Vikan


Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 16.09.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 37, 1943 Hann brosti um leið og hann sagði þetta, og leit síðan framan í Barböru. Hann sá að hún varð aðeins æ fölari, eftir því sem hann talaði meira um þetta. „Ég get samt sem áður ekki komið í heim- sókn til yðar,“ sagði Barbara. „Þér megið ekki misvirða það við mig, Revelstone lávarður, og ég er þakklátur yður fyrir hugulsemina og vel- vildina við mig og bömin, en mér er ómögulegt að fara til Rathnay-kastala. Hins vegar er mér sönn ánægja að því, ef Ethnee má koma þangað og verða þar í nokkra daga. Henni þykir áreiðan- lega upphefð að því, og hún veit að sér er sómi gerður, með því að vera boðin til yðar. Ég vona að hún verði lafði Bridget ekki til neinna óþæg- inda, þvi hún er svo góð og elskuleg stúlka.“ „Nú,“ sagði Revelstone lávarður, „segjum þá, að Ethnee komi til min og verði hjá mér svona í mánaðar tíma, munduð þér þá viija gangast inn á það, að fara til frænku yðar í Englandi á meðan? Ég veit að systur minni er ánægja að því að hafa ungu stúlkuna hjá sér, og ég veit að þér hefðuð ómetanlega gott af því að létta yður svolítið upp um tíma, þér þurfið þess sannar- lega með. Og þá vona ég að þér viljið koma til okkar í heimsókn og skemmta yður með okkur, þegar þér komið heim aftur endurnærðar og hressar eftir kvíldina." En Barbara hristi bara höfuðið. „Ég vil ekki fara héðan,“ endurtók hún með hægð,“ og ég þarfnast heldur engrar hvíldar eða upplyftingar. Ó, Revelstone lávarður, þér skiljið mig ekki, en það er einhver undra-máttur, sem hefir tengt mig þessum stað. Hér hefi ég lifað mestu hamingju- stundir ævi minnar, og hér hefir einnig hennt mig sú mesta sorg, sem ég hefi liðið, mér finnst þessi staður vera mér helgur, vera hluti af sjálfri mér. Og þess vegna gæti það ekki orðið mér nema til angurs að fara héðan í burtu, þótt það væri ekki nema skamma stund. Það mundi strax grípa mig heimþrá aftur, þegar Glenns-kastali hyrfi mér sjónum. Það er mesti misskilningur hjá yður, ef þér haldið að mér leiðist hér; ég hefi i svo mörgu að snúast, að ég hefi alls ekki tíma til þess, og ég elska friðinn, sem hér ríkir. Ég hefi óblandna ánægju af því að geta haldið hér heimili fyrir börnin hans Pierce, og ég gleðzt af hverju smá atviki, sem miðar að því að gera hér vistlegra, — yfir öllu, sem einhver framför er í. Ég held næstum,“ hélt hún áfram og brosti, „að ég sé að verða nízk. Hugsið þér yður t. d. það, að ég hefi ekki nokkra löngun til þess lengur, að fá mér fallega kjóla, og skemmtanir koma mér ekki í huga; ég hugsa aðeins um það að spara saman peninga svo að ég geti lokið við að reisa Glenns-kastalann að nýju, og komið hér öllu í svo fulikomið horf sem hægt er, og til þess að ég verði ánægð með það sjálf, og til að gera það eins og ég hefi hugsað mér, þarf mikið að gera ennþá. Það veitir heldur ekki af að spara. Patrick kemur til með að þurfa af fá peninga á námsárum sínum, og Ethnee einnig, þegar að þvi kemur að hún giftist, svo þér sjáið, að fyrir mörgu þarf að hugsa, og þér hljótið að sjá það, að ég hefi engan tíma til þess að láta mér leið- ast. Ég gleymi næstum sorg minni fyrir ann- ríkinu.“ Revelstone lávarður horfði lengi þegjandi á hana, svo hristi hann höfuðið dapurlega. „Ég skil yður ekki fyllilega,“ sagði hann, „það er eitthvað bogið við þetta alltsaman, ég finn það svo glögglega, frú Maloney. Nú þegar ég stend hér og virði yður fyrir mér, get ég ekki dulið það, að það hryggir mig sárlega, að jafn ung og fögur kona og þér eruð, skuli draga sig svona langt inn í skuggann, frá allri gleði og fegurð lífsins. Þér eruð alltof ungar, frú Maloney til þess að ganga í klaustur. Þér útilokið yður hér frá lífinu, með" því að einangra yður svona eins og þér hafið gert. Maður gæti látið sér detta í hug, að þér væruð orðin gömul kona; þér talið þannig. Hvers vegna viljið þér ekki fara að ráðum mín- um í þessu? Þér vitið þó, að ég er vinur yðar og að ég vil yður aðeins það bezta. Ég dáist að yður og virði yður fyrir allt það, sem þér hafið komið hér í framkvæmd, en mér leiðist því meir, að þér skuluð ekki vilja fara eftir vinsamlegum og skynsamlegum ráðleggingum.“ „Segið mér eitt, Revelstone lávarður," sagði Barbara og horfði fast á hann. „Leituðuð þér yður styrks og hugarhægðar á þennan hátt, sem þér ráðleggið mér nú, þegar sorgin heimsótti yður? Það er ef til vill óskammfeilni af mér að segja það, en það eru nú liðin ár og dagar frá því að hjarta yðar var lostið sínum harmi, og ennþá hafið þér sjálfir ekki fundið leiðina til huggunar, ekki einu sinni á þann hátt, sem þér viljið leiða mér fyrir sjónir, að sé haþpasælust fyrir mig. Þér viljið að ég fari í ferðalag, og yfirgefi um tíma þetta einmanalega umhverfi, sem þér haldið að sé, og að ég fari frá störfum minum, og heim- sæki yður og skemmti mér með glöðu og hamingjusömu fólki, við dans og lystisemdir. Mér verður ósjálfrátt hugsað til þess, þegar við Pierce vorum í heimsókn hjá yður, hversu dapur og sorgmæddur þér voruð þá, þrátt fyrir það, að þér hefðuð margt af kátu og upplífgandi fólki í samkvæminu hjá yður; þá var þar enginn jafn dapur og þér sjálfur. Og nú þegar ég vil vera ein út af fyrir mig, í kyrrð og næði, hér í Glenns-kastala, þar sem störf mín veita mér styrk í sorg minni, og ég er í samfélagi við böm mannsins míns, viljið þér fá mig til þess að yfir- gefa heimili mitt. Getið þér með nokkurri sann- gimi krafist þess af mér, að ég geri það sem þér sjálfir hafið ekki getað gert; það er að finna gleðina og gleyma sorginni í glaumi samkvæmis- lífsins?" < „Þér emð mér gramar, frú Maloney,“ sagði Revelstone lávarður og stundi við. „En þér megið ekki bera sorg yðar saman við mina sorg, það eru ólíkar kringumstæður. Ef að sambúð minni og konunnar minnar, hefði verið slitið af þeirri ástæðu, að hún hefði dáið, hefði ég auðvitað syrgt hana mjög mikið, en þá hefði sorg min verið allt annars eðlis, og ekki eins bitur. Þegar sú manneskja, sem maður ann út af lífinu og vill leggja allt í sölurnar fyrir, táldregur mann, og treður á tilfinningum manns, tapar maður trúnni á allt fólk, maður getur engum treyst. Það er ekki aðeins það, að ég hafi mist konuna mína, heldur hefi ég einnig mist trú mína á mennina; sorg min og biturleiki hefir lagst eins og farg á mig og forhert hjarta mitt, og þess vegna segi ég að sorg mín, þótt langt sé um liðið síðan hún henti mig, er ekki sambærileg við yðar sorg. Þér hafið misst mikið; þér hafið misst mann yðar, en þér getið ávallt hugsað til hans með kærleika, og minning yðar um hann verður mild, verður eins og lýsandi geisli í skugga sorg- arinnar. En er hægt að segja það um mínar minningar, og mína sorg?“ „Ó, ég hefi verið óréttlát við yður,“ hvíslaði Barbara og rétti fram hendumar á móti honum. Nú skildi hún hann betur. Þau höfðu bæði orðið fyrir þungbærri sorg; misst það sem þau unnu heitast, en hvort með sínum hætti. Og þegar Barbara fór að hugsa betur út í þetta, þá fann hún, að sorg hennar var léttbær samanborið við sorg Revelstone. Erla og unnust- inn. Oddur: Þetta er fínt, maður, að komast í herinn og liafa þig fyrir yfirmann, — majór! Majórinn: Jæja, ég skal sjá um, að þú verðir skráður, — geri það strax í dag. Oddur: Hvað hún Erla verður hreykin af mér núna, maður ? Majórinn: Þú skalt koma hingað aftur eftir svo sem tvo tíma. Þú mátt telja að þú sért kominn í herinn, eða svo til -—.“ Oddur: Jæja, elskan! Nú er ég búinn að stíga það stóra spor. Nú er ég einn af stríðsmönnum Sams frænda —. Erla: Elsku Oddur — agalega er ég hreykin af þér. Erla: Ég get séð þig fyrir hugskotssjónum mínum, í lyftingu á stóru orustuskipi! Hvað þú verður agalega sætur! Drottinn minn dýri! Ég elska sjó- herinn! Oddur: Sjóherinn!?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.