sínum. Barbara var glöð yfir umhyggju stjúpdóttur sinnar fyrir litla drengnum, og hún vissi að sér var óhætt að trúa henni fyrir honum. Ethnee var orðin ólík því sem hún var fyrst eftir komu Barböm, ekki aðeins í framkomu, heldur var hún nú líka alltaf hrein og þokka- leg, föt hennar voru snyrtileg og hár hennar vel burstað og greitt, og í staðinn fyrir það villidýrs- æði, sem jafnan hafði verið á henni, var hún nú kurteis og hæglát. Oft sat hún tímunum saman hjá stjúpmóður sinni, og undi sér hið bezta, en mest þótti henni varið í, þegar hún fékk að vera með litla bróður sinn. Hún sá ekki sólina fyrir honum, og það var ekki laust við, að hún væri afbrýðisöm út í Patrick, þegar hann lék sér við hann, ef litli snáðinn brosti til hans. „Þér er óhætt að treysta mér fyrir þessu elsku litla gulli, ég skal gæta hans vel,“ sagði hún. „Komdu nú til Ethnee, systur þinnar," hélt hún áfram og rétti hendurnar út á móti hvítvoðungn- um, er sat í kjöltu móður sinnar. „Sjáðu, hann brosir til mín,“ sagði hún himin- Forsaea * H°war<^ Burton kemur að ® * kveðja Barböra Carvel. Hann er að fara til Suður-Afríku. Hún bjóst við, að hann mundi biðja sín og varð fyrir miklum vonbrigðum, er hann gerði það ekki. Þegar hann er farinn heimsækir Barbara móður hans. Er Barbara kemur heim, hefir Pierce Maloney verið fluttur þangað, en hann meiddist í bifreiðarsiysi þar rétt hjá. Vinur Maloney, Revelstone lá- varður, heimsajkir hann, og Pierce segir honum, að hann sé ástfanginn í Barböra og muni byrja nýtt líf, ef hún vilji giftast sér. Revelstone er ekkert hrifinn af þessu og flýtir sér að kvéðja. Pierce tjáir Barböra ást sina og þau giftast skömmu seinna. Hann gefur henni stórgjafir og er þau giftast var veizla haldin hjá Ann frænku hennar. Þegar Barbara er að búa sig í brúð- kaupsferðina, kemur frú Burton upp til hennar og ásakar hana fyrir trúleysi gagn- vart Howard. Áður en hún fer lofar Bar- bara að lána henni peninga. I brúðkaups- ferðinni eys Pierce út peningnm í skemmt- anir, en þegar Barbara biður hann um 150 pund verður hann hvumsa við, en lætur hana hafa ávisun. Síðan fara þau til Ir- lands. Þegar þau koma í Glennskastala verður Barbara fyrir miklum vonbrigðum, er hún sér, hve allt er fátæklegt og tötra- legt. Svo fær hún að vita, að Pierce er ekkjumaður og á tvö böm, en hefir leynt hana þessu öllu. Hún veit ekki enn, hve fátækur maður hennar er og talar um að breyta öllu og færa í lag, en Pierce fer und- an í flæmingi og vill ekkert um fjármál þeirra tala. En þó kemur að því, að hann verður að játa það fyrir henni, að hann sé fátækur, og reiðist hún honum fyrir að hafa ekki sagt sér frá því fyrr. Barbara fær bréf frá Howard Burton, og þar tjáir hann henni ást sína. Hún ásakar sig nú harðlega fyrir bráðlæti sitt, að hafa gifst Pierce Maloney. Faðir Matthews reynir að hughreysta Barböru og vekja ást hennar á heimilinu. Hún fer nokkru síðar í heim- sókn til Revelstones lávarðar, vinar Pierce, og ræða þau ýmislegt saman. Nú líður tím- f' inn, Pierce hefir verið arfleiddur að 1000 pundum, og tekur Barbara nú til óspiltra málanna við að lagfæra heimili sitt. Börnin hafa tekið ástfóstri við hana, og hún er orðin mjög hamingflusöm. Hún gengur með bami og bíður þess með eftirvæntingu að verða móðir. iifandi. „Sástu ekki, að hann brosti til mín, bless- aður litli engillinn?" endurtók hún. Siðan tók hún hann í fangið, og gekk gætilega og móðurlega með hEinn niður tröppumar, eins og það væri dýrmætasta eign veraldarinnar, sem hún bæri. Barbara horfði brosandi á eftir henni. Það var unaðsleg tilfinning, sem gagntók hana, og hún fann, hve miklum kærleika og vinsemd hún var umvafin. Maður hennar tilbað hana, og úr augum þjónustufólksins mátti lesa góðvild og trúmennsku, og stjúpbömin voru nú hugfangin af litla bróður sínum, og ást þeirra á henni var nú eins mikil og hatrið hafði verið áður. Barbara stóð upp og bjóst til að ganga út úr herberginu, en þegar hún gekk fyrir spegilinn í svefnherberginu, sem nú var orðinn allra snyrti- legasta stofa, runnu upp í huga hennar þeir dagar, er hún hafði lifað sínar mestu angistar stundir, einmitt í þessu herbergi. En þeir vora liðnir, henni fannst það vera svo óralangur tími frá því, að hún kom þangað sem brúður. Allar þær raunir, sem þá höfðu gert hana hálf sturlaða, voru þurrkaðar burtu úr hugskoti hennar, hún kærði sig ekkert um að rifja þær upp, hún vildi aðeins hugsa um hið fagra og góða í lifinu. Sælustu endurminningar hennar voru bundnar þeirri stundu, þegar hún fæddi litla drenginn sinn. Aldrei mundi hún gleyma þeim guðdómlega friði, sem hjarta hennar hafði þá orðið snortið af, þegar maður hennar hafði lagt barnið að brjósti hennar. Hún hafði ekki getað trúað þvi, að Pierce gæti átt til meiri ást og umhyggju, heldur en hann hafði sýnt henni fyrstu dagana eftir brúðkaup þeirra, en á þess- ari stundu, hafði hún þó fundið ennþá dýpri og yndislegri tilfinningar hjá honum, sem voru henni ógleymanlegar. Augu hans höfðu ljómað af ást og umhyggju fyrir henni, og hann hafði allt viljað fyrir hana gera. Einmitt á þeim tíma höfðu þau líka orðið fyrir óvæntu happi, frændi Piercé, sem hann þekkti ekki einu sinni í sjón hafði arfleitt hann að dálítilli peningaupphæð, og það mátti segja, að gamli maðurinn hafi dáið á réttum tíma, og það litla, sem hann lét eftir sig nægði þeim til þess að skapa gleði og öryggi í Glenns-kastala um þessar mundir. , Það vakti hjá Barböra mikla ánægju, að hún hafði nýlega fengið góðar fréttir frá frú Burton. Hún hafði sagt henni, að þær Cecily væru komn- ar frá Davos, og að nú væri Cecily komin til góðrar heilsu. ,,. . . Næst .mildi guðs,“ hafði hún skrifað, „á hún þér líf sitt að þakka.“ Þegar Barbara leit á blettinn á veggnum; þarsemmynd- in af langömmu Pierce hafði hangið, gat hún ekki annað en glaðst í hjarta sínu yfir því að hafa fengið peningana hjá Pierce, þrátt fyrir það, að henni hafði fallið það illa, að hann skyldi hafa fómað myndinni sín vegna. En nú gat hún ekki ásakað sig lengur fyrir það, þegar henni var hugsað til hinna þakklátu orða frú Burton, og vissi hvern árangur þeir höfðu borið. Hún hafði líka fengið bréf frá Howard Burton; það hafði verið milt og vinalegt, í þvi hafði hann óskað henni til hamingju með hjónabandið, og óskað þeim báðum farsældar. Á meðan að Ann frænka hennar hafði dvalið hjá henni, höfðu allir verið samhentir með að gera henni dvölina sem ánægjulegasta, og var það óblandin gleði fyrir Barböru, að frænka hennar skyldi finna það, að hún var á meðal góðs fólks. Um Pierce, sem var hvers manns hugljúfi, þurfti ekki að efast, að hann hafði fallið henni vel í geð, og stjúpbömin vildu allt gera til þess að koma kurteislega fram, svo að Ann fengi gott álit á þeim, og til þess að geta glatt Barböru með því, en auðvitað var það litli bróðir þeirra, sem fyrst og fremst átti hug þeirra. Ann hafði haft mjög gott af komunni þangað og farið aftur miklu hressari og glaðari en hún hafði komið; allt þetta hafði aukið á hamingju Barböru, hún var orðin harðánægð með nýja heimilið sitt, og það var aðalatriðið. Já, Barbara var orðin reglulega hamingjusöm með lífið, þrátt fyrir það þótt einstaka sinnum hvörfluðu að henni áhyggjur, þá sló það samt engum skugga á gæfu hennar. Við og við hugs- aði hún um það, hvort Pierce mundi ekki ein- hvern tíma verða þreyttur á því tilbreytingar- lausa lífi, sem þau lifðu, en hún hristi jafn harðan allar slíkar hugsanir frá sér; hún var hamingju- söm og vildi aðeins njóta þeirrar gleði, sem hún nú var svo rík af, og ekki spilla henni með nein- um hugarórum. Dyrnar vora opnaðar og Pierce stóð á þröskuld- Snum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.