Vikan


Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 39, 1943, Og loks J. — Og J. er, eins og ég sagði áðan, >nn árangur til þessa. Nick er dáin, og ekkert ákaflega stórt spumingarmerki. Er þessi per- sóna til, — eða er hún alls ekki til ---? Drottinn minn dýri! Hvað er að þér?" Ég hafði stokkið upp úr sæti mínu, og æpt upp yfir mig. Ég benti á gluggann, titrandi hendi. „Andlit, Poirot!*' hrópaði ég. „Andlit, sem þrýst var að gluggarúðunni. Hryllilegt andlit. Nú er það horfið, en ég sá það.“ Poirot skundaði út að glugganum, og hratt honum opnum. Hann hallaði sér út. „Það er enginn hér núna,“ sagði hann, eins og annars hugar. „Þú ert viss um, Hastings, að þetta var ekki sjónhverfing ? “ „Alveg viss! Þetta var hryllilegt andlit.“ „Hér eru svalir, auðvitað. Það er hægðarleik- ur að komast upp á þær, fyrir hvern sem hug hefir á að standa á hleri. J>ú segir að þetta hafi verið hryllilegt andlit, Hastings. Geturðu skýrt þetta nánar?“ „Náfölt andlit, með starandi augu. Það var tæplega líkt andliti á nokkrum mennskum manni.“ „Vinur minn, — þetta er hitasóttin. Andlit, — já, að vísu. Öhugnanlegt andlit, ef til vill. En ekki andlit mennsks manns? — nei! Það sem þér fannst óhugnanlegt, var ekki annað en það, að andlitinii var þrýst að rúðunni — nefið út- flatt o. s. frv. Og þetta bættist svo ofan á það,' að þér varð hverft við.“ f í „Þetta var hræðilegt andlit!“ sagði ég, og var nú hlaupinn í mig þrái. „Þetta var þó ekki andlit einhvers —----sem' þú kannast við?“ „Nei, sannarlega ekki.“ j „Hu-um! Það hefði þó getað átt sér stað. Ég efast um, að þú hefðir þekkt andlitið, eins og nú stóð á. Það skyldi þó aldrei vera------?“ ) Hann tók saman blöð sin, og varð hugsi. „Eitt er þó gott í þessu, að minnsta kosti. Ef sá, sem þarna lá á hleri, hefir heyrt, það sem við vorum að skrafa, þá er það bót í máli, að við Ijóstruðum því aldrei upp, að ungfrú Nick væri á lifi. Hvað svo sem þessi gáttagjæir hefir heyrt, þá fékk hann enga vitneskju um það atriði." „En því ber þó ekki að neita,“ varð mér að orði, „að allar þessar kænlegu og dásamlegu varúðarráðstafanir þínar hafa borið. fremur lit- hefir gerst markvert siðan.“ „Ég átti ekki heldur von á því um sinn. Eftir sólarhring, sagði ég. Og ef mér skjátlast ekki ákaflega mikið, þá er liklegt að ýmislegt gerist á morgun. Að öðrum kosti — já, að öðrum kosti hefi ég vaðið reyk, frá upphafi til enda. En það er pósturinn! Ég byggi vonir á póstinum í fyrra- málið.“ Þegar ég vaknaði um morguninn, var ég að vísu lémagna, en hitalaus. Og ég var svangur. Við Poirot neyttum morgunverðar í setustofunni okkar. „Jæja,“ tók ég til máls, í keskni, þegar hann var búinn að athuga bréfin. „Hefir pósturinn reynst þér eins og þú væntir af honum?“ Poirot svaraði mér ekki. Hann var búinn að opna tvö umslögin, sem sýnilega höfðu ekki ann- að inni að halda, en reikninga. Mér fannst hann vera eitthvað daufur í rdálkinn. Ég fór að opna mín bréf. Hið fyrsta var fund- arboð á andatrúarsamkomu. „Ef allt annað skyldi nú bregðast okkur, verð- um við að reyna að leita til andatrúar-mann- anna,“ varð mér að orði. „Mér dettur stundum i hug, hvers vegna það er ekki reynt í svona málum, oftar en raun er á: Andi þess sem myrt- ur hefir verið er særður fram og segir til morð- ingjans. Það væri alveg upplagt!“ „Það myndi tæplega verða okkur að gagni,“ sagði Poirot, annars hugar. „Ég efast um, að Maggie Buckley hafi vitað, hver það var sem skaut hana. Þó að hún gæti talað, myndi hún engar upplýsingar geta gefið okkur. — En, annars! Þetta er einkennilegt!“ „Hvað er einkennilegt ? “ „Þú ert að tala um að láta framliðna menn tala, — og í sömu andránni opna ég þetta bréf.“ Hann fleygði bréfinu yfir borðið, til mín. Það var frá frú Buckley, og svohljóðandi: j Langley prestssetri. Kæri herra Poirot! Þegar við komum hingað heim, lá fyrir mér bréf, sem hún vesalings dóttir min mun hafa ritað, þegar hún var nýkomin til St. Loo. Ekkert er í þvi, sem yður gæti að gagni orðið, — að minni hyggju, en mér dettur þó í hug, að þér kynnuð að vilja sjá það. MAGGI OG KAGGI. 1. Maggi: Raggi, þetta er fín vél, maður! 2. Maggi: Þegar ég er orðinn stór, ætla ég að verða flug- maður. Raggi: En ég vil heldur stjórna skriðdreka. 3. Maggi: Það er ekki hægt að komast upp i loftið með skriðdreka! Raggi: Það veit ég vel. 4. Raggi: Ég hefi heldur aldrei, eins og þú, verið fyrir það, að vera mjög hátt uppi. Með þakklæti fyrir vinsemd yðar. Yðar einlæg Jean Buckley. Það kom kökkur í hálsinn á mér, þegar ég las bréfið, sem fylgdi. Það var svo raunalega hvers- dagslegt og lýsti algeru uggleysi um að nokkur háski væri á ferðum. Elsku mamma! Ferðin gekk ágætlega í alla staði, og vel fór um mig á leiðinni, því að alla leið til Exeter voru aðeins tveir aðrir farþegar í vagninum. Hér er indælt veður. Nick virðist líða prýðilega, og liggur vel á henni, — ef til vill lítið eitt eirðarlaus, en mér er óskiljan- legt, hvers vegna hún símaði eftir mér, eins og hún orðaði skeytið. Ég hefði alveg eins getað komið á þriðjudag. Ekkert frekar í þetta sinn. Við ætlum út til tedrykkju hjá einhverjum nágrönn- um. Það er fólk frá Ástralíu, sem hefir á leigu gæslumanns-skúrinn. Nick segir að þetta sé bezta fólk, en afkáralegt í fram- komu. Frú Rice og Lazarus er listaverka- sali. Ég ætla að setja þetta bréf í póst- kassann, sem er hér við garðhliðið, — það kemst fljótast leiðar sinnar þannig. Skrifa aftur á morgun. Þín elskandi dóttir. Maggie. P. S. Nick segir, að sérstakar ástæður hafi verið til þess, að hún símaði. Hún ætlar að segja mér, hvemig þessu er hátt- að, síðar í dag. Hún er ákaflega einkenni- leg og eirðarlaus. „Rödd hinnar framliðnu,“ sagði Poirot hóglát- lega. „Og hún segir okkur — ekkert.“ „Póstkassinn við hliðið, varð mér að orði, eins og í hugsunarleysi. „Það var þar, sem Croft kvaðst hafa látið erfðaskrána.“ „Kvaðst hafa — já. En hann skyldi þó aldrei — — ég hefði viljað vita —.“. „Er þá ekkert annað markvert í bréfunum þín- um ?.“ „Ekkert, — og ég er ákaflega óánægður. Ég er í kolsvarta myrkri. Ennþá í myrkri — og skil ekkert." Símanum var hringt í þessu. Poirot tók heyrn- artólið. Ég sá strax að svipur hans breyttist. Viðmót hans við þann, sem hann var að tala við, var mjög þurrlegt, en hann gat þó ekki dulið það fyr- ir mér, að hann var í ákafri geðshræringu. Af tilsvörum hans, gat ég ekkert ráðið um það, hvað um var verið að ræða. Hann lauk samtalinu með því að segja: „Þakka kærlega, — kærar þakkir!“, en kom síðar til min, þar sem ég sat. Augu hans. glömpuðu af æsing. „Vinur minn,“ tók hann til máls. „Hvað sagði ég? Atvikin eru að byrja að gerast." „Hver var þetta?“ „Það var Charles Vyse. Hann var að segja mér, að sér hafi borist erfðaskrá, undirrituð af frænku hans, ungfrú Buckley, með póstinum i morgun, en dagsett 25. febrúar síðastliðinn." „Hvað ? Erfðaskráin ? “ „Auðvitað!“ „Hún er þá komin fram?“ „Og einmitt á hinu rétta augnabliki, — finnst þér það ekki?“ „Heldur þú, að hann sé að segja sannleikann?" „Eða held ég, að hann hafi alltaf haft erfða- skrána í fórum sínum? Áttu við það? Jæja, þetta er allt dálítið skrítið. En eitt er þá ábyggi- legt: ég sagði þér, að ef menn væri látnir halda, að ungfrú Nick væri dáin, þá myndi sitthvað koma á daginn — og sannarlega er þessi spá- dómur minn að rætast!" „Ákaflega einkennilegt," varð mér að orði. „Þama hafðir þú rétt að mæla. Ég geri ráð fyr- ir, að þetta sé erfðaskráin, þar sem Frederica Rice er ákveðin einkaerfingi ? “

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.