Vikan


Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 37, 1943 I Lundúnaþoku IlKið var enginn minnsti vafi á því, að ég llllr var orðinn rammvilltur. Allt í kring- um mig var þokan eins og veggur, ég sá ekki einu sinni niður fyrir fætur mér, hvað þá lengra. Allt í einu fannst mér eins og einhver gengi fram hjá mér, eða blátt áfram strykist við hlið mína; ég heyrði fótatak rétt hjá mér, og mér sýndist móta fyrir einhverri mishæð í þokunni. Ég staðnæmd- izt af þessari óvæntu truflun, ég hafði haldið að ég væri hér aleinn á ferð, og að enginn væri hér nálægur. Rétt í þessu heyrði ég glaðlegan hlátur úti í myrkrinu, spölkorn frá mér, en ég sá engan. Ég heyrði það greinilega, að þetta var kven- maður sem hló, röddin bar því vitni. „Gerði ég yður hverft við?“ heyrði ég að röddin sagði. ,,Nei, það var ekkert!“ kallaði ég glað- lega á móti. ,,Ég bið yður að fyrirgefa, þetta var engu síður mín sök. Það var engu minni ástæða til að yður brygði,“ hélt ég áfram. ,,Æ, þessi leiðinlega þoka!“ Ég var nærri búinn að reka mig á ljósastaur, en grilti þá í ljósglætuna fyrir ofan mig; ég staðnæmdist við staurinn. „Hver eruð þér?“ spurði röddin í þok- unni, mér heyrðist vera ótti í rómnum. Ég sagði til mín, en þá var svar mitt endurgoldið með hæðnilegum hlátri, sem mér heyrðist fjarlægjast. En ég beið þess með eftirvæntingu, að sjá þessa stúlku, sem átti þennan hljómfagra og glaðlega hlátur, og vildi því ekki fyrir nokkurn mun tapa henni frá mér út í þokuna. „Halló! Hvar eruð þér?“ kallaði ég ákafur. „Hér,“ svaraði hún og hló enn. Ég heyrði hlátur hennar nú miklu óskýr- ar en áður; annað hvort var hún komin spölkorn í burtu frá mér, eða þá að þokan var orðin svo þétt, að hún dró úr hljóð- inu. „Hafið þér tapað nokkru?“ spurði hún og var nú nokkru nær mér. „Tapað —? Við hvað eigið þér?“ Ósjálfrátt greip ég niður í vasa mína —. Jú, úrið mitt ásamt festinni var horfið. Ég bölvaði bæði hátt og í hljóði. Hvernig gat staðið á þessu? „Ég er með það, sem yður vantar,“ sagði röddin storkandi, „en þér getið fengið það aftur ef þér viljið, það er mér ein- skis virði eins og á stendur. Ég get hvergi komið því í peninga núna í þessari þoku og myrkri. Það er enginn á ferli lengur.“ Ég stóð steinþegjandi, glápti út í myrkr- ið og kom ekki upp nokkru orði, svo undr- andi var ég á þessu öllu saman. Ég gekk nokkur skref í áttina þangað, sem mér SMÁSAöA heyrðist röddin koma úr, en steig þá fram af gangstéttinni og niður í rennusteininn. „Hreyfið yður ekki,“ sagði röddin skip- andi. „Ef þér gerið það, þá sjáið þér aldrei framar úrið yðar eða festina!" „Það þykir mér helvíti hart,“ hrópaði ég æstur. „Ekki að vera orðljótur, góði, þér hafið úrið yðar ekki frekar fyrir því. Ég kenni að vísu í brjóst um yður. Ég hefi sjálf reynt hvað það er að grípa í tóma vasa, svo að ég skil mæta vel tilfinningar yðar, en atvinna er nú alltaf atvinna, hver svo sem hún er, og ég get ómögulega látið hjarta- gæzku mína hlaupa með mig í gönur. Þér hljótið að skilja það, er það ekki?“ Rödd hennar var sannfærandi; næstum ásakandi, eins og hún vildi segja: Þú átt að vera sanngjarn í dómi þínum, og líta á málið frá fleiri en einni hlið; þú átt einnig að skoða það frá mínu sjónarmiði. Ég þagði og beit á vörina. „Það er ef til vill til of mikils ætlast af yður, að þér unið þessu tapi yðar vel,“ sagði hún svo. „Segið mér eitt; munduð þér vilja fá úrið yðar aftur? Svarið mér fljótt, því ég má ekki vera að því, að eyða hér miklum tíma.“ „Já,“ sagði ég strax án þess að hugsa mig um, en þó fannst mér einhvern veginn, að hún vera aðeins að skopast að mér, og að ég yrði að sætta mig við þetta, eins og hvert annað hundsbit. „Gott og vel,“ sagði hún. „Hvað hafið þér mikla peninga?" .......................... | VITIÐ ÞÉR ÞAÐ? | I 1. Eftir hvern er þetta erindi? Þér konur, sem hallirnar hækkið | og hefjið mannanna sonu, = hve Eysteins Lilja er innfjálg af ást hans til jarðneskrar konu. [ Þér hækkið vort andlega heiði, ; unz himnamir opnir sjást. :— Hver dáð, sem maðurinn drýgir, 1 er draumur um konu-ást. i : 2. Hvað er langt frá Reykjavík, fyrir jj i Hvalfjörð, til Hofsós? i = 3. Hver er stærsti barnaskóli landsins, | og hvenær var hann stofnaður? = 4. Hverrar þjóðar var tónskáldið Johann i Sebastian Bach, ög hvenær var hann | | UPPÍ ? i | 5. Hvenær hófu ítalir þátttöku í núver- i i andi heimsstyrjöld ? | = 6. Hvenær var sambandi Svíþjóðar og = Noregs slitið ? i 7. Hvenær tók Stalin við völdum í Sovét- i | sambandinu ? = | 8. Hvenær var Sláturfélag Suðurlands = i stofnað ? i | 9. Hvað er talið að mikill hluti fiskjar f þess, sem veiddur er í heiminum, komi = 1 / úr Atlantshafinu ? i 10. Hvenær var algeru einræði fasista = komið á í Italíu ? i Sjá svör á bls. 14. = ’■■llllllllllll•■lllllllll■■*lllll■lllllllllllllllllllll■llllllmlllllllll■lll■lllll■lllll■l■■lll||||| „Fimm pund,“ svaraði ég. „Er það allt og sumt?“ sagði hún hæðnislega. Rödd hennar heyrðist nú greinilega, og ég heyrði að hún var komin rétt að segja til mín, þótt ég sæi hana ekki. „Það var lítið,“ sagði hún, en ég vil vera heiðarleg við yður,“ hélt hún áfram. „Einsi og þér getið skilið, þá mundi ég fá að minnsta kosti sex pund fyrir bæði úrið og festina hjá vinum mínum, fornsölunum, en af því að nú er nótt og við erum bæði vilt í þessari þoku, og af því að ég vil heldur' fá peninga núna strax, í stað þess að bíða eftir þeim til morguns, þá skal ég láta yður hafa bæði úrið og festina aðeins fyrir fjögur pund. Eruð þér ánægður með það?“ „Já,“ svaraði ég. „Jæja, gott og vel. Ég veit nú hér um bil hvar þér eruð núna, nú ætla ég að reyna á það hversu heiðarlegur þér eruð; ég held að þér séuð það, eftir málrómi yðar að dæma. Viljið þér lofa mér því, að gera allt eins og ég segi yður?“ Ég lofaði henni því og brosti um leið gremjulega. „Gangið þér þá út á götuna, þannig að þér rétt grillið í ljósið. Ég skal þá leggja festina við luktarstaurinn, og þegar ég kalla til yðar, skuluð þér koma þangað aftur, og taka festina, en skilja tvö pund eftir í staðinn, og fara svo aftur í burtu.“ Ég gerði eins og hún lagði fyrir; fór út á götuna og beið þar þangað til hún kall- aði, gekk síðan að Ijósastaurnum og fann þar festina og lagði tvö pund þar í staðinn. Svo kallaði hún aftur: „Eruð þér kominn út á götuna?“ „Já,“ svaraði ég. „Nú læt ég úrið á sama stað,“ kallaði hún, „og þér látið aftur tvö pund í staðinn fyrir það, þegar ég kalla á yður, og farið svo í burtu.“ Aftur beið ég stundarkorn, það var of seint fyrir mig að fara að ásaka mig fyrir flónsku, fyrst ég var búinn að gefa drengskaparloforð um þetta, enda treysti ég henni nú fullkomlega. Eftir að hún hafði kallað aftur til mín, gekk ég að luktarstaurnum, og mér til mikillar gleði fann ég úrið mitt á umrædd- um stað, og í gleði minni lagði ég hugs- unarlaust tvö pund, þar sem úrið hafði legið og fór síðan í burtu aftur. Fyrst hún hélt sitt loforð, gat ég ekki verið þekktur fyrir að svíkja hana. Ég beið augnablik eftir að ég kom út á götuna, en kallaði svo: „Funduð þér peningana?“ „Já, þakka yður fyrir, og verið þér sælir,“ svaraði röddin og fjarlægðist í þokunni. „Bíðið þér við augnablik!“ hrópaði ég á eftir henni. Skyndilega greip mig löngun til þess að sjá þessa stúlku, sem hafði svo hljómþýðan og fagran málróm. „Mig langar til að sjá yður áður en þér farið,“ hélt ég áfram. Ekkert svar heyrðist langa stund, svo Framh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.