Vikan


Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 11
VTKAN, nr. 34, 1943 11 Höfundurinn: Agatha Christie Framhaldssaga: ____ LtinMiRir Bjgiðwniib -------------19------------- Hann athugaði skriftina á miðanum gegnum lítið stækkunargler. „Kannast þú nokkuð við þessa rithönd, Hast- ings?“ „Hún minnir mig óljóst á eitthvað — æ, nú man ég hvað það er, — miðann frá henni frú Rice. „Já, sagði Poirot dræmt, „þetta er ekki ósvip- að. Það er ábyggilega likt. Þetta er einkennilegt. Og þó hygg ég, að þetta sé ekki rithönd frú Rice. — „Kom inn,“ sagði hann svo, því að barið hafði verið að dyrum. Það var Challenger. „Mér datt í hug að líta inn,“ sagði hann. „Lang- aði til að vita, hvort ykkur hafi orðið nokkuð ágengt.“ „Svei því“ varð Poirot að orði. „Á þessari atundu finst mér mig hafa hrakið talsvert aftur.“ „Það er slæmt. En ég trúi því ekki almenni- lega, Poirot. Ég hefi heyrt talsvert um yður og það, hvílíkur galdrakarl þér séuð. Aldrei beð- ið ósigur, er mér sagt.“ „Það er ekki satt,“ svaraði Poirot. Ég beið hrapallegan ósigur í Belgíu 1893. Þú manst víst eftir því, Hastings? Ég sagði þér frá því. Það var í málinu út af súkkulaði-kassanum." „Já, ég minnist þess,“ anzaði ég. Og ég brosti, því að þegar Poirot hafði sagt mér þá sögu, hafði hann lagt svo fyrir, að ég skyldi segja: ,,súkkulaði-kassi“ við hann, í hvert sinn, sem mér fyndist hann vera að verða drjúg- ur með sig. Hann hafði þá orðið sárgramur út af því, að ég notaði þetta töfraorð aðeins einni og hálfri minútu siðar. „Nú, jæja,“ sagði Challenger. „Það er nú svo óralangt síðan, að það er gleymt. En þér ætlið að komast til botns i þessu máli, er það ekki?“ „Þess sver ég dýran eið, — sem ég heiti Her- cule Poirot. Ég er eins og hundurinn, sem kom- inn er á slóðina og víkur ekki af henni. „Ágætt! Fengið einhverjar hugmyndir?" „Ég hefi tvær persónur grunaðar.“ „Ég má líklega ekki spyrja, hvaða fólk það sé?“ „Þáð er ekki rétt að ég nefni nöfn. Sjáið þér til: Það er hugsanlegt, að mér skjátlist.“ Forsaga Poirot og Hastings vinur hans eru nýkomnir til St. Loo í sumarleyfi. Nick Buckley býr á Byggðarenda. Hún hefir fjórum sinnum á skömmum tíma lent í lifsháska og vekur þetta forvitni Poirots. Hann lætur hana nú segja nákvæmlega frá atburðum síðustu daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj- anir, er fyrir hana hafa komið. Poirot grunar, að Nick leyni þá einhverju. Poirot og Hastings fara á laun að Byggðarenda og hitta þar ókunnan mann, Croft, nábúa Nick, og fara heim með honum. Kona hans er veik, en lætur sér mjög annt um allt, er snertir Nick. Litlu siðar heimsækja þeir Vyse lögfræðing og þar beinir Poirot talinu að Nick og Byggðarenda. Nick hafði boðið þeim heim um kvöldið til þess að horfa á flugeldasýningu, og þar kynnast þeir Maggie, sem Nick hefir fengið til að vera hjá sér. Þetta sama kvöld er hún myrt í garðinum á Byggðarenda. Nick verður ör- vingluð og áfellir sjálfa sig fyrir að hafa fengið hana til að koma. Það verður úr að Nick er flutt þá þegar um kvöldið í hress- ingarhæli. Poirot og Hastings ræða um, hver sé morðinginn. Þeir álíta, að Nick leyni þá einhverju. Þegar þeir heimsækja hana í hressingarhælið, fá þeir að vita, að hún hefir verið trúlofuð Michael Seton flugmanni, sem er nýdáinn, en hann hafði beðið hana að leyna trúlofun þeirra, af ótta við frænda sinn Sir Matthew Seton mill- jónamæring. Af öllu þessu dregur Poirot ýmsar ályktanir, og fær leyfi Nick til að fara að Byggðarenda og leita að erfða- skránni, sem hún veit ekkert, hvar er niður- komin. Þar hitta þeir Ellen og ræða við hana um atburðinn, og af hverju hún hafi ekki verið úti kvöldið áður til að horfa á flugeldana. Þeir leita nú víða í húsinu og finna þar loks mörg bréf frá unnusta Nick. 1 þeim finna þeir sönnun þess, að Michael hafi arfleitt hana, og þykir Poirot það vera góðar upplýsingar fyrir þá. Þeir fara nú til Nick og tjá henni, að þeir hafi ekki fundið erfðaskrána. Þá man hún allt í einu eftir því, að hún hafði sent hana til Charles Vyse lögfræðings, en hann neitar að hafa fengið hana. Croft, sem gerði erfðaskrána með Nick, staðhæfir að hann hafi sent hana til Vyse. Weston yfirlögregluþjónn kemur og ræðir við Poirot. „Ég vænti þess, að sakleysi mitt sé sannað á fullnægjandi hátt,“ sagði Callenger, og brá fyrir glettni í augum hans. Poirot brosti sviplitlu brosi við hinum hraust- lega manni, sem sat andspænis honum. „Þér fóruð frá Devenport, þegar klukkan var rúmlega hálf níu. Þér komuð hingað klukkan fimm mínútur yfir tíu, tuttugu mínútum eftir að glæpurinn hafði verið framinn. En vegalengdin frá Deven- port hingað er aðeins röskar þrjátíu milur, og þér hafið oft farið þessa leið á einni klukkustund, þar eð vegurinn er góður. Svo að þér sjáið það, að það er fjarri þvi, að fjarvist yðar sé sönnuð.“ „Ja hver —.“ „Þér skiljið, — ég leita mér allra hugsanlegra upplýsinga. Eins og ég segi: fjarvist yðar er alls ekki sönnuð. En hér kemur ýmislegt annað til greina, en að sanna fjarvist sína. Mér skilst að þér hafið í huga að giftast ungfrú Nick?“ Challenger roðnaði við." „Það hefir alltaf verið heitasta ósk mín,“ sagði hann hárri rödd. „Stendur heima. En meðal annara orða: ungfrú Nick var trúlofuð öðrum manni. Ef til vill ástæða til að drepa hinn manninn. En það þarf ekki svo að vera — hann deyr eins og hetja.“ „Svo að það er satt — að Nick hafi verið trúlofuð Michael Seton? Sú fregn hefir flogið um bæinn í morgun.“ „Já, -— það er einkennilegt, hve fljótt tíðindi berast út. Yður hafði ekki komið þetta í hug áður?“ „Ég vissi, að Nick var trúlofuð einhverjum — hún sagði mér það sjálf fyrir tveim dögum. En hún lét ekkert uppi um það við migr hver maðurinn væri.“ „Það var Michael Seton. Og nú hefir hann skilið við hana. Og mér dettur í hug, að það sé ákaflega heppileg tilviljun. Frá yðar sjónarmiði, þá er ekki ástæða til að halda, að það verði ungfrú Nick að fjörtjóni. Hún grætur að vísu ástvin sinn nú, — en hún lætur huggast. Hún er ung. Og ég held, að hún hafi ákaflega miklar mætur á yður . . .“ Challenger þagði stundarkom. „Ef það skyldi vera . .sagði hann svo í hálf- um hljóðum. Minnstu ávallt mildu sápunnar I Ozolo Desinfector er ómissandi í vaska, sal- erni og i upp- þvottarvatnið. Ilmurinn gjör- breytir híbýl- um yðar. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. Avallt fyrirliggjandl. Binkaumboð: Jóh. Karlsson & Co. Sími 1707 (2 línurj. Laitozone baðmjólk mýkir vatnið og gefur yður mjúka og sterka húð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. li.f. Simi 3183.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.