Vikan


Vikan - 23.09.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 23.09.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 38, 1943 I urimii m nuiuiuv ■ ; MatseðiUinn. Steikt buff. Kjötið, sem notað er, verður að vera mjög gott, annað hvort lundir eða innan úr læri. Það þarf að hafa hangið í 4—5 daga. Áður en kjötið er skorið, er það þurrkað með klút, sem undinn er upp úr sjóðandi vatni. Kjötið er skorið í ca. 2 cm. þykkar sneiðar, sem eru barðar létt með kjöthamri og skomar til með hníf, til þess að buffstykkin verið jafn- þykk og jafnstór. Þess verður vel að gæta, að pannan sé vel hrein og heit, þegar kjötið er látið á hana, ennfremur verður feitin að vera vel brúnuð. Kjötsneiðamar em steiktar 2—3 mín. á hvorri hlið; þær mega ekki vera of þétt á pönnunni, til þess að auðvelt sé að snúa þeim við. Góður hiti og að kjötið steikist fljótt er skilyrði íyrir þvi, að góður árangur náist. Framreitt með brúnni, sterkri sósu og soðnum kartöflum. Köld skál með bláberjum. 1 kg. bláber, 125 gr. sykur. Sykrinum er stráð yfir bláberin og þau látin standa í 2 kl.st. Þá er þriðjungur berjanna tekinn frá, en tveir þriðjungamir látnir í sigti ásamt vatninu og núið í gegnum sigtið. Heilu berin eru látin saman við, og framreidd með litlum tví- bökum. Aðalbláber og hrútaber em löguð á sama hátt og bláber. (Vr Matreiðslubók Helgu Thorlacius). Húsráð. Gott ráð til þess, að ná ryðblett- um úr taui, er að bera sítrónusafa og salt á blettina. Siðan á að þurrka stykkið úti við sól. Til þess að taka bletti af mahoní- Þetta er einkar klæðileg dragt. húsgögnum, á að núa þá upp úr Jakkinn er kragalaus, hnepptur með heitu og sterku tei. Þar á eftir á þremur hnöppum, og er aðskorinn í að þvo yfir með blautum klút og ^mittið. PUsið er með lokufelUngu að pólitúr. ]^|»*framan, en er slétt að aftan. 1 § Notið einu sinni Ozolo fumnálaolíu í baðið — og þér aukið líðan og heilnæmi yðar stórlega. Ozolo bregst engum. V V V V V V >T< »»»»>»»»»»»»»' Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. 3 I ►5 « V V V V V v V V V V V V V V I* I NOTIÐ eingöngu - LINIT PERFECT LáUNDRY STARCH JiJI JM- IM-llllj IIJlJiH. --------- conos L00K JiíD> FEEi UKE STÍFELSI Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUR ÓLAFSSON *CO. Auaturstræti 14. — Síml 5904. Samræmi í proska og framförum. Orðið „samræmi" á í raun og veru heima í söngfræðinni, og táknar það, að raddir þeirra, er syngja saman, renni í eitt, enginn sé hjáróma. En bæði í daglegu máli og á þessum stað táknar það nokkuð annað. Hér tákn- ar orðið „samræmi": rétt samband milli einstakra hluta, er mynda eina eða aðra heild. Þetta munum vér skýra gjörr. Hver maður hefir margbreytta krafta og hæfileika, bæði líkamlega og andlega. Vér getum hrærst og matast, dregið andann, starfað o. s. frv. Vér getum hugsað, fundið til, viljað, elskað og vonað. Rótin að öllum þessum kröftum og hæfileik- um er falin í baminu. Takmark upp- eldisins er, að veita þessum kröftum og hæfileikum þroska, og að rýma öllu því í burtu, sem heftir eðlilegar framfarir þeirra. Enginn einn hæfi- leiki á eða má verða útundan; allir eiga þeir að njóta aðhlynningar, öll- um á þeim að fara fram, hverjum á borð við annan; allir eiga þeir að haldast í hendur að hlutfalli réttu. Samræmi í þroska og framförum, bæði að því er snertir líkama og sál, er bundið við þetta tvent. Samvinnu, að framfarir allra krafta og hæfi- leika haldist í hendur; jöfnuð, að enginn hæfileiki sé hafður út undan eða vanræktur. Það er deginum ljósara, að margir hæfileikar verða að engu hjá mörg- um manni einungis fyrir þá sök, að þeir njóta engrar aðhlynningar á réttum tíma. Einræni og einstreng- ingsháttur loðir við oss ekki síður í uppeldi en ýmsu öðru. Annað hvort einblína menn á það eitt, að glæða hæfileika sálarinnar eða menn gleyma sálinni og hugsa ekki um annað en líkamann. Þeir, sem fara lærdómsleiðina, finna ekki oft á tíð- um eða sjá, að nauðsyn sé á að styrkja og glæða kraft líkamans; og þeim, sem alast upp við algenga vinnu, skilst ekki þörfin á að glæða hæfileika sálarinnar. Líkt eða sama er að segja um líkamlega krafta eða hæfileika út af fyrir sig; einn hæfi- leikinn er ef til vill glæddur, en öðr- um gleymt. Fyrir þessa sök verða i^iii iiiiiii mmummmmmmmmn 11 STOPS PERSPIRATION ODORS Amolín __ deodorant Cl cAJUtm e ...■ii^B|||||||||||i||Bi||||i||iauH«^i Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. iiiiiiiniiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiii menn eintrjáningslegir. Sumir menn eru kallaðir „fjölhæflr"; það er einmitt þetta, sem samræmi í þroska stefnir að, að gera menn fjölhæfa, að kenna mönnum að leggja „gjörfa hönd“ á ýmsa hluti, að gera menn færa um að nota alla hæfileika, sem skaparinn hefir gefið þeim. Hinn andlegi þroski mannsins er háður hinu sama lögmáli, sem þroski líkamans. Vér þekkjum öll hina þrjá hæfileika: Vit, tilfinningar og vilja. Milli þessara hæfileika á að vera samvinna og jöfnuður; enginn á að bera annan ofurliði, enginn á að verða á hakanum. Vitið á að stjórna tilfinningunum, tilfinningamar að leiðbeina vitinu, en viljinn að vera samstilltur röddu vits og tilfinninga. Maður sá, er einungis fer eftir röddu vitsins, getur komizt á afvegu. Hann fer beinustu, en ekki beztu leið. Hon- um fer líkt og vegagerðarmönnum þeim, sem einblína á það, að gera veginn sem styztan, og leggja hann því þráðbeint upp og niður allar brekkur, en gæta þess ekki, að menn og skepnur brestur þrek til að klifra upp brekkuna með byrðar sínar. Þeir segja það satt, að þessi stefna er beinust, en þeir gleyma því, að hún er ekki bezt, að betra er að gera lykkju á leiðina, enda þótt leiðin verði dálítið lengri. Honum fer líkt og smáskipum þeim, sem drengir fleyta á pollum og tjörnum. Seglið og stýrið er bundið; skipið fer rétta leið, en yfir allt, sem fyrir verður; betur færi, ef maður væri við stýrið, sem hleypti úr og í eftir atvikum. Vitmaðurinn er eins og standmynd úr jámi steypt. Hann er kaldur, harð- ur og fastur á fótum, sem jarðfastur steinninn. En, ekki fer þeim manni betur, sem einungis stjórnast af tilfinningunum; hann fer oft óhyggilega að ráði sinu og er laus á svellinu. Tilfinningamar teyma hann í gönur, leiða hann i ógöngur. Hann er oft sem villtur maður á öræfum, fer hverja slóð, er hann rekur sig á, en ratar samt ekki á rétta leið. Hann er sem stýrislaust skip með seglum; hver vindblær kastar því á ýmsar hliðar, en beinir því samt ekki í rétta átt. Tilfinninga- maðurinn er sem jörðin í eldsumbrot- um; við hvem kippinn leikur allt á reiðiskjálfi. Of miklar tilfinningar eru sem eldur í brjósti mannsins; þær skekja hann og hrekja ýmist í þessa áttina eða hina. Vitmaðurinn er kaldur, sögðum vér; tilfinninga- maðurinn er aftur á móti heitur. Fyrir því eiga tilfinningarnar að verma vitið, en vitið að leiðbeina til- finningunum. Þegar hæfileikar sálarinnar þrosk- ast í samræmi hver við annan, þá er sál mannsins sem teygjubandið; það tognar, en tekur þó við sér aftur. Þá teljum vér viljann. Það er al- kunna, að viljinn getur verið of veik- ur; en hann getur líka verið of sterkur. Viljinn getur komið í bág bæði við vit og tilfinningar. Því eru Framh. á 15. síðu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.