Vikan


Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 39, 1943 11 Höfundurinn: Agatha Christie Framhaldssaga: 24 ,,Já, — og sannleikurinn er sá, að nú er mér farið að líða sæmilega.“ „Það er gleðilegt! Ég ætla að lesa þér spurn- ihgarnar. Sumar þeirra munu koma þér hjákát- lega fyrir." Hann ræskti sig. „A. Ellen. Hvers vegna sat hún kyrr heima, en fór ekki út, að horfa á flugelda. (Óvenjulegt, éins og kemur fram í framburði ungfrúarinnar og undrun hennar yfir þessu). Hvað hélt hún, eða hvað grunaði hana, að myndi gerast? Hleypti hún nokkrum inn í húsið (t. d. J.) ? Er frásögn hennar um leyniþiljumar sannleikur? Ef slíkar þiljur eru til, hvemig stendur þá á því, að hún getur ekki munað, hvar þær em? (Ungfrúin heldur því mjög eindregið fram, að þær séu ekki til, — og vissulega ætti hún um þetta að vita). Ef þetta er uppspuni, hver er ástæðan til þess uppspuna? Hafði hún komizt í ástarbréf Michaels Setons og lesið þau, eða var undmn hennar yfir trúlofun ungfrú Nick eðlileg ? H Maður hennar. —• Er hann svo mikill einfeldn- ingur, sem hann sýnist vera? Hefir hann eitt- hvert hugboð um það, sem Ellen veit, hvað svo sem það er, eða veit hann ekkert? Er hann að einhverju leyti bilaður á sönsum? C. Barnið — Það hefir gkman af að sjá blóð, — er það eðlileg tilhneiging, eða fyrirbrigði, sem algengt sé hjá börnum á þessu reki og þroska-stigi, eða er þetta eitthvert erfða-óeðli? Hefir drengurinn nokkurntíma skotið af leik- fangs-skammbyssu ? D. Hver er Croft? — Hvaðan er hann eiginlega kominn? Lét hann erfðaskrána í póstinn, eins og hann heldur frám? Hvaða ástæðu gat hann haft, til að láta hana ekki i póst? E. Sami. — Hver eru þau, þessi Crofts-hjón? Para þau huldu höfði, af einhverjum ástæð- um — og ef svo er — hverjar eru ástæðurn- ar? Hafa þau eitthvert samband við Buckly- f jölskylduna ? ■E. Frú Rice. — Var henni raunverulega kunnugt um trúlofun þeirra Nick og Michaels Setons? Eða gat hún sér þess aðeins til að þau væri trúlofuð, eða hafði hún lesið bréfin, sem þeirra hafði farið á milli? (Ef svo væri, vissi hún, að ungfrúin er erfingi Setons). Vissi hún, að hún var sjálf aðalerfingi ungfrúarinnar ? (Þetta þykir mér líklegt. — Ungfrúin hefir sennilega sagt henni það, — og líklega hefir hún þá bætt því við, að það mundi aldrei verða nein stórupphæð). Er nokkuð hæft í þeirri staðhæf- ingu Challengers, að Lazarus hafi verið ást- fanginn af ungfrú Nick? (Þetta gæti verið ástæða til þess, hversu fálátir þeir hafa verið hvor við annan, upp á síðkastið). Hver er sá „ungi vinur", sem hún nefnir svo, í miðanum, er hefir útvegað henni eitrið? Er hugsanlegt, að það sé J. ? Hvernig stóð á því, að henni lá við yfirliði, einu sinni, hér í stofunni? Var það í sambandi við eitthvað, sem sagt hafði verið? Eða eitthvað, sem hún sá? Er saga hennar um símaupphringinguna og tilmælin um að útvega sætindin, sannleikanum samkvæm — eða er hún helber uppspuni? Við hvað átti hún með orðunum: „Eg gæti skilið það um hinar — en ekki þessar?" Ef hún er ekki sek sjálf, hvað er það þá, sem hún veit um málið og vill þegja yfir ? Þér mun vera það ljóst," sagði Poirot, allt í einu, og hætti lestrinum, „að spurningarnar við- víkjandi frú Rice eru óteljandi, svo að segja. Annað hvort er frú Rice sek, — eða hún veit — ef til vill ættum við að segja: hún heldur að hún viti, hver er sekur. En er grunur hennar þá réttur? Frá upphafi til enda er frú Rice mér ráðgáta. Og einmitt það, knýr mig til þess að komast að niðurstöðu. Hvort er réttara: veit hún sannleikann, eða grunar hana aðeins, hver hann er? Og hvernig er mögulegt að fá hana til að tala?“ Hann andvarpaði. „Jæja, — ég ætla að halda áfram með þessa spurningaskrá mina: G. Lazarus. — Einkennileg — raunverulega virðist ekkert vera, sem um hann þarf að spyrja, — nema þá þessi hrottalega spurning: „Hafði hann skipti á sætindaöskjunum, og eru eitruðu sætindin frá honum?" Annars finn ég aðeins eina spurningu og algerlega ónothæfa. En ég skrifa hana þó hér: Hvers vegna bauð Lazarus fimmtíu pund fyrir málverk, sem var aðeins tuttugu punda virði?" „Hann hefir langað til að gera Nick greiða," varð mér að orði. „Hann mundi ekki hafa látið sér koma til hug- ar, að gera það með þessum hætti. Hann er kaupmaður. Hann kaupir ekki, til þess að selja með tapi. Ef hann hefði viljað vera vikaliðugur, þá hefði hann boðið henni, að lána henni pening- ana, sem „prívat“-maður.“ „Þetta getur þó ekki verið í neinu sambandi við glæpinn, hvernig, sem á það er litið." „Nei, •— satt er það. En hvað um það, — mig langar til að vita, hvemig þessu er varið. Ég hefi gaman af sálfræði-rannsóknum. Nú komum við að H. H. Challenger. — Hvers vegna sagði ungfrú Nick honum, að hún væri trúlofuð öðrum manni? Hvað var það, sem olli því, að henni fannst nauðsynlegt að tjá honum þetta? Þetta sagði hún engum öðrum. Hafði hann beðið hennar? Hvemig er háttað sambandi hans við frænda sinn?“ „Frænda sinn?“ spurði ég. „Já, lækninn. Hann er allgrunsamlegur mað- ur. Bárust flotamálastjórninni nokkrar einka- fréttir um dauða Michaels Setons, áður en frá atburðinum var skýrt opinberlega?" „Mér er ekki vel ljóst, hvað þú ert að fara, Poirot. Jafnvel þó að Challenger vissi fyrr en aðrir um dauða Setons, þá virðist það þó ekki vera okkur að nokkru gagni. Það felur ekki í sér nokkra ástæðu til að ráða bana stúlkunni, sem hann elskar." \ „Þessu er ég alveg sammála. Það, sem þú segir, er mjög' rökrétt. En þetta eru einmitt atriði, sem ég vil gjarna vita frekari deili á. Ég er alltaf hundurinn, sem þefar af hlutunum, sem ekki eru sérlega þokkalegir." Svo hélt hann áf ram: „I. Vyse. — Hvers vegna sagði hann það, sem hann sagði um fáránlega ást frænda síns á Byggðarenda? Hver var sennileg ástæða til ,þess, að hann vildi láta þetta vera áberandi? *Barst honum í hendur erfða-skráin, eða fékk hann hana ekki? Er hann raunverulega heiðar- legur maður, — eða er hann ekki heiðarlegur maður ? MILO «!UVIlLIIIIBt<t: áBlil 4ÖBSSOR. BAfBABUt- • Minnslu ávallt mildu sápunnar Ozolo Desinfector er ómissandi í vaska, sal- erni og í upp- þvottarvatnið. Ilmurinn gjör- breytir híbýl- um yðar. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.li.f. Simi 3183. Laitozone baðmjólk mýkir vatnið og gefur yður mjúka og sterka húð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.