Vikan


Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 14

Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 39, 1943 gamli maðurinn og kinkaði kolli. „1 sjálfu sér eigið þér þetta, og nú vil ég þakka yður fyrir lánið.“ Læknirinn opnaði pakkann. Innan úr bréfinu kom gulnaður léreftsklútur, með margra ára gömlum og fölnuðum blóð- blettum í. Lars Toft tók léreftsstykkið upp af borðinu, og hélt því á milli titrandi handa sinna, og benti lækninum á eitt horn þess, sem var ísaumað. „Sjáið þér,“ sagði hann, „þessum stöf- um hefi ég oft verið að velta fyrir mér, en aldrei getað komist að neinni niður- stöðu, ef til vill þekkið þér þá?“ Læknirinn stóð hreyfingarlaus fyrir framan gamla manninn, og var orðlaus af undrun, þetta hafði komið honum svo á ó- vart. Jú, vissulega þekkti hann handbragð móður sinnar, og þó langt væri um liðið þekkti hann þetta léreftsstykki, sem móð- ir hans hafði átt. Lars Toft kinkaði kolli til hans. „Já, ég var særði hermaðurinn, sem þér voruð að segja frá að komið hefði verið með upp í vagninn til yðar, um nóttina þegar þér voruð á flóttanum um Suður-Jótland, og sem móðir yðar hjúkraði á leiðinni. Mig hefir lengi langað til þess að hitta þá manneskju, sem bjargaði þá lífi mínu, og votta henni þakklæti mitt.“ Hann rétti hönd sína til læknisins og þrýsti hana innilega, en þeir þögðu báðir. „Hvað á ég að borga yður mikið fyrir komuna hingað í kvöld, herra læknir?“ spurði gamli maðurinn og tók upp pen- ingaveski sitt. „Tuttugu krónur, þökk fyrir,“ svaraði læknirinn og gekk til dyranna. Lars Toft rétti lækninum gamlan og snjáðan hundrað króna seðil. „Þessu get ég ekki skipt,“ sagði hann afsakandi. „Þess þurfið þér heldur ekki,“ svaraði gamli maðurinn. „Það var ætlun mín að þér fengjuð þetta, herra læknir.“ „Já, en ég sagði tuttugu krónur Lars T©ft,“ endurtók læknirinn og opnaði dyrn- ar. „En þér takið við þessu í kvöld; og helzt vildi ég mega biðja yður að koma hingað tvisvar í viku á meðan konan mín liggur. Ég vona að þér séuð ekki hræddur um að ég geti ekki borgað yður fyrir það.“ Læknirinn horfði á gamla manninn, og var hálf hræddur um að hann hefði móðg- að hann, því hann vissi að hann gat verið stór með sig, og hann var vel efnaður. „Þakka yður fyrir Lars Toft,“ svaraði læknirinn, „ég kem þá aftur eftir tvo daga.“ TJti í garðinum beið ökumaðurinn hjá vagninum og hestinum. Læknirinn steig upp í vagninn, og Lars Toft lagði teppið yfir fætur hans, og lok- aði hurðinni. Læknirinn kinkaði kolli til hans í kveðjuskyni, og gamli maðurinn stóð eftir og horfði á, þegar vagninn rann af stað. Skyndilega sá hann ljósglampa í 202. Vikunnar. 1. hnall. — 3. bátur. — 9. útlim. — 12. sam- þykki. — 13. kæna. — 14. hrína. — 16. hest. — 17. hryg-gri. — 20. félagi. — 22. líta. •— 23. rámur. — 25. skrítinn. — 26. forsetning. — 27. fljóta. — 29. rupl. -— 31. drepa. — 32. hvers vegna. — 33. hag. — 35. hljóp. — 37. nautgrip. — 38. kván. — 40. get. — 41. grauta. — 42. láta hátt. — 44. falska. — 45. bára. -— 46. skips. — 49. örugg. -— 51. forsetning. — 53. kjalband (I bókum). ■— 54. þingdeild. — 55. stormur. — 57. áSur. — 58. loga. -—■ 59. stjóm. — 60. þak. — 62. tónbil. — 64. þor. — 66. veiðarfæri. — 68. óþrif. — 69. hnútur. — 71. þekktar. — 74. tón. — 76. streng. — 77. lægðir. — 79. matur. — 80. væll. — 81. nögl. — 82. ágæta. — 83. bráð. Lóðrétt skýring: 1. haf. — 2. léleg vinna. — 3. læsing. — 4. mótmæli. — 5. fóðra. — 6. þyngdarein. — 7. bætti við. — 8. stingur. 10. jákvæði. — 11. hljóð. — 13. kreik. — 15. angrar. — 18. hjálp. — 19. ekki marga. — 21. raus. — 23. Ijósa. — 24. saumur. — 26. hlynna að. — 27. málfr. heiti. — 28. hlífðar- fat. — 30. auð. — 31. gaddar. — 32. likami. — 34. drep á dyr. — 36. eigrandi. — 38. lak. — 39. peningar. — 41. um matgefinn mann. ■— 43. söng- rödd. — 47. lét. — 48. kistill. — 49. ógyrt. — 50. sár. — 52. leðja. — 54. brún. — 56. vangi. — 59. . eldhúsáhald. — 61. látin fara. — 63. bókstafur- ., inn. — 64. lofaða. — 65. spilda. — 67. naut. — 69. í“hæna (að sér). — 70. hár aldur. — 72. dúkaefni. -i— 73. pípa. — 74. elskuð. — 75. hneigi. — 78. SJ líta. — 79. hreppi. Lausn á 201. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. bát. — 3. almætti. — 9. gæf. — 12. ös. — 13. óræk. — 14. eiða. — 16. ró. — 17. stefnt. — 20. lundur. — 22. lúi. — 23. rós. — 25. mar. — 26. yls. — 27. fermd. — 29. rek. — 31. öxi. — 32. arf. — 33. urg. — 35. pál. — 37. sn. — 38. steingeit. — 40. ló. — 41. áttir. — 42. annar. — 44. ufsa. — 45. kofa. — 46. spýti. — 49. tinið. — 51. tá. — 53. alinmálið. — 54. na. — 55. ótt. — 57. ann. — 58. lét. — 59. vek. — 60. tjá. — 62. grugg. — 64. læs. — 66. óðs. — 68. ala. — 69. kyn. — 71. vonina. — 74, gagn- ar. — 76. ek. — 77. róum. — 79. auki. — 80. mó. — 81. rif. -— 82. trauðla. — 83. fis. gegnum rúðuna, Iæknirinn var að kveikja í pípu sinni, síðan f jarlægðist svarti læknis- vagninn óðum undir stjörnubjörtum næturhimni. Svar við orðaþraut á bls. 13. MJÖLNIR. M O R N A JðLIN ÖPUND LUNDI N ARFI ILINA R Ó S I R. Skilnaður. Hann stóð þarna í dyrunum og horfði á hana. Hún var ljósgeislinn í lífi hans, og hann fann, að lífið mundi vera einskisnýtt án hennar. Hún var svo góð og hrein og elskuleg. En hann vissi, að hann mátti til að fara. Hann átti að skilja við hana; skilja við þessar rauðu varir, sem hann hafði kysst. Hann stundi þungan, þegar hún kom til hans, til þess að kyssa hann enn einu sinni. Hún lagði hvíta armana um háls honum; varir þeirra mættust. Doks reif hann sig laus- an og stökk örvínglaður út á götu; já, hann varð að fara. 1 síðasta sinni veifaði hún vasaklútnum til hans. Þau voru nýgift, og hann var að fara niður í pósthús, til að kaupa tvö tíu-aura frímerki. Lóðrétt: — 1. bösl. — 2. ást. — 3. armi. — 4. læt. — 5. m.k. — 6. te. -— 7. til. — 8. iðum. — 10. æru. — 11. fóru. ■— 13. ófús. — 15. anar. — 18. elli. — 19. mór.' — 21. drep. — 23. refir. — 24. smuga. — 26. yxn. — 27. freisting. — 28. drengileg. — 30. kál. — 31. öskustó. — 32. att. — 34. gin. — 36. lófatak. — 38. stapa. — 39. takið. — 41. áss. — 43. roð. — 47. ýla. — 48. innra. — 49. tálga. — 50. nit. — 52. átt. — 54. nes. — 56. tjón. — 59. vænn. -— 61. áðir. — 63. ull. — 64. lygi. — 65. kver. — 67. snót. — 69. kaka. — 70. hrós. — 72. oki. — 73. aur. — 74. gul. -— 75. ami. — 78. M. a. — 79. að. Svör við spurningum á bls. 4. 1. Jóhann Sigurjónsson. 2. Árið 1899. 3. 161 kílómetri. 4. Árið 1936. 5. 1837, Þórður Sveinsson yfirdómari var aðal forgöngumaður þeirra mála. 6. Hann var þýzkur og var uppi frá 1833 og tii 1897. 7. Ríkið Wyoming í Bandarikjunum, leyfði kon- um fyrst kosningarrétt 1869. 8. John Milton. Höfuðrit hans er „Paradise lost" (Paradísarmissir); þýddur á íslenzku af Jóni Þorlákssyni á Bægisá. 9. Árið 1940. 10. Árið 1809. Víðihríslur í klettum. Þegar víðihríslur og smá-mnnar vaxa í klett-- um, er sagt, að huldufólk eigi það. Merkur mað- ur hefir sagt svo frá: „1 barnæsku minni tók ég eitt sinn hríslu í kletti hjá kvíabóli. Varð þá smalinn hræddur, og sagði að huldufólkið í klett- inum mundi reiðast, svo það hlypi undir ærnar, eða eitthvað yrði að þeim. Þó varð ég svo hepp- inn, að sú spá rættist ekki.“ „Allau skrattann vígja þeir.“ Það er í munnmæli, að þegar Hallgrímur Pétursson kom frá vígslu, kom hann seint um kveld á bæ, guðaði á glugga, en inni fyrir var kerling, sem spurði tíðinda. Þá svarar gesturinn: ,,Og ekki nema það, að þeir eru nýbúnir að vígja hann Hallgrím." „Og allan skrattann vígja þeir", svaraði kerling. En Hallgrímur hafði gaman af svarinu; og er það síðan haft fyrir máltæki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.