Vikan


Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 14

Vikan - 02.09.1943, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 35, 1943 fór til tíða, að vinnumaður viidi reíða bóndadótt- ur yfir á, sem var á leiðinni. Það vildi hún ekki, og bað heldur gamlan mann, sem var í ferðinni, að reiða sig yfir ána, og það gjörði hann. Þá sagði vinnumaður: „Ég skal reiða þig um önnur jól, þó þú viljir ekki.“ Eftir jólin dó vinnumaður og bar ekki til tíðinda, fyrr en á jólanótt hina næstu var barið á dyr hjá bónda. Út var gengið, og sást enginn maður. Svona fór þrisvar; í fjórða sinn er barið. Mælti þá gamli maðurinn til bónda- dóttur: „Nú mun sá kominn, er vill finna þig, sá, sem hét, að reiða þig til kirkju; og er þér bezt, að ganga út til hans; en ekki skalt þú svara því, þó hann tali til þín.“ Hún gjörði svo, gengur út og sér gráa vofu á hlaðinu. Hún tók til hennar og setti hana á hest fyrir aftan sig. Þá segir hann: „1 holu, í holu.“ Svona reiddi hann hana langa leið og sagði: „Hvað hangir í hnakka mínum, Gárún, Gárún?“ En þegar hann kom að kirkjugarðshlinðinu, reið hann þar inn um, en þá fleygði hún sér ofan, og skildi þar með þeim. (J. Á. þjóðsögur). Karl og kerling. Tvö tröll framan úr Breiðafjarðardölum tóku sig til eina nótt og brugðu sér vestur yfir Breiða- fjörð, vestur í Flateyjarlönd. Sóttu þau þangað ey eina, sem þau ætluðu að gefa Snóksdalskirkju og fara með hana með sér suður í Snóksdals- polla. Þeir eru fyrir norðan mynnið á Hörðu- dal í Breiðafjarðardölum, við Hvammsfjörð. Karlinn gekk á undan, og teymdi eyna, fen kerl- ingin rak á eftir. Nú segir ekki af ferðum þeirra, fyrr en þau voru komin með eyna suður yfir Breiðafjörð, og inn á Hvammsfjörð. En þegar þau voru komin með hana framundan Staðar- felli, dagaði tröllin uppi, svo eyan varð kyrr í Staðarfellslöndum, og er hún þar enn í dag, og heitir Lambey. Karl og kerling urðu við það bæði að steindröngum, karlinn fyrir innan eyna, því hann var á undan, og er bilið svo lítið milli hans og eyarinnar, að, þar má stíga á milli; karlinn er sjálfur hár og mjór steindrangi. Kerlingin varð að steindrangi fyrir utan eyuna, og er hún lengra frá eynni en karlinn; hún er og nokkru lægri, en hann, en góðum mun gildari. Drangar þessir heita enn Karl og kerlin. (J. Á. þjóðsögur). Úr ýmsum áttum. 198. krosspla Vikunnar. — 19. tímabil. — 21. ofanálag. — 24. hreyfið. — 26. vantreysti. — 28. drekk. — 32. læsingum. — 33. skeyta saman. — 34. setja upp vörzlur. — 35. hlýjað. — 36. höll. — 38. staur. — 39. ekki margir. —■ 40. þrautin. — 42. óslétt. — 45. hljóð. — 47. mælum. — 50. lendar. — 52. rindar. — 54. hjarir. — 58. flækju. — 59. á fiskum. — 60. syrgir. — 61. dúk. — 62. stöng. — 64. fión. -— 65. ómjúkt. — 66. beltið. — 68. fjártaka. — 71. mannsnafn. — 73. þingdeild. — 76. g'at. Lóðrétt skýring: 2. fer á sjó. — 3. tilfallina eign. — 4. kreppt hönd. — 5. frosin. — 6. hel. — 7. veiðarfæri. — 8. umferð. — 9. ending. — 10. frárennsli. — 12. geira. — 13. laup. — 14. talgefin. — 16. hindra. Lárétt skýring: 1. saup. — 6. hérað við Breiðafjörð þgf. — 11. miklar. — 13. fuglar. — 15. tónn. — 17. dylji. — 18. vagg. — 19. orka. — 20. mörg. — 21. leikin. — 23. straumkast. — 24. loga. — 25. til styrk. ■— 27. fatinu. — 29. itak. — 30. röng. — 31. hamast. — 34. lagt. — 37. æfir. — 39. fjatlægð. — 41. tveir samhljóðar. — 43. kvenheiti fomt. — 44. óska. — 45. hljóð. — 46. ótt. — 48. hólbúa. — 49. kvika. — 50. leikslok. — 51. úr- valsrétt. — 53. viss grein tölu- orða. — 55. knöttur. — 56. ógæfa. — 57. leituðu uppi. — 60. erfiði. — 63. fjölda. — 65. góðglaðir. — 67. væta. — 69. lastmælis. — 70. forar. — 71. fisk. — 72. gæfa. — 74. kona. — 75. grynning. — 76. stólpi. — 77. blær. — 78. ungu hrossin. Lausii á 197. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. háska. — 6. þræta. — 11. spark. — 13. Leirá. — 15. ef. — 17. árna. — 18. ofsi. — 19. sæ. — 20. fýl. — 22. tal. — 23. fat. — 24. áin. — 25. skýrari. — 27. traustu. — 29. auða. — 30. naum. — 31. rukka. — 34. eldur. — 37. malla. -— 39. greið. — 41. ár. — 43. rölt. — 44. amir. — 45. S. A. — 46. rós. — 48. pat. — 49. rak. — 50. upp. — 51. alvæpni. — 53. prangar. — 55. reif. — 56. egna. .— 57. fliss. — 60. mætan. — 63. innar. — 65. Þórir. — 67. ám. — 69. gæla. — 70. rauð. — 71. áð. — 72. tók. — 74. rit. — 75. ann. — 76. ólu. — 77. atgeiri. — 78. snarpar. Lóðrétt: — 2. ás. •— 3. spá. — 4. karta. — 5. arnar. — 6. þefar. — 7. rista. — 8. æri. — 9. tá. — 10. refsa. — 12. kali. — 13. loft. — 14. bæn- um. — 16. fýkur. — 19. situr. — 21. lýðum. —24. ásauð. — 26. rakar. — 28. undir. — 32. klöpp. — 33. allan. — 34. ermar. — 35. leika. — 36. gár- ar. — 38. átti. — 39. garp. — 40. dapra. —- 42. róleg. — 45. spann. — 47. svili. — 50. uggar. — 52. æfing. •— 54. netið. — 58. snæri. — 59. salir. — 60. móann. — 61. æruna. —- 62. gáta. — 64. rati. — 65. þras. — 66. æður. — 68. mót. — 71. ála. — 73. kg. — 76. óp. Konungur nokkur var mjög eyðslusamur, og hlaut hann því að leggja nýja skatta og álögur á þegna sína, til þess að geta fullnægt löngun sinni til muriaðarlífs. Eitt sinn var hann á dýraveiðum, og mætti hann þá bónda, sem ekki þekkti hann, og gaf konungur sig á tal við hann. Brátt varð tíð- rætt um hina nýju skatta, og spurði konungur bóndann, hvemig honum litist á þá. „Það er píningarsagan öfug,“ mælti bóndi. „Þar leið einn fyrir alla, en hér líða allir fyrir einn.“ Bóndi nokkur reið í kaupstað, og varð þar dmkkinn. Þegar hann ætlaði heim, lagði hann hnakkinn öfugan á hestinn. Félagar hans sögðu honum til þess, en hann brást reiður við og sagði: „Hvað varðar ykkur um það? Vitið þið hverja leiðina ég ætla að ríða?“ Maður nokkur sá, hvar lítill snáði var há- grátandi, og gengur til hans og spyr: „Af hverju ert þú að gráta drengur minn?“ Drengurinn: „Ég týndi krónu áðan.“ Maðurinn: „Héma er króna handa þér í stað- inn, góði minn — en því hættirðu nú ekki að gráta?“ Drengurinn: „Hefði ég ekki týnt hinni krón- unni, þá ætti ég núna tvær.“ Stór japanskur sjónauki Japanir skildu hann eftir. Þennan gríðarstóra sjónauka, sem ameríski hermaðurinn heldur á, skildu Japanir eftir, þegar þeir voru loks hraktir frá Buna í Nýju Guineu. Svar við orðaþraut á bls. 13. HOFSJÖKULL. HARK A / OTAÐI F ALD A STÓRI J ARÐ A ÖFU ND KVIKA UNAÐS LUNDI LÉTUM Ævintýri. Georgs. Skeytið hljóðar þannig: Þeir era famir að siást. Svör við spurningum á bls. 4. 1. Þorsteinn Erlingsson. 2. 25. okt. 1937. 3. 104 kílómetrar. 4. Hann var þýzkur og var uppi frá 1813 til 1883. 5. Árið 1587. 6. 1 Abessíníu. 7. Ástralía. 8. 1 Mexikó, 9. Árið 1922. 10. Það var stofnað 20 febrúar, 1911.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.