Vikan


Vikan - 23.09.1943, Side 1

Vikan - 23.09.1943, Side 1
Nr. 38, 23. september 1943. „Þróun leiklistarinnar er eitt af mestu menningarmálum íslenzku pjóðarinnar. Pví ber brýna nauðsyn til að leikararnir fái betri vinnuskilyrði og að ungt fólk með leikarahæfileika neyti peirra, en dragi sig ekki í hlé“, segir Haraldur Björnsson í samtali, sem blaðið átti við hann í tilefni af fjórðu uppsetningu á Lénharði fógeta, eftir Einar H. Kvaran, hér í Reykjavík, par sem Har- aldur er leikstjóri og leik- ur aðalhlutverkið. Hvenær byrjuðuð þér að leika og hvar var það og í hvaða hlutverki? Mitt fyrsta leikhlutverk lék ég raunar fyrir þrjátíu árum hér í Kennaraskólanum, í gamanleik, sem við nemendurnir settum upp til ágóða fyrir sjúkrasjóð skólans, en þó tel ég ekki, að ég hafi byrjað eigin- lega leikstarfsemi fyrir alvöru, fyrr en ég lék Jack í Frænku Charleys, eftir Brandon Thomas, á Akureyri, 1915. Eftir það lék ég ýms smáhlutverk á Akureyri og svo með Leikfélagi Akureyrar, eftir að það tók aftur til starfa, 1917. Frá þeim tíma og fram til ársins 1924 lék ég þar ýms stærri hlutverk, eiginmanninn í Vér morð- ingjar, eftir Kamban, Lénharð fógeta, Gvend í Nýjársnóttinni, Frank í Drengur- inn minn, Sívert í Gráa frakkanum, Arnes í Fjalla-Eyvindi o. fl. Við áttum erfiða aðstöðu með þessa leikstarfsemi á Akureyri. Raunar var hús- ið allgott, en allur aðbúnaður leikenda slæmur; búningsklefar lélegir, geymsla engin, hitun léleg og þar á ofan bættist svo, að við flest, sem unnum við leikina, gegndum okkar daglegu vinnu frá klukk- an átta á morgnana og til klukkan átta og níu á kvöldin, stundum lengur. Oft urð- um við því að nota næturnar til æfinga í köldu húsinu. Fyrstu ár Leikfélagsins á Akureyri var varla um nokkrar kaupgreiðslur að ræða Framhald á bls. 3. Haraldur Bjömsson leikari.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.