Vikan


Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 35, 1943 5 «j Pramhaldssaga |* <twtwf»4NNNNþ4NNfr4NNfcHtKtwtHtHtHtHt>4NNNNNNNNNfcHtKtHtK& 14 Konan í Glenns-kastala P^<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<$><Q<P<P<P<P<P4P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P4Í><P<P<P<P*P<P<P<P<P<P<P<P<P<P<P ASTASAQA - Barbara vildi gjaman taka boðskap prestsins vel, hún reyndi að hlusta á hann með eftirtekt, og leit vingjarnlega til gamla föður Matthews, því hún vissi, að hann gerði það í góðri trú, að reyna að hughreysta hana. Hún var næsta undrandi yfir sjálfri sér, en hún gat ekki að því gert, að henni var ekki um þessa' heimsókn hans gefið í dag. Hvemig gat líka, þessi litli vesældar- legi maður, sem áreiðanlega hafði aldrei þekkt af eigin reynsiu til slíkra þjáninga, sem nú fylltu huga hennar, og þær sorgir, sem gera líf mann- anna svo sársaukakennt, að geta skilið sorg henn- ar? Hvernig gat hann gert sér grein fyrir því, hvernig hugarástand konu er, sem reynt hefir annað eins og hún, að fara með mattni sínum glöðum og hamingjusömum af stað að heiman, og sjá hann svo liðið lik fyrir fótum sér eftir nokkrar minútur ? Og hvemig gat hann skilið til- finningar móðurinnar, sem haldið hafði á yndis- legn og frísku barni sínu, en horft svo á það liðið og sundurkramið á næsta augnabliki? ,,Ég forherði ekki hjarta mitt, faðir Matthews, en það er sundurkramið af harmi,“ sagði hún. ,,Guð hefir lagt heimili mitt og hamingju í rústir, hann hefir fótum troðið mig; getið þér undrað yður yfir því, þótt ég sé hrygg eftir þennan hryllilega atburð?“ Hún talaði rólega en ákveðið, og Ethnee, sem þrýst hafði sér fast upp að öxl stjúpmóður sinn- ar, brast í grát við orð herínar. „Hjarta mitt og Patricks er líka sundur kram- ið,“ sagði hún snökktandi. „Pabbi okkar er dáinn og litli fallegi bróðir líka; hann var svo yndis- legur þessi litli engill, ó, hann var svo yndis- legur!“ Litla stúlkan var komin með ekka, og Barbara lagði hönd sína móðurlega um háls henni. „Gráttu ekki svona, Etlmte mín,“ sagði hún. „Það er sama hversu mörg tár við fellum, við fáum þá ekki aftur fyrir því.“ „Nei, það er nú einmitt það, það er þp*ð hræði- legasta, að þeir koma ekki aftur “ sr.ökkti barnið áfram, „það er alls ekkert, sem gotur hjálpað okkur, það er hreint ekkert, sem við getum gert.“ Patrick reis upp: „Jú, ég veit um eitt, sem við getum gert,“ sagði hann. „Við getum skotið hestinn, þetta er alit saman honum að kenna. Bara ef þú, mamma, gefur leyfi til þess, þá gerir Mike það á augabragði.“ Hann horfði fullur eftirvæntingar og áhuga á Barböru, en hún hristi bara höfuðið. „Nei, Pat- rick,“ sagði hún, og varð illt við að hugsa um þennan hest, sem Pierce hafði haft svo mikið dálæti á, „faðir þinn hélt svo mikið upp á Daisy, við skulum lofa honum að lifa.“ „Maður á ekki að hefna sin á dýnmum, dreng- ur minn,“ sagði faðir Matthews, „þar að auki veizt þú vel, hvað stendur í biblíunni: að maður á aldrei að hefna harma sinna, heldur bera þá með þolinmæði og án möglunar, og okkur er ó- hætt að trúa því, að það er það bezta, sem skeð hefir; timi föður þíns hefir verið kominn; herr- ann hefir kallað hann til sín, og hann varð að hlýða skipun hans.“ „Já, það getur verið, en bamið, litla barnið mitt,“ sagði Barbara, og horfði spyrjandi á prest- inn. „Hver getur skilið þetta með það, að því skyldi ekki vera leyft að lifa lengur? Hver get- ur skilið það?“ „Hann var aðeins nýbyrjaður að brósa," sagði Ethnee og fór aftur að gráta. „Ó, ég þrái hann svo mikið,“ hélt Barbara Forsasa : Howard Burton kemur að ® ' kveðja Barböru Carvel. Hann er að fara til Suður-Afríku. Hún bjóst við, að hann mundi biðja sín og varð fyrir miklum vonbrigðum, er hann gerði það ekki. Þegar hann er farinn heimsækir Barbara móður hans. Er Barbara kemur heim, hefir Pierce Maloney verið fluttur þangað, en hann meiddist í bifreiðarslysi þar rétt hjá. Vinur Maloney, Revelstone lá- varður, heimsækir hann, og Pierce segir honum, að hann sé ástfanginn í Barböru og muni byrja nýtt líf, ef hún vilji giftast sér. Revelstone er ekkert hrifinn af þessu og flýtir sér að kveðja. Pierce tjáir Barböru ást sina og þau giftast skömmu seinna. Hann gefur henni stórgjafir og er þau giftast var veizla haldin hjá Ann frænku hennar. Þegar Barbara er að búa sig í brúð- kaupsferðina, kemur frú Burton upp til hennar og ásakar hana fyrir trúleysi gagn- vart Howard. Áður en hún fer lofar Bar- bara að lána henni peninga. 1 brúðkaups- ferðinni eys Pierce út peningum í skemmt- anir, en þegar Barbara biður hann um 150 pund verður hann hvumsa við, en lætur hana hafa ávísun. Síðan fara þau til Ir- lands. Þegar þau koma í Glennskastala verður Barbara fyrir miklum vonbrigðum, er hún sér, hve allt er fátæklegt og tötra- legt. Svo fær hún að vita, að Pierce er ekkjumaður og á tvö böm, en hefir leynt hana þessu öllu. Hún veit ekki enn, hve fátækur maður hennar er og talar um að breyta öllu og færa í lag, en Pierce fer und- an í flæmingi og vill ekkert um fjármál þeirra tala. En þó kemur að því, að hann verður að játa það fyrir henni, áð hann sé fátækur, og reiðist ríún honum fyrir að hafa ekki sagt sér frá því fyrr. Barbara fær bréf frá Howard Burton, og þar tjáir hann henni ást sína. Hún ásakar sig nú harðlega fyrir bráðlæti sitt, að hafa gifst Pierce Maloney. Faðir Matthews reynir að hughreysta Barböru og vekja ást hennar á heimilinu. Hún fet nokkru síðar í heim- sókn til Revelstones lávarðar, vinar Pierce, og ræða þau ýmislegt saman. Nú líður tím- inn, Pierce hefir verið arfleiddur að 1000 pundum, og tekur Barbara nú til óspiltra málanna við að lagfæra heimili sitt. Börnin hafa tekið ástfóstri við hana, og hún er orðin mjög hamingjusöm. Hún gengur með bami og bíður þess með eftirvæntingu að vera móðir. Þau Pierce hafa nú lifað mjög hamingjusömu lífi um hríð, og eiga orðið 3ja mánaða son. En svo kemur sorgin eins og reiðarslag yfir Barböru, og hún missir bæði manninn og bam sitt af slysförum. áfram. „Guð hefir gefið mér þungbæra reynslu, sem ég veit að ég afber ekki.“ „Þetta finnst manni alltaf, þegar sorgin ber að höndum," sagði gamli presturinn dapurlega. ,,Ég veit, að þér komist yfir þessa erfiðleika, með guðs hjálp barnið mitt, og berið sorg yðar með hugprýði. Þér hafið jafnan borið yður vel í erfið- leikum yðar síðan þér komuð í Glenns-kastala; þér verðið bara að vera þolinmóðar, og ég er viss um að þér reynið að gera yðar bezta til þess að bera þetta áfall yðar drengilega. Ég kem svo aftur i kvöld til að vita, hvernig þér hafið það.“ Barbara svaraði ekki siðustu orðum prestsins, þegar hann fór. En eftir nokkrar minútur fékk hún aðra heimsókn. Það var Revelstone lávarð- ur, sem kominn var. „Ó, frú Maloney," stundi hann með klökkva í rómnum, „ég frétti ekki fyrr en í morgun þessi sorglegu tíðindi, að minn einlægi, góði vinur væri látinn, og ég kom hingað eins fljótt og mér var mögulegt; ekki af því, að ég héldi að ég gæti hughreyst yður með komu minni, heldur af því, að ég sjálfur er svo hryggur. Pierce var bezti vinur minn, sá einasti, sem ég bar traust til; við- höfum þekkt hvorn annan í mörg ár. Ég skil vel, hvað þér hafið misst, og hvað þér hafið að trega, þegar hinn elskulegi og hjartan- legi maður yðar er horfinn frá yður.“ Hann beygði sig í lotningu og tók hönd hennar og bar hana upp að vörum sér. Barbara skildi það naumkst, hvernig á því stóð, að það var eins og sorg hans styrkti hana meira, heldur en allt guðræknistal föður Matthews gamla. En þegar hún horfði á hann varð henni hugsað til þess, þegar hún hafði verið heima hjá honum, og hann hafði sagt hin spámannlegu orð við hana, að allt væri forgengilegt, og að aldrei mætti treysta of mikið á hamingjuna, því hún væri hverful, og að allt væri hégómaskapur og blekk- ing. Þá hafði hún verið hamingjusöm og ekki búist við því, að svo fljótt mundi draga ský fyrir sólu. Og þegar hún sá nú hið dapurlega augnaráð hans, sem hvíldi á henni, þá flaug henni í hug, að hann væri líka að hugsa um þetta sam- tal þeirra. „Þér hafið haft rétt fyrir yður,“ sagði hún, „þegar þér sögðuð mér, að það væri varasamt að treysta of mikið á hamingjuna, því hún gæti blekkt mann. Ég lagði lítið upp úr orðum yðar þá, ,en nú sé ég, að þér hafið sagt sat.t.“ Revelstone lávarður fór hjá sér, hann óskaði með sjálfum sér, að hann hefði aldrei minnst á þessa hluti við hana, og að hann hefði ekki látið hana heyra svartsýni sina á lífinu. En hann hafði á engan hátt átt við hamingju hennar og Pierce, það var svo langt þvi frá, en það höfðu aðeins verið sorgir hans sjálfs, sem skapað höfðu honum þessa lífsskoðun, og hann gat ekki dulið hana fyrir neinum, þótt hann feginn vildi, hann gaþ ekki verið glaðlegur í samræðum og réði ekki við það, þótt umræðurnar leituðu alltaf í þennan farveg. „Gleymið þér því, sem ég sagði þá,“ sagði hann með rósemi i röddinni. „Af hverju á ég að gera það?“ sagði Barbara biturt, „þetta var alveg ré'tt, sem þér sögðuð. Þá hélt ég, að hamingja mín væri óendanleg; ég hélt, að ég fengi að hafa Pierce hjá mér í mörg ár ennþá, og að ég fengi að njóta hamingjupnar, sem mér var færð með fæðingu litla drengsins, og að ég mundi hafa gæfuna með mér hvert sem ég færi; en hvemig gat ég annars verið svona bjartsýn? Maðurinn minn er dáinn og litli drengurinn minn líka, og nú skil ég, að hamingjan hér á jörðinni er jafn hverful og sólargeislinn, sem skín um stund, en hverfur svo á bak við ský á næsta augnabliki. Allt eru vonbrigði og lífið sjálft hégómi og tilgangsleysi." Revelstone lávarður var næsta undrandi og óttafullur yfir geðshræringu þeirri, sem Barbara var í, hann stóð magnlaus gagnvart þessari djúpu örvæntingu hennar; meira að segja börnin, sem vom full af sorg og kvíða, voru óttaslegin yfir þessari ofsafullu sorg stjúpu sinnar. „Farið þið út i trjágarðinn, börn," sagði Re- velstone. „Þar er bifreiðin mín; þið skuluð biðja ökumanninn um, að fara með ykkur svolítinn spöl í henni hérna um nágrennið." Patrick ljómaði strax upp af fögnuðu, það var nýstárleg skemmtun fyrir þau, að aka í svona fallegri bifreið. Ethnee leit til stjúpmóður sinnar, eins og til að fullvissa sig um, að það væri henni

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.