Vikan


Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 34, 1943 „Þú ert þá tilbúin," sagði hann glaðlega; komdu þá niður með mér, vagninn biður fyrir utan dyrnar. En hvað þú ert dásamleg í þessum búningi, Barbara," sagði hann með aðdáun. „Þessi hattur klæðir þig ljómandi vel. Ég er viss um, að þú vekur athygli á veðreiðunum í Dublin; við dveljum þar í þrjá daga; við verðum að skemmta okkur svolítið fyrst við höfum peninga til þess.“ Barbara brosti til hans til samþykkis; þegar hann var svona glaður, vildi hún ekki draga úr gleði hans með því að fara að prédika fyrir honum sparsemi, það gat heldur ekki sakað þótt þau yrðu í Dublin í nokkra daga, það mundi ekki kosta þau svo mikið, og fyrst hún færi með honum, þá gat hún haft auga með því að hann eyddi ekki of miklu. „Það gleður mig að geta sýnt þér, hversu góð- ur hestur Daisy er, og ég sem fékk hann fyrir sáralitið verð, en þú verður að gæta þín, þegar hann þýtur af stað, hann er svo viljugur, en þér er auðvitað óhætt, þegar þú situr við hliðina á mér. Ó, Barbara, hvað við erum hamingjusöm." Hann vafði hana í arma sér og þau kysstust innilega. Síðan gengu þau niður tröppurnar, eins glöð og hamingjusöm og þau voru, þegar þau voru ný trúlofuð. „Ég hefi aldrei fundið það eins vel og núna, hvað lífið er dásamlegt," sagði hann um leið og hann hjálpaði henni upp í vagninn, og rétti henni litla drenginn þeirra í kjöltuna. „Ég hefi það á tilfinningunni, Barbara, að þessi hamingja vari þangað til við erum orðin gömul og gráhærð, og nú getur þú séð, að ég hefi verið sannspár, þegar ég sagði, að hamingjan mundi koma í Glens-, kastala með þér. Húsið er orðið svo gjörbreytt frá því sem það var, og nú höfum við nægilega peninga til þess að okkur geti liðið vel.“ Pierce sló á vasa sína og hljóp hlæjandi upp í vagninn og settist við hliðina á konu sinni. „Nú ökum við í smá skemmtiferð hér um ná- grennið, það verður reynsluferð áður en við höld- um til Dublin, og sýnum litla syni okkar hversu fallegt Irland er,“ sagði Pierce. „Finnst þér þetta ekki vera fallegur hestur, Barbara?" hélt hann áfram. „Jæja, Mike, farðu nú frá og taktu Ethnee með þér burtu af brautinni," sagði hann við hestasveininn. Hann tók keyrið og taumana og bjóst til að leggja af stað. „Við komum bráðlega aftur til ykkar og þið skuluð fá að fara í öku- ferð einhvern næstu daga,“ sagði hann um leið og þau þutu af stað. Barbara veifaði til þeirra, og á næsta augna- bliki voru þau komin langt niður eftir veginum á milli trjánna. „Já, það er satt, þessi hestur hleypur ekki — hann flýgur,“ tautaði Mike. „Guð hjálpi þeim, ég-er bara hræddur um að þessi voða sprettur geti orðið þeim hættulegur.“ Ethnee brá hönd fyrir augu og horfði á eftir þeim. „Bara að hesturinn sé ekki altof viljugur, Mike,“ sagði hún kviðafull. „Heldurðu að hann sé vanur fyrir kerru ? Sjáðu, hvemig vagninn kastast til sitt á hvað; bara að pabbi geti ráðið við hestinn." „Já, af því að hann er heldur ekki vel friskur," sagði Mike hugsandi, hann varð skyndilega mjög alvarlegur. „Vagninn er líka gamall og slitinn, en ég hefi nú litið eftir hjólunum, þeim væri óhætt, ef að gamli hesturinn væri fyrir vagninum. En þú skalt ekki vera hrædd, Ethnee, faðir þinn getur ráðið við ólmustu hesta, það hefir hann að minnsta kosti alltaf getað. Maloneyamir eru góðir tamningamenn.“ Síðan gekk Mike út að hesthúsinu, en systkinin Ethnee og Patrick fóru að leika sér i garðinum, og ætluðu að vera þar, þangað til foreldrarnir kæmu heim. Lystivagninn, með Pierce Maloney og konu hans, slingraði fram og aftur með geysihraða um bugðóttan og grýttan veginn, og þau voru ekki komin langt frá Glenns-kastala, þegar Pierce varð það Ijóst, að hann mundi ekki geta haft stjórn á hestinum, en hann hafði aldrei tíma til að tala um það við konu sina, því þau áttu fullt í fangi með að halda sér í vagninum. Hann reyndi í sífellu að stilla hestinn, sem var algjörlega trylltur, og reyndi að koma honum í jafnvægi, hann var orðinn örmagna af þreytu, og það dró úr honum allan mátt, og augnabliki síðar lá vagn- inn á hliðinni, brotinn í spón á vegarbrúninni. Hesturinn hafði sprengt af sér aktýgin og hljóp áfram í spretti eftir veginum. Þegar Barbara rankaði við sér, og stóð upp, leit hún í kringum sig hálf ringluð og undrandi á því, sem gerzt hafði. Hvað hafði komið fyrir? Hún hafði legið í öngviti að minnsta kosti í hálfa mínútu. Sér til mikillar skelfingar sá hún að það hafði voðalegt komið fyrir! Skammt þaðan sá hún rykmökkinn undan hófum Daisys, þar sem hann hljóp í harða spretti eftir veginum; en hvar var Pierce og litli drengurinn hennar? Hún rak upp angistaróp — þarna lá Pierce fölur og hreyf- ingarlaus. Hún leit af honum og á drenginn, sem lá skammt frá Piercce; hún flýtti sér til hans, og tók hann í fangið og þrýsti honum að brjósti sér. Hún brast í örvæntingarfullan grát — hún sá, að litli, fallegi drengurinn hennar var dáinn. Hún kyssti kinnar hans og vaggaði honum í örm- um sínum, með ekkakæfðum harmtölum. Síðan gekk hún reikul í spori til Pierce, og kraup nið- ur við hlið hans. Hún bjóst við, að hann væri að- eins í yfirliði, og beið í sorg sinni eftir því, að fað- ir litla dána drengsins síns vaknaði úr dvalá sín- um. „Ó, Pierce!“ stundi hún grátandi, „vaknaðu til meðvitundar aftur! Vaknaðu Pierce! Það er voðalegt, sem skeð hefir, litli drengurinn okkar er dáinn. Heyrir þú ekki til mín, Pierce? Heyrir þú ekki til mn>?“ Hún starði óttafullu augnaráði á fölt andlit manns síns, en það heyrðist ekki frá honum svo mikið sem stuna, og þegar hún sleppti hönd hans, féll hún máttlaus niður með hlið hans. Hún gleymdi baminu augnablik, og grúfði sig niður að honum. — Guð almáttuður — hann dró ekki andann lengur! Hún hafði ekki aðeins mist dreng- inn sinn, heldur var Pierce, hennar lífsglaði, góði maður, dáinn líka. Hún starði óráðskenndum augum á mann sinn og barnið til skiptis, síðan reis hún upp og bjóst til að kalla á hjálp, hún var komin tvö skref í burtu frá þeim, þá féll hún til jarðar í öngvit. 14. KAFLI. „Herrann gaf og herrann tók, lofað sé nafn hans,“ sagði gamli presturinn og þrýsti hlýlega hönd Barböru. „Þetta eru þung orð, barnið mitt, en reynið þér að hafa þau yfir þrátt fyrir það, og látið ekki sorgina forherða hjarta yðar, en leitið til hans, sem yður er óhætt að treysta á þessum þungbæru stundum lífs yðar.“ Rödd faðir Matthews skalf ofurlítið, þegar hann mælti þetta við Barböru. Hann vissi, að það yrði erfitt, að hughreysta hana, að það þyrfti mikið átak til að hugga þetta heimili, sem sorg- in hafði lagst eins og mara yfir, með svo svip- legum hætti. En hinn einlægi gamli maður var þolinmóður, og hann vissi, að það bar nauðsyn til þess, að rífa Barböru upp úr því sinnuleysi, sem hún var fallin í. Barbara sat jafnan í dagstofunni í Glenns- kastala, eins og hún væri í leiðslu. Hún skeytti engu, sem gerðist í kringum hana, og virtist ekki hafa áhuga á nokkrum hlut. Ethnee og Patrick stóðu tíðast hjá henni og þrýstu sér upp að henni, eins og hún væri það eina i heiminum, sem þau gætu byggt traust sitt á. Erla og unnust- inn. Pétur veðlánari; Ha, ennþá blankur? Þú ert alltaf að veðsetja þennan lúður og leysa hann út aftur. Oddur: Já, það er eins og ég geti aldrei losnað úr skuldum. Mig vantar 60 krónur fyrir hann núna. Oddur; Ég vildi að Erla væri ekki svona æst í að fara í leikhúsið. Það er svo mikið ódýrara að fara í bíó. Oddur: Jæja, krúttið mitt. Af hverju liggur svona vel á þér núna? Oddur: Hm. Enn hvað það var gaman! Erla: Veiztu, Oddur. Ég ætla að fara að vinna. Ég er viss um, að það verður gaman. Pétur veð- Erla: Já, hugsaðu þér bara. Þá get ég alltaf lánari bauð mér vinnu hjá sér. vitað, hverjir fá lánað hjá honum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.