Vikan


Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 30.09.1943, Blaðsíða 15
VTKAN, nr. 39, 1943 15 Vélaverkstceði Sigurdar Sveinbjörnssonar Sími 5753. — Skúlatún 6. — Reykjavík. Tekur að sér viðgerðir á bátamótor- um, allt að 25 hestafla. Prufukeyrum og innstillum vélarn- ar að viðgerð lokinni. Með þessu er hægt að gera gamla vél sem nýja. Sendið mótorana í heilu lagi, til þess að hægt sé að gera þá í stand fullkomlega. Kaupi einnig notaða mótora. Aðalslóturtídin er byr juð. Hér eftir seljum við daglega, kjöt í heilum kroppum, slátur, sérstök svið, lifur og hjörtu og mör. Reynt verður að senda slátur heim til kaup- enda ef tekin eru þrjú eða fleiri í senn. Slátrin seljast fyrir sama verð og síðasta ár, — en mör hefir lækkað um tvær kr. hvert kgr. Er það mikil óbein lækkun á sláturverðinu. Kjötið er selt fyrir hið lögákveðna heildsölu- verð til neytenda og hefir það lækkað um 50 aura hvert kgr. fyrir atbeina ríkisstjórnar- innar. Viðskiptavinir! Munið að því fyrr sem þér sendið pantanir yðar, því auðveldara verður að fullnægja þeim. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS, HEILDSALAN. Símar 1249 og 2349. Menntaskólinn á Akureyri Framhald af bls. 7. í sveit, en ekki kaupstað. Strax á fyrsta ári kom það i ljós, að þetta fyrirkomulag var ekki framkvæman- legt, og var búfræðikennslan þess vegna afnumin á Alþingi 1881. Möðruvellir höfðu verið amtmanns- setur síðan á ofanverðri 18. öld. En amtmaður fluttist til Akureyrar, þegar amtmannsstofan brann öðru sinni, 1874. Skólahúsið var reist 1879 á grundvelli þeim, sem verið hafði undir amtmannsstofunni, og varð sá spamaður til þess, að húsið reyndist of mjótt og stofur allar óhentugar. Skólinn var settur 1. október 1880. Kennarar voru fyrst aðeins þrir. Fimm próf voru á hverjum vetri og piltum raðað eftir einkunnum þeim, sem þeir fengu í prófunum. En svona mörg próf þóttu tefja námið og var þeim fækkað niður í tvö 1889. Fyrsta veturinn voru 35 nemendur í skól- anum, en hinn næsta 51 og var það alltof margt. Lengi var meðaltala nemanda 38. Árið 1887 voru ekki iiema 7 nemendur í skólánúm, og vildu þá margir áhrifamenn leggja hann niður. En hinir, sem með honum voru, máttu sín meira. Á fyrstu árum Möðruvallaskólans voru þessar námsgreinir kenndar: Is- lenzka, danska, enska, saga, landa- fræði, reikningur, rúmfræði, náttúru- fræði, efnafræði, söngur og leikfimi. Fyrsti skólastjórinn var Jón Andrésson Hjaltalín, og á fyrstu áratugunum voru margir aðrir merkir menn kennarar, og ekki illa búið að náttúrufræðinni, sem sjá má, á því, að hana kenndu Þorvaldur Thorodd- sen, Stefán skólameistari Stefánsson og Benedikt Gröndal Sveinbjarnar- son. Aðrir kennarai' voru Guttormur Vigfússon, Þórður J. Thoroddsen, Halldór Briem, Ólafur Davíðsson og Magnús Einarsson, söngkennari. Ekki verður hjá því komist, þótt í stuttu yfirliti sé, að geta þeirra manna, sem mest börðust fyrir endur- reisn norðlenzka skólans. Það voru þeira Stefán Þórarinsson amtmaður, séra Arnljótur Ólafsson á Bægisá, Stefán skólameistari Stefánsson og Jónas alþingismaður Jónsson. Þegar brann á Möðruvöllum árið Eru h úsgögn yðar runa- tryggð Er brunatrygging á húsum yðar í samræmi við núverandi verðlag? Talið sem fyrst við oss eða umboðsmenn vora. Sjóvátrgqqi ag íslands! 1902, fluttist skólinn til Akureyrar og var þar í barnaskólahúsinu í tvö ár. Hið veglega skólahús, sem verið hefir aðsetur þessarar menntastofn- unar síðan 1904, var reist fyrir at- beina Hannesar Hafstein og Stefáns skólameistara. Þegar Sigurður Guðmundsson varð skólameistari, árið 1921, gerði hann það að skilyrði, að Guðmundur nátt- úrufræðingur Bárðarson yrði þar kennari. Þetta hafði mikla þýðingu fyrir vísindin. Starf Guðmundar er þjóðkunnugt. Hann kenndi á vetrum, en rannsakaði Tjömes á sumrin. Menntaskólinn var áður gagn- fræðaskóli og höfðu nemendur þaðan rétt til að setjast próflaust í lær- dómsdeild Menntaskólans i Reykja- vik. Nú skiptist skólinn í tvær deild- ir, gagnfræðadeild og lærdómsdeild, en lærdómsdeildin gremist aftur í máladeild og stærðfræðideild. Mennta- skólaréttindi fékk skólinn haustið 1927, en stærðfræðideildin var stofn- uð 1935, eftir tillögu Sigurðar Guð- mundssonar, en með samþykki og veitingu Haralds Guðmundssonar, þá- verandi ráðherra. Vegna rúmleysis er því miður ekki hægt að rekja nánar sögu þessarar merkilegu menntastofnunar eða telja upp hið ágæta kennaralið hennar á síðustu áratugum, en geta skal þess, að vorið 1942 voru brautskráðir þaðan 32 stúdentar úr máladeild og 21 úr stærðfræðideild. Ekki er hægt að skilja svo við þetta mál, að eigi sé getið hmna stórmerku greina, sem birtar eru eftir skólameistara í skýrslum skól- ans. Þær eiga erindi til allra lesandi manna í landinu og ættu að sérprent- ast I ritgerðasafni hið allra fyrsta.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.