Vikan


Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 35, 1943 |-v að var í aprílmánuði. Ung stúlka, nor- ræn yfirlitum og alvarleg, sat ein út við fagra strönd Lago Maggiore vatnsins og horfði á smágerðar öldur lauga steinana í flæðarmálinu. Lago Maggiore var sólgullið og rennilegur, fiskibátar þeyttust á öldunum og yfir við ströndina mótaði fyrir útlínum Barameons-kastalans í gylltum vatnsfletinum. Á Isola Bella ríkti sumarfegurð. Loftið angaði af blómailm og kvöldblærinn bærði laufið. Út úr garðinum bárust veikir mandólínstónar. Unga stúlkan úti við ströndina virtist ekki una sér þar mitt í fegurðinni. Hún litaðist óþolinmóð um eftir leiðsögukonu sinni, sem var á að giska fimmtug að aldri og fyrirmannleg yfirlitum. „Líttu á umhverfið, Regína! Finnst þér það ekki dásamlegt. Mér er næst að fórna höndum í bæn.“ „Biðja,“ hrópaði stúlkan, „um hvað ætti maður svo sem að biðja, frænka?" „Biðjið og yður mun veitazt, stendur þar,“ sagði frænkan. „Ég hefi enga reynslu í því, frænka. Ég hefi aldrei í lífinu orðið höggdofa af að- dáun. Lífið hefir leikið mig grátt — og þess vegna er ég þreytt á því.“ Fullorðna konan svaraði ekki játningu frænku sinnar. Hún tók hattinn af hæru- skotnu höfðinu og þurrkaði svitann af enni sínu, með vasaklút. „Þú hefir þá alltaf tækifæri til að dást að þessari fegurð,“ sagði hún svo litlu seinna. „Þessi dýrð er sköpuð fyrir þig til að dást að.“ „Hættu, frænka! Það er ekkert í heim- inum, sem gleður mig. Ég er orðin þreytt og leið á þessum heimi. Til hvers sendu pabbi og mamma mig eiginlega hingað? Þegar hjartað er orðið að steini í brjóst- inu, þýðir ekkert að breyta um verustað eða loftslag. Þú veizt líka, frænka, að ég fór nauðug í þessa ferð.“ „Það er satt. Þú vilt helzt vera heima, þar sem allt minnir þig á hann, sem þú verður að gleyma,“ sagði frænkan ákveð- in, — „en athugaðu bara hversu mikil fórn það var fyrir föður þinn að senda okkur báðar hingað. Og þvj fremur, sem verzlun- in hefir gengið illa undanfarið ár, og þar við bætist að hann þurfti líka að borga húsaleiguna mína, og þess vegna varð hann að taka lán.“ „Þetta var mjög vanhugsað af honum,“ sagði Regína og varð enn þjáningarfyllri á svipinn. „Það hefði verið mikið betra að deyja heima.“ „Deyja! Láttu mig ekki heyra þessa vitleysu. Þú ert ekki veik. — Það er bara hugarburður. Þú þarft aðeins að gleyma þessum undirforingja ...“ éDmásaga „Þú ert alltaf við sama heygarðshornið, frænka.“ „Ég skal hætta. Þú þarft bara að fá atvinnu og mátt ekki ganga upp í dag- draumum og vitleysu, — það getur gert þig geðveika." „Fyrirlítur þú mig, frænka?“ „Nei, langt þar frá, barn —- en ég veit, að þú hefðir gott af að fara að vinna. Og það skal ég segja þér, að ég er ekki hrifn- ari af þessu iðjuleysi en svo, að ég vildi mikið heldur vera kominn í skálann að kennslu.“ „Þú hefir áreiðanlega aldrei elskað, frænka, þú veizt ekki .. .“ Frænkan brosti. „Og þess vegna getur þú ekki sett þig í mín spor,“ bætti Regína við. „Þú getur ekki skilið, að fyrir unga stúlku er skil- naður við elskhugann sama og viðskilnað- ur við lífið. Og þegar ég hugsa til þess, að pabbi hefði getað látið mig vera án þessarar reynslu, þá koma fyrir augna- blik, sem ég hata hann.“ Brosið hvarf af andliti frænkunnar og það varð mjög alvarlegt. „Ást þín á Blom undirforingja snertir mig ekki,“ sagði hún alvarlega, „en þegar þú segist hata föður þinn fyrir, að hann fyrirbauð samband ykkar, þá hlýt ég að láta mig það máli skipta. Athugaðu að Blom er ekki sá fyrsti og eini, sem alls ekki getur gift sig öðruvísi, en að vera upp á aðra kominn. Þess vegna varð hann að finna það efnaðan tengdaföður, að hann gæti lifað á honum með fjölskyldu sína. Hann vildi fá tengdaföður, sem gæti þegar í stað borgað heimanmund konunnar út. Heldurðu að þú hefðir viljað sjá föður þinn selja eigur sínar til að fá þær í hend- ur eiginmanni þínum, sem heimanmund ijiiiii 111111111111111 ■•■iii imiiiiiiiiiiiniiiiiii j VITIÐ ÞÉR ÞAÐ? : 1. Eftir hvern er þetta erindi? 1 Ekki er margt, sem foldar frið § fegur skarta lætur, | = eða hjartað unir við eins og bjartar nætur. I 2. Hvenær tók rafveitan við Sog til 1 § starfa ? = í 3. Hvað er langt frá Reykjavík, fyrir : Hvalfjörð, um Geldingardraga, að | I Grund í Skorradal? i : 4. Hverrar þjóðar var tónskáldið Richard i Wagner, og hvenær var hann uppi? i i 5. Hvenær var Maria Stúart hálshöggvin ? i i 6. Hvar er talið að kaffirunninn hafi átt : i sín frumheimkynni ? i 7. Hvað er mesta sauðfjárræktarland i | heimsins ? i i 8. 1 hvaða landi er silfrið mest unnið? i i 9. Hvenær fengu Irar sjálfstjórn? f i 10. Hvenær var Fiskifélag Islands stofn- : í að? f Sjá svör á bls. 14. III<IIIIIIIIIIIIII1IIIIII«IIII«IIIIIIIIII|1|IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1H(>>MHHIIIII þinn? Hvað átti svo að verða um móður þína og systkini?“ „Um það hugsaði ég ekki, en ég veit, að pabbi hefði getað látið þá peninga, sem Blom hefði farið fram á.“ „Þú getur verið viss um, að faðir þinn hefði ekki getað það. Ég fullyrði, að for- eldrar þínir hafa lifað svo ríkmannlega, að þú gerir þér ekki grein fyrir því. Um ást þína á Blom vil ég ekki tala — hann er sjálfsagt elskuverður maður — en hversu góður hann er veit ég ekki, en ég vona að svo sé — og ég efast ekkert um, að ég hefði getað orðið hrifinn af honum, þegar ég var á þínum aldri. En, að ég hefði mist alla stjórn á sjálfri mér og verið jafn ósanngjörn í garð föður míns eins og ,þú, held ég, að ég hefði aldrei orðið.“ Regína grét, en frænkan lét, sem hún sæi það ekki. „Og eins og ég sagði þér,“ bætti húa við,“ þá er það alger uppgjöf, að láta smá- munina hlaupa með tilfinningarnar í gönur.“ Regína grét, ekki af sorg, heldur reiði. Hún gat ekki borið fram nokkur mót- mæli. ,,Þú ert miskunnarlaus, frænka,“ sagði hún snöktandi. > Frænkan þagði. Hún virtist hafa vakið geðshræringu hjá Regínu, til að fá hana af hugarvílinu, þegar ekkert annað dugði. „Taktu það ekki illa upp fyrir mér, Regína,“ sagði hún mildara, „en það er nú svo, að lífið leikur ekki alltaf við okkur, og þess vegna verðum við að taka því, sem að höndum ber með þolinmæði.“ „Frænka, við munum aldrei skilja hvora aðra, „sagði Regina. „Þú, sem aldrei hefir elskað, skilur mig ekki.“ „Segðu þetta ekki, Regina, ég hefi líka verið ung.“ „Þú hefir alltaf haft steinhjarta,“ sagði Regina biturlega. „Á engan hátt, Regina,“ sagði frænkan rólega, „ég hefi líka elskað — ég get vel sagt þér það — og við vorum leynilega trúlofuð í sex ár.“ Regina reis á fætur. „Drottinn minn! í sex ár! Hvers vegna giftuð þið ykkur ekki?“ „Hvers vegna! Af því, að við höfðum ekki efni á því. Hann var líka undirforingi — við vorum æskuvinir — hann var bezti náungi fyrir utan galla, en hann gat ekki framfleytt fjölskyldu og beið eftir liðs- foringjatitlinum. Og einn dag, þegar ég var tuttugu og fimm ára, kom hann til mín og sagði: „Föðurbróðir minn á vax- andi fyrirtæki í Ameríku, hann bauð mér stöðu við það og svo góð laun, að ég get strax stofnað okkar eigið heimili. Viltu koma með mér, Julie, ef ég geng úr hern- um og fer?“ „Það var freistandi. Við höfðum lengi verið trúlofuð leynilega og ég var hrifinn af Ameríku. Það stóð aðeins á, einu; móðir mín var veik heima, og hún gat ekki án mín verið, og hún hefði aldrei afborið að Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.