Vikan


Vikan - 07.10.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 07.10.1943, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 40, 1943 Pósturinn r^ Rvik, 20. ág., '43. Vikublaðið VIKAN! Eg sé, að þú leysir margra vand- ræði, og langar mig því að biðja þig að svara þvi í „póstinum" þínum, hvort krafizt sé inntökuprófs i yngri deild Samvinnuskólans, og í hvaða námsgreinum sé þá prófað. Loðmundur. Svar: Við spurðumst fyrir um þetta í Samvinnuskólanum og feng- um eftirfarandi svör: Nemendur, sem ætla að setjast í yngri deild Sam- vinnuskólans þurfa að taka próf í eftirtöldum greinum, og hafa lesið kennslubækur, sem hér segir: ' 1. Islenzka, Stutt málfraeðiágrip eftir Björn Guðfinnsson. 2. Reikning, Reikningsbók Ólafs Daníelssonar aftur að prósentureikn- ingi. 3. Dönsku eða sænsku eftir eigin vali. Ef danska er valin þá þarf að hafa lesið 2 hefti af kennslubók Jóns Ófeigssonar, en ef sænskan er valin, þá þarf nemandinn að hafa lesið kennslubók Péturs G. Guðmundsson- ar og Leijström, aftur að bls. 120. 4. Saga: Islandssögu kennslubók Jónasar Jónssonar og Mannkynssögu Þorleifs Bjarnasonar eða Veraldar- sögu H. G. Wells. Krafist er að nemendur skrifi hreint og læsilega. Nemendur mega ekki vera yngri en 17 ára. Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að segja mér eftir hvern enska kennsíu- bókin er, sem kennd er í útvarpinu. Vonast eftir svari sem fyrst. Villa. Svar: Kennslubók sú í ensku, sem kennd hefir verið við Ríkisútvarpið er eftir Eirík Benedikz. 12. september 1943. Kæra Vika! Þú ert svo fróð um marga hluti, Vika mín, og greiðvikin við lesendur þína, þegar þeir leggja spurningar fyrir þig. Þess vegna langar mig nú til þess að spyrja þig um eitt mitt mesta áhugamál, en það er kvenrétt- indamálið. Getur þú sagt mér það, hvenær kvenréttindahreyfingin hóf göngu sina í heiminum. Og hvenær það var, sem konur fóru að fá almenn réttindi á borð við karlmenn? Þessum spurningum þætti mér vænt um að þú svaraðir fyrir mig sem fyrst. Kona. Svar: 1 mannkynssögu Ólafs Hanssonar, segir um kvenréttinda- hreyfinguna: „Allmjög hefir kveðið að baráttu kvenna fyrir því að fá hlutdeild í stjórn ríkis og bæjar- og sveitarfélaga, svo og aðgang að opin- berum embættum. Kvenréttinda- hreyfingin hófst á fyrri hluta 19. aldar og breiddist til flestra landa heims. Bar mjög á henni i Bretlandi á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina, og stofnuðu kvenréttindakonur (suffragettes) þar alloft tii óeirða. Margar af forvígiskonum kvenrétt- indahreyfingarinnar voru merkar konur og gafaðar, t. d. Susan Anthony i Bandaríkjunum, E. Pank- hurst og dætur hennar í Bretlandi og Fredrikka Bremer í Svíþjóð. "Zmsir merkir rithöfundar studdu og hreyfinguna, t. d. J. Stuart Mill. Smám saman fór konum að verða nokkuð ágengt i baráttu sinni. Rikið Wyoming i Bandaríkjunum varð fyrst til þess að veita konum kosn- ingarrétt 1869. Síðan hafa konur fengið kosningarrétt og kjörgengi í fjölmörgum ríkjum. Þó hafa nær engar rómanskar þjóðir veitt konum kosningarrétt, t. d. ekki Frakkar." Kæra Vika! Viltu gera svo vel, að koma mér í bréfasamband við þilt eða stúlku, frá aldrinum 18 til 20 ára. Sama hvar er á landinu. Anna E. Vigfúsdóttir, Hvassafelli, Norðfirði. Reykjavík, 18. sept. 1943. Kæra Vika! Viltu vera svo góð og segja mér, hver er höfundur greinarinnar „Minnismerki Snorra Sturlusonar" er skrifuð var í dagblaðið „Vísir" 23. sept. 1941; á dánardægri Snorra, 700 árum eftir andlát hans. Kær kveðja. Vinur Vigelands. Svar: Höfundurinn er norskur og heitir Bjarni Augustson Mehle. Kæra Vika! Hvað á ég að gera, ég hefi móðg- að strákinn, sem ég er hrifin af svo hræðilega. Hann vildi fá það, sem ég gat ekki veitt honum, og svo var hann svo vondur, af því að ég neit- aði honum. Ég get ekki hætt að hugsa um hann. Hvað á ég að gera til að fá hann aftur? Ég bið eftir svari með óþreyju. Óhamingjusöm. Svar: Ef strákurinn er einhvers virði, þá móðgast hann ekki af því, að þú neitar honum um það, sem þú getur ekki veitt honum. Vertu ekkert að reyna að ná í hann aftur. Ef hann hefir vitglóru til þess að sjá, að það var heimskulegt að móðgast, þá kem- ur hann aftur. Annars skaltu fagna því, að hafa losnað við hann áður en það var orðið of seint. Kæra Vika! Viltu vera svo góð, að svara eftir- farandi spurningum? 1. Ber ekki landsimastöðvunum, hvar sem er á landinu, er hafa mót- tekið skeyti frá annarri stöð, að senda það tafarlaust til viðtakanda, þótt þess sé ekki sérstaklega óskað af sendanda? 2. Hverjum tilheyra frímerki af póstkröfum og fylgibréfum. Póst- stofunni, sendanda póstkröfunnar eða viðtakanda? Með fyrirfram þökk. B. B. og A. J. Svar: 1. Ekki nema sérstaklega sé borg- að undir það, ákveðið gjald. Sjá bls. 34 í símaskránni um sendiferðir með símskeyti. 2. Samkvæmt póstlögum tilheyra frimerkin af fylgibréfum, póstkröf- um og bögglum póststofunni. Slippfélagið í Reykjavík h.f. Símar: 2309 - 2909 - 3009. Símnelni: Slippen. Hreinsum, málum, framkvæmum aðgerðir á stærri og minni skipum Fljót og góð vinna. SELJUM: Saúm, galv. og ógalv. — Skipasaum Borðbolta — Skrúfur — Fiskborða- lakk (Vebalac) — Gasluktir — Grastóg 5" og 6". Kæra Vika! Getur þú sagt okkur hvort hægt sé að læra á guitar án tilsagnar, ef maður hefir aðeins „Guitarskólann"? Hvar fæst bókin og hvað kostar hún ? Beztu þakkir fyrir væntanlegt svar. Tvær músikalskar. Svar: Ef þið eruð mjög „músik- alskar" þá getið þið lært að leika á „guitar' eftir „Guitarskólanum", — annars er auðvitað betra, að fá sér líka nokkra tíma i undirstöðuatrið- unum. „Guitarskólinn" fæst í flestum bókaverzlunum og kostar 20 krónur óbundinn. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að svara eftir- farandi spurningu, helzt sem fyrst, Getur maður sem er óánægður með nafn sitt fengið annað, og ef svo er, hvaða leið er til þess og hvað kostar það? Þakka væntanlegt svar. R. Svar: Aður fyrr þurfti leyfi kon- ungs til þess að fá nafnbreytingu, en nú veitir stjórnarráðið það. Nafn- þreytingu getur sá fengið, sem ber nafn, sem er sérstaklega klaufalegt, óþjóðlegt eða erlent. Allar upplýsing- ar viðvíkjandi þessu getur þú fengið hjá stjórnarráðinu. 17./9. 1943. Kæra Vika! Viltu gjöra svo vel og segja mér, hvort það sé nokkur skömm, að neita officérum um dans á Hótel Borg, þó þeir komi og bjóði manni upp afar kurteislega. Ég vona að þú svarir mér í næsta pósti og hafðu beztu þakkir fyrir tilvonandi svar. Sisí. Svar: Nei, ekki finnst mér það. Mér finnst það meira að segja sjálf- sagt, að ungu stúlkurnar hafi sem minnst afskifti af setuliðsmönnum. Annars skaltu venja þig á, að skera sjálf úr því, hvað sé rétt og hvað sé ekki rétt að gera. Þú skalt byrja á því strax, að rækta tilfinningar þínar fyrir háttvísi. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að segja mér, hvað ég á að gera til að fá fallega hvíta húð; ég hefi svo veika húð í andlitinu, og hvernig á ég að losna við rauðar kinnar? Eg vona að þú getir gefið mér gott ráð. Dódó. Svar: Til þess að fá fallega húð þarf fyrst og fremst hréinlæti. Þú skalt alltaf hreinsa húðina með „kremi" og þvo áður en þú ferð í rúmið á kvöldin. Súr mjólk er sögð vera góð, til þess að gera húðina hvíta. Við rauðum kirinum er reyn- andi að forðast of miklar hitabreyt- ingar. Annars eru rjóðir. vangar mesta prýði ungra blómarósa. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík.'— Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.