Vikan


Vikan - 09.09.1943, Side 1

Vikan - 09.09.1943, Side 1
Nr. 36, 9. september 1943 Landsbókasafn íslands „Söfn eru lykill þekkingar og fróðleiks,“ sagði Jón Jacobson, landsbókavörður, og svo var og skoðun upphafsmanna Landsbókasafnsins, peirra Schlichtegroll, aðalritara við hið konunglega vísindaakademí í Miinchen, og Karls Kristjáns Rafns, hins merka danska fræðimanns og sanna íslandsvinar, sem öllum öðrum mönnum fremur verður að teljast „faðir“ safnsins. Iminningarriti Landsbókasafns Islands 1818—1918, sem Jón Jacobson, lands- bókavörður skrifaði, segir meðal ann- ars um tildrög og upphaf safnsins: „Eftir því sem fram liðu stundir, sáu Norður- landabúar og aðrar þjóðir af germönskum kynstofni æ betur, hvílík gullnáma hin fornu íslenzku sagnarit, eddurnar og skáldakvæðin voru fyrir þekking á fortíð þeirra, en sú uppgötvun ól aftur hjá mörg- um mætum manninum hlýtt hugarþel til lands vors og þjóðar, sem fóstrað höfðu slíkan fróðleik og geymt hann í miðald- anna myrkri. Áhrif hinna fornnorrænu ís- lenzku fræða fóru með tímanum sívax- andi og í lok átjándu aldar og byrjun nítjándu aldar er svo komið, að þau eru tekin að setja 'mót sitt á ýmsa andlega skörunga, skáld og vísindamenn, á Norður- löndum .... Jarðvegurinn var þannig smám saman búinn undir hinn mikla vöxt, sem forn-íslenzkt fræðinám tók meðal erlendra þjóða, þegar fram leið á nítjándu öldina, og því hugarþeli til lands og þjóð- ar, sem það nám skapaði, á Landsbókasafn Islands að þakka tilveru sína, því að hefðu ekki erlendir fræðimenn gerzt for- vígismenn þess fyrirtækis, þá eru allar líkur til, að stöfnun þess hefði dregizt um langan aldur, ef til vill allt þar til ísland fékk f járforræði, eftir öðrum framkvæmd- um að dæma í þarfir íslenzkrar menningar um þær mundir." Til er langt bréf frá Friedrich Schlich- tegroll í Miinchen, dagsett 22. ágúst 1817, ritað dr. Munters, Sjálandsbiskupi. Þar íeggur Schlichtegroll til, „að stofnað verði Sjá bls. 2 og 3.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.