Vikan


Vikan - 23.09.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 23.09.1943, Blaðsíða 15
VlKAN, nr. 38, 1943 15 Haraldur Björnsson. Framh. af bls. 7. að falla í gleymsku. Það er ekki seinna vænna að skrásetja hann, áður en þeir falla frá, sem unnu að þessum málum um og eftir aldamótin. — Blaðið á líka að Vera heimildarrit fyrir eftirtím- ann. — Én það er of lítið, það kemst aldrei nema helmingurinn af efninu, sem liggur fyrir í hvert hefti. — Þetta eiga sumir menn erfitt með að skilja — og hættir við að leggja það illa út, ef ekki kemur strax allt í blað- ínu, sem þeir senda því. — En þetta stendur allt til bóta. % Haraldur Björnsson er einn af hinum mörgu og kunnu syst- kynum frá Veðramóti í Skaga- firði og er fæddur þar 27. júlí 1891. Foreldrar hans voru hjón- in Þorbjörg Stefánsdóttir og Björn Jónsson, hreppstjóri og dannebrogsmaður. Bjuggu þau þar f jöldamörg ár. Þorbjörg var ættuð frá Heiði í Gönguskörð- Um, systir Sigurðar prests í Vigur og Stefáns skólameist- ara á Akureyri. En Björn var ættaður frá Háagerði á Skaga- strönd. Samræmi í þroska og framförum. Framh. af bls. 10. til þrálátir menn og þverúðarfullir, einrænir og einstrengingslegir. Vit og tilfinningar eru hinir réttu leið- togar viljans. Vér höfum nú drepið á, að allir hæfileikar sálar og líkama, hvors fyrir sig, eiga að haldast i hendur, vera í samræmi og jafnvægi. En sál og líkami eiga hvorugt annað að bera ofurliða. Vér megum hvorki gleyma sálinni fyrir líkamanum né líkaman- um fyrir sálinni. Foreldrar hafa tvö boðorð að rækja: að mennta sál barna sinna, en varðveita og efla þó hreysti og heilbrigði líkamans. Til eru þykk- leitir, rjóðir og sællegir heimskingjar, og til eru líka sannir menntamenn, gráir, þunnleitir og fölleitir, hærðir og sköllóttir löngu fyrir örlög fram. Báðir þessir mannflokkar eru ljóst og lifandi dæmi þess, hvemig uppeldi á ekki að vera. Menntuð sál í heil- brigðum líkama, það er mergurinn málsins. Það er vandræðalegt, að vita unga og að ytra áliti efnilega menn ekki geta um neitt talað á mann- fundum nema um sóttina í gemling- unum, vankann i sauðunum og geld- ingarstrenginn í folanum o. s. frv.; og á hinn bóginn, að heyra ekki ann- að af vörum menntamannanna en tugguna um „x“-ið, ,,ý"-ið og ,,z‘‘-una eða annað þvílíkt. Eins og það er satt, að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði, eins er hitt satt, að maðurinn getur ekki lifað brauðlaus i heimi þessum. — Ætlunarverk þeirra, sem uppeldi hafa á hendi, er með tvennum hætti; annar er sá, að þeir fjölgi i flokki alþýðunnar, er farið geti skynsamlegum orðum um fleira en ær og kýr, hesta og sauði; en hinn er sá, að þeir fækki í flokki menntamanna, sem veslast upp löngu fyrir örlög fram af líkamlegri van- hreysti. — Nú munu menn segja: „Maðurinn er ekki eins og skápur með mörgum skúffum og hólfum, einu fyrir vitið, öðru fyrir viljann o. s. frv. Hann er einföld vera, en ekki margföld.“ Þetta er satt og rétt. En þó mað- urinn sé ekki margfaldur, þá hefir samt skaparinn gefið honum marga og margbreytilega hæfileika; og þessum hæfileikum er blandað sam- an á þá leið, að vér sjáum þá ekki hvern við hliðina á öðrum, heldur hvern i gegnum annan; þeir renna saman hver í annan . . . (Foreldrar og börn). »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» | Kaupum tóvnor flöskur ■ B | fyrir hœkkað verð É 5 B sömu tegundir og áður. ■ I B B : S : m s B B s s B Móttaka í Nýborg alla virka daga, nema laugardaga. Áfengisverzlun ríkisins. s B s »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» ►»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» Vélaverkstœði Sigurðar Sveinbjörnssonar Sími 5753. — Skúlatún 6. — Keykjavík. tekur að sér viðgerð á bátamótor- um, allt að 25 hestafla. Prufukeyrum og innstillum vélarn- ar að viðgerð lokinni. Með þessu er hægt að gera gamla vél sem nýja. Sendið mótorana í heilu lagi, til þess að hægt sé að gera þá í stand fullkomlega. Kaupi einnig notaða mótora. ♦»»»»»>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»*, »»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»x*»»»»»*, Katrín mikla Æfisaga eftir Ginu Kaus. Dýðing Freysteins Gunnarssonar. Katrín mikla sat að ríkjum á Rússlandi í 34 ár og þótti mikill stjórnandi, vitur, mild, ráðsnjöll og heppin. Æfisöguritarinn segir, að hún hafi verið „einn af draumum manns- andans, holdi klæddur,“ og að saga hennar muni lifa „um aldur og æfL“ Bókin fæst hjá öllum bóksölum og H.f. Leiftur ♦>>>>>>»»>>>*»;«>>>>>>»>.>>>>>>>!>!!»>»>>>>>»>»»»}

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.