Vikan


Vikan - 23.09.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 23.09.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 38, 1943 SHIRLEY TEMPLE í ýmsum hlutverkum. 13 ÁST CÉLIS. Framh. af bls. 4. þunglyndislegan fyrir framan málara- léreft, sem hann var rétt að byrja að mála á. „Þarna sjáið þér,“ sagði hann önuglega, „ég get ekki lengur málað, ég hefi mist listagáfu mína!“ „Það er ekki rétt, þér megið ekki vera óþolinmóður.“ „Ó, það er af kæruleysi!“ „Það er ekki mín sök!“ „Hvaða áhuga get ég haft fyrir yður? Ekki getið þér örfað listgáfu mína! Hvaða styrk getið þér veitt mér?“ „Það að vera vinur yðar,“ sagði hún með úppgerðar blíðu og meðaumkvunartón í röddinni, og lagði hönd sína á öxl Céalis. Við það birti strax yfir svip hans og hann kyssti á hönd hennar og spurði hljóðlega: „Þykir yður vænt um mig?“ Nú fannst frú Simpson, að hún væri búin að vinna sigur þann, sem hún hafði heitið að vinna, og hún var svo fullviss Um sigur sinn, að hún vildi herja meira og vinna fleiri sigra. Hún fór að hugsa um það, hvernig hún gæti fengið Céahs til þess að gleyma fyrri konu sinni, og hvern- ig hún gæti farið að því, að láta honum lít- ast betur á sig en hana, það var vöknuð afbrýðisemi hjá henni til Lili. Þegar málarinn nokkrum dögum síðar kom heim til hennar, var hann undrandi, og munaði minnstu að hann hlypi óttasleg- ínn út aftur. Nú sá hann Lili betur en nokkru sinni fyrri. Unga ekkjan lá upp í legubekk, og var að lesa. Hún var klædd í hvítan silki- kjól, með gyllta skó á fótunum. Hár henn- ar var fléttað, og lagt í kranz upp á höfð- inu, alveg á sama hátt og Lili vár á mál- verkinu, sem frú Simpson hafði skoðað gaumgæfilega, og gat hún stælt hana ná* kvæmlega. Um hálsinn hafði hún festi, með hvítum og bláum perlusteinum. Céalis skildi á augabragði tilgang frú Simpson, með þessu uppátæki sínu, og á sömu stundu skildi hann hlutverk það, sem hún hafði tekið sér'á hendur að leika, síð- ustu þrjá mánuði, til þess að ginna hann til ásta við sig. Það rann honum til rif ja hvernig hann hafði getað látið blekkjast. Nú var sem hann sæi í gegnum hana. Hann sá að frú Simpson var alls ekki lík Lili. Hún var stór- gerðari, og augnaráð hennar ekki eins milt og hreint. Sá ylur sem áður hafði gert vart við sig í hjarta hans til þessarar konu, slokknaði á þessu augabragði að fullu og öllu. „Líst yður á mig í þessu gerfi?“ spurði hún illkvittnislega. Céalis ásakaði sjálfan sig hastarlega, fyrir það, að hann skyldi nokkurntíma hafa látið sér koma til hugar, að hugsa til annarar, en þeirrar, sem hann hafði unnað af lífi og sál — hana hafði hann eina elskað, en nú var hann búinn að missa hana, og mundi aldrei elska framar. Hann bað hana hrærður fyrirgefningar, með sjálfum sér, fyrir það, að hann skyldi láta tælast til þess að gleyma henni eitt ein- asta augnablik. Með skætingstón í röddinni svaraði hann frú Simpson: „Nei, frú, þessi kjóll klæðir yður ekki. Til þess að bera svona klæðnað yrðuð þér að vera mikið yngri en þér eruð. Ég hafði ekki tekið eftir því að þér væruð orðnar hrukkóttar á hálsinum!!“ — hann benti með fingri á þær — „og ég hafði heldur ekki tekið eftir undirhöku yðar ... Maður ætti aldrei að reyna að villa sjónir á sér; og gera eftirlíkingu af annarri persónu, munurinn kemur alltaf í ljós.........“ Frú Simpson var risin upp úr legubekkn- um, og var orðin náföl og titrandi af reiði. „Þér eruð svívirðilegur dóni!“ hvæsti hún. „Og þér hafið komið óhyggilega fram! Maður á alltaf að bera virðingu fyrir því sem liðið er. Verið þér sælar frú!“ Frú Simpson stóð sneypuleg og algjör- lega í ráðleysi á miðju gólfi, er Céalis lok- aði dyrunum á eftir sér. Célais hefir aldrei gift sig aftur, og aldrei hugsað um neina konu í staðinn fyr- ir sína blíðu og góðu Lili, síðan ævintýri hans og frú Simpson lauk. Dægrastytting | Vumimmiiimiuuinmniimiiiiii nmiumnmmiiiiiiiiimmuiimM^ Orðaþraut. ERN A GLÖÐ ENGI T API AFLI F L A G RTJIN SKAR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð og er það nafn á götu í Reykjavik. Sjá svar á bls. 14. Vísan um „hann“. 13. Hann er að skella hólinn á, hann er að fella grasið, hann er að vella’ út hrákum grá, hann er að smella brýni’ á ljá. Þjóðvísa. Öfugmæla-vísur. Smjörið er í skeifur skást, skumin ljónum heldur, i lífkaðal má fifan fást, frýs við potta eldur. Séð hef ég páska setta’ um jól, sveinbarn fætt í elli, myrkur bjart en svarta sól, sund á hörðum velli. (Isl. Skemmtanir).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.