Vikan


Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 35, 1943 13 Framhald af bls. 4. ég færi. Og því varð ég að neita elskhuga xnínum.“ „Að þú skyldir gera það, frænka!“ „Góða mín, við getum allt, aðeins ef við viljum — ég var kennari og hafði alltaf fórnað mér fyrir aðra — og það kom að góðu haldi.“ „Og fór hann, þrátt fyrir það.“ „Já, hann fró. Til að byrja með skrifuð- umst við á — en svo hætti það. — Seinna frétti ég að hann hefði gifst amrískri stúlku.“ „Fékk það ekki á þig, frænka?“ „Fyrst í stað. En ég sá, að hann hafði gert rétt. Hann þurfti að eignast heimili og hafði beðið lengi eftir mér. Og ég tók það ekkert nærri mér. Það var farið að fyrnast yfir ástina þessi ár.“ „Þú segir það, frænka, af því að þú vezt ekki hvað ást er. Hrein ást nær út yfir gröf og dauða. Hún slokknar aldrei. Við munum elska hvert annað til hinztu stund- ar, þó að við verðum aðskilin. Aðeins einskisverðir peningar aðskilja okkur.“ „Góða mín,“ sagði frænkan. „Peningar eru, út af fyrir sig, hvorki viðbjóðslegir né lítilsverðir. Það eru mennirnir, sem eru hvoru tveggja og oftast fyrir fáfræði sína, og af því skapazt vandræðin.“ „Þú ert kaldlynd, frænka — það er af því, að þú skilur þetta ekki. Og þú þekkir hann ekki — þú veizt ekki hvað hann er góður og tryggur . ..“ „Við skulum ekki tala meira um hann. Reyndu aðeins áð gera þig sterka og hrausta. Og þið eruð bæði ung. Hver veit nema sá tími komi, að ást ykkar fái að njóta sín. Það er aldrei vonlaust fyrir þann, sem kann að bíða!“ „Bíða lengur! Þá verð ég komin undir græna torfu . .“ Þær stóðu báðar upp og gengu með ströndinni í áttina að gistihúsinu, þar sem þær bjuggu. „Komdu inn, við skulum athuga póstinn. Ég vónast eftir bréfi frá mömmu,“ sagði Regína. Shirley Temple- myndir. Myndin til vinstri: f Prófessorinn horfir annars hugar á Broshýr litlu, þar sem hún er að veiða í tjörn, rétt hjá skilti, sém á var letrað „Strang- lega bannað að veiða í vatninu“. Myndin til hægri: „Hvaða stúlka er þetta ? “ spurði kona götuspilarans, þegar hann kom með litlu stúlkuna heim með sér. „Ertu orðinn barnræn- ingi ?“ „Hún er munaðarleysingi,“ svaraði hann vandræðalega. „Ég er enginn barnaræningi, það var öllu heldur litla stúlkan, sem rændi mér.“ „Já, en við skulum gleyma allri sorg og andstreymi og njóta þeirrar dýrðar, sem við höfum hér. — Nú eru trén heima orð- in ber og eyðileg og jörðin grá. En hér erum við í Paradís.“ „Og samt vildi ég heldur vera heima, frænka.“ Þær fóru inn og tóku póstinn. Regína fékk bréf frá móður sinni, eins og hún bjóst við og settist út í horn og las það. Frænka fékk líka bréf, og þegar hún hafði lesið það, ljómaði andlit hennar og hún skotraði augunum í hornið til Regínu. I bréfinu stóð meðal annars, að Blom undirforingi hefði opinberað trúlofun sína með fyrrverandi frú Hilding, sem var 15 árum eldri en hann, — en eignir hennar námu allt að hálfri milljón. Dægrastytting Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 27. Nýtt skeyti frá Georg-: Sjá lausn á bls. 14. Orðaþraut. ARK A T AÐI ALD A TÓRI ARÐ A FUND V I K A N A Ð S UNDI ÉTUM Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð, og er það nafn á jökli. Sjá lausn á bls. 14. Kjálkarnir mínir. Einu sinni var prestur á kirkjustað. Hann hafði þann sið, að hann lét taka allan gröft, sem kom upp úr kirkjugarðinum hjá sér og brenna honum. Einu sinni sem oftar var lík grafið að kirkju hans, kom þá fyrir gröftur og var hann hirtur af eldakonunni eftir boði prests. En með því að gröfturinn hafði vöknað, annaðhvort af rigningu eða snjókomu, er hann var tekinn upp, gat elda- konan ekki brent honum þegar, og varð að hafa hann við eldinn og á hlóðarsteinunum til að þurka hann. Meðan á þessu stóð, heyrði eldakonan, er hún var að elda í rökkrinu, að sagt var með veikri röddu einhversstaðar nærri hlóðunum: „Kjálkamir mínir, kjálkarnir mínir.“ Þessi orð heyrði hún í annað sinn tvítekin. Fór hún þá að svipast um mannabeinin, er lágu kringum hlóðin hjá henni, hvað þessu mundi olla, en fann þar engan mannskjálka. Þá heyrði hún sagt í þriðja sinni: „Æ, kjálkarnir mínir, kjálkamir mínir.“ Fer hún þá og leitar enn betur, og finnur 2 sam- fasta barnskjálka, er þokazt höfðu af hlóðar- steininum ofan í annað hlóðarvikið, og voru nærri famir að brenna. Skilur hún þá, að svipur bams þess, er átti kjálkana, muni ekki hafa viljað, að þeir brynni. Síðan tekur hún kjálkana og vefur þá í lini, og kemur þeim ofan í gröf, er næst var grafið í kii-kjugarðinum. Eftir þ'etta bar ekki á neinum reimleika. (J. Á. þjóðsögur). Vísan um „hann“. 10. Hann er að tinda hrífumar, hann er að vinda’ af snældu, hann er að binda hófamar, hann er að synda móðumar. RSndils-vísa. Rassvisinn töglar roðin hörð, rassvisinn herðir náragjörð, rassvisinn drekkur rjóma ei, rassvisinn aldrei kyssir mey, rassvisinn vísur raulað gat, rassvisinn oft í myrkri sat. (Isl. skemmtanir Ó. Dav.). Að skipta ástum. Listamaðurinn heldur fingrunum á annari hvorri hendi fast saman. Hann verður að halda fingmnum beinum og höndin má hvergi koma við. Það er listin að hreyfa hvem fingur eftir annan, frá hinum, hvem fast að öðrum, þannig að þeir, sem eftir em, séu grafkyrrir og fast saman. Listamaðurinn byrjar t. a. m. á litla fingri, þokar svo baugfingri fast að honum og mega sleikifingur og langataung ekki haggast á meðan. Sagt er að þeir séu ekki við eina fjölina felldir í ástamálum, sem geta skipt ástum lag- lega. (Islenzkar skemmtanir. Ó. Dav.). Vofan. Einu sinni voru hjón, sem áttu eina dóttur bama. Á bænum var vinnumaður, sem hafði hug á henni, en það var henni móti skapi og var hún honum afundin. Það bar til einn jóladag, er fólk

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.