Vikan


Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 39, 1943 18 Shirley Temple í ýmsum hlutverkum Endurf undur Framhald af bls. 4. sínum, til þess að taka á móti gestinum, sem hann hafði beðið eftir með óþreyju. Læknirinn steig út úr vagninum, og fylgdi Toft gamla eftir inn um lágar for- stofudyrnar. 1 stofunni hékk svefnlampi á veggnum, °g lýsti á blámálað rúm, sem stóð út undir glugganum. Gullt ljósið bar kynjabirtu í gegnum rósóttan skerminn. Á veggnum héngu ýms málverk; þar var t. d. olíu- málverk af Marteini Lúther og Kristjáni IX og fleirum merkum mönnum. TJti í horni á stofunni tifaði gömul klukka hægt og silalega, og fyllti stofuna einhverjum undursamlegum friði. Læknirinn gekk inn í herbergið með tösku sína í hendinni, og Lars gamli Toft á eftir honum með ljós í hendinni. Hann opnaði dyr innaf stofunni. Það var svefn- herbergið. Læknirinn beygði sig um leið og hann gekk inn um lágar dyrnar; og gamli maðurinn lokaði hurðinni á eftir þeim. Eftir hálfa klukkustund komu þeir aftur fram í stofuna út úr herberginu. Læknirinn settist við stofuborðið og fór að skrifa lyfseðil. Feitlagin stúlka með rjóðar og bústnar kinnar bar þeim kaffi á bakka, og smá- kökur og jólabrauð með. Lars gamli Toft kveikti sér í pípu. „Haldið þér að það sé ekkert ráð til?“ ■spurði Toft allt í einu og saug pípu sína, sem snarkaði í og brakaði. Læknirinn horfði á hann. „Hve gömul er konan yðar orðin, Lars Toft?“ spurði læknirinn. Gamli maðurinn skildi, hvað hann meinti með þessari spurningu. „ja — hún er orðin hálf áttræð,“ svaraði hann, og bauð lækn- inum aftur í bollann. „Það er hár aldur,“ sagði læknirinn <og byrjaði að .plokka rúsínurnar úr jóla- brauðinu. Hann hafði fyrir löngu síðan fengið ógeð á rúsínum og hafði þann sið að taka þær alltaf úr jólabrauði, þegar honum var borið það. „Það deyja svo margar ungar manneskjur — í blóma lífsins, Lars Toft,“ bætti hann við. „Þér Dægrastytting | Vi iiiiiiiimmiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiin mmmmmmmimimniiiiiniuiii^ Orðaþraut. O R N A ÓLIN FUND ' UNDI ARFI LIN A ÖSIR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig', að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð, og er það gamalt heiti. Sjá svar á bls. 14. Vísan um „hann“. 14. Hann er að greiða’ um hólinn stjá, hann er i gleiðarmáti, hann er að reiða höggs til ijá, hann er að sneiða sundur strá. (Þjóðvísa). Öfugmælavísur. Séð hefi ég kapalinn eiga egg, álftina folaldssjúka, úr reyknum hlaðinn vænan vegg, úr vatninu yst var kjúka. 1 eld er bezt að ausa snjó, eykst hans log við þetta. Gott er að hafa gler í skó, þá gengið er í kletta. Handfang. Handfang er skylt krók og krumlu. Tveir menn taka höndum saman; tekur hvor fyrir sig hægri hendinni utan um hægri úlfliðinn á hinum. Þegar hendumar eru komnar í þetta horf, togast þeir á, þangað tíl annarhvor missir af takinu eða kippist til. Handfang eru sjaldgæfari en krókur og krumla. Sumir þreyta handfang með vinstri höndum, en sjaldan sést þáð þó. (Isl. skemmtanir). hafið sjálfsagt einhvern tíma, verið áhorf- andi að því.“ Gamli maðurinn strauk hendinni um ennið. „Já, það hefi ég verið,“ svaraði hann. „Það var í þá daga, þegar stríðið stóð yfir, en það er fyrir yðar minni, læknir.“ „Nei, nei, Lars Toft,“ sagði læknirinn ákafur, „ég man eftir því.“ Lars Tort horfði rannsakandi á hann. „Ég var þá átta ára gamall,“ sagði lækn- irinn og hóf sögu sína um flóttann um Suður-Jótland, sem hann hafði verið að hugsa um á leiðinni. Læknirinn tók upp vindil og dreypti á kaffinu við og við á meðan hann sagði sög- una, og eftir því, sem lengra leið á frásögn læknisins mjakaði Lars gamli Toft sér lengra fram á borðið, og hrukkótta andlitið hans ljómaði af áhuga og eftirvæntingu, að heyra söguna til enda. Hann starði án af- láts á læknirinn, sem hélt sögunni áfram. Þreytuleg augu öldungsins lifnuðu, og það var eins og færðist f jör í þau. Hann krepti fingurnar um pípuna, sem hann hafði gleymt um stund að totta, svo að glóðin í henni dó út. Þegar læknirinn hafði lokið frásögn sinni, tók hann fyrst eftir því, hversu svipur gamla mannsins var undarlegur, þar sem hann sat álútur, og starði fram fyrir sig. „Jæja, Lars Toft, nú verð ég að fara,“ sagði læknirinn og stóð upp. „Bíðið þér -augnablik, bíðið þér augna- blik læknir,“ sagði öldungurinn skyndi- lega. Hann gekk að gamalli kommóðu og dró út skúffu í henni og rótaði dálítið til í henni, þar til hann komst niður undir botninn, þar fann hann loksins svolítinn pakka, og tók hann upp og lagði hann á borðið fyrir framan læknirinn. „Gerið þér svo vel, herra læknir,“ sagði hann. Læknirinn tók pakkann og velti honum milli handa sinna um stund. „Já, gerið þér svo vel, læknir,“ endurtók

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.