Vikan


Vikan - 07.10.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 07.10.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 40, 1943 Skipstjóra- og stýrimannafélagið „Aldan" VIKAN átti stutt viðtal við Guðbjart Ólafsson hafnsögumann, en hann er nú formaður „Öldunnar". Er það, sem hér f er á ef tir, byggt á f rásögn hans: Skipstjóra og stýrimannafélagið „Ald- an" var stofnað 7. október 1893. Stofnend- ur voru um 30 að tölu og því ekki allir á Bayndinni, sem birt er á forsíðunni. Tilgangur félagsins er, eins og sagt er í 2. gr. laga þess, að hlynna að öllu því, sem til framfara og eflingar lýtur við fiskiveiðar og sigling- / »" :rf? ar landsmanna, og ennfremur að auka samvinnu meðal skip- stjóra og stýrimanna og gæta l'j hagsmuna þeirra. Fyrstu stjórn- ina skipuðu Asgeir Þorsteinsson skipstjóri form., gjaldkeri Mar- teinn Teitsson, ritari Stefán Pálsson. 1 þann mund, sem fé- lagið var stofnað, var lítið um stéttasamtök hér og má því segja að þeir sem beittu sér fyr- ir stofnun Öldufélagsins hafi verið 4 undan sinni samtíð. Eftir að félagið tók til starfa var mikið líf og fjör í öllum fé- lagsframkvæmdum, og verður aðeins fátt nefnt hér af því, sem það tók sér fyrir hendur. Það mun hafa verið með því fyrsta sem kom til átaka um við útgerðarmenn, að matarforði skipverja væri ekki vigt- aður á landi til hvers eins, heldur tekinn heildarforði til „túrsins í einu lagi, og af- hentur um borð hverjum einum vikulega. Þótti þetta mjög mikil réttarbót frá því sem áður var, því oft skemmdust mat- væli, þar sem geymslurúm var mjög ófullkomið. Ennfremur var beitt sér fyrir því að inn- eign væri greidd að einhverju leyti í peningum, en þá var mjög algengt að greiðsla færi fram í innskrift eða vörum. Fékkst strax nokkur lagfæring á þessu fyrir atbeina félagsins. Frá Öldufélaginu komu fyrstu tillögur viðvíkjandi lögum um atvinnu við siglingar á íslenzk- um skipum og hefir félagið ávallt fylgst vel með, þegar breytingar hafa verið gerðar á þeim, og reynt að hafa áhrif á það tii bóta. Sjá forsídu Einnig var reynt eftir mætti að hafa áhrif á að vitar væru reistir sem víðast og þar sem mest var aðkallandi þörf, en sá róður gekk mjög seint, þar til nú á síð- asta áratug, að talsvert hefir úr rætzt, þó mikið vanti á, að vitakerfið sé eins og æskilegt væri. Það er óhætt að fullyrða það, að félagið hefir beitt sér fyrir öllu því, sem hefir verið sjómannastéttinni og sjávarútveg- y Fyrstu þilskip Reykjavíkur: Fanney og Reykjavik. inum til heilla og skulu hér nefnd nokkur dæmi. Aldan var með að stofna Fiskifélag Islands og hefir átt fyrir meðlimi sína alla formenn þess, nema þann sem nú er. Ennfremur var það Öldufélagið, ásamt fleirum, sem gekkst fyrir stofnun Slysa- varnafélags íslands. Þá nvar það Öldufé- lagið, sem var með í því að beita sér fyrir stofnun Farmanna og fiskimannasam- bands Islands og ennfremur að byrjað var hefir félagið alltaf haft samvinnu við önn- ur stéttafélög sjómanna, þegar um stór- mál stéttarinnar hefir verið að ræða og hefir mikið áunnist við það. Meðan bæjarmál Reykjavíkur voru rædd að mestu án flokkaskipta átti félagið venjulega tvo fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur, en nú síðari árin hefir þetta, breytzt, enda hefir félagið aldrei merkt sig neinum pólitískum lit. Fulltrúa í nafnar- stjórn Reykjavíkur hefir „Ald- an" átt í f jölda mörg ár og er svo enn. Skömmu eftir stofnun félags- ins, eða nánar tiltekið í ársbyrj- un 1894, var stofnaður sjóður, sem nefndur var styrktarsjóður Skipstjóra og stýrimannafélags- ins Aldan. Stofnféð var kr. 144, en við síðasta aðalfund nam sjóðseign 68 þúsundum. Á þess- um árum hefir verið veitt í styrki hærri upphæð en sjóðs- eignin er nú. Tilgangur með líti; sjóðstofnuninni er að styrkja meðlimi „Öldunnar", sem hjálp- arþurfa verða, ekkjur þeirra og börn. Það má sjá það á stofnfénu að pen- ingar hafa ekki verið miklir í umferð í þá daga, en það var vel Unnið að eflingu sjóðs- ins með hlutaveltum o.fl. Einnig greiddu sumir af útgerðarmönnum árl. nokkrar kr. til sjóðsins — en það var aðeins á skútu- tímabilinu. — Þegar skúturnar hurfu og togararnir tóku við, breyttist mjög í óhag fyrir Öldunni. Nú voru félagarnir bundnir við störf sín mest allt árið, gátu lítinn tíma misst til félagsstarfsemi, fundir urðu strjálli en verið höfðu. — Allt fyrir það lifir „Aldan" samt á fimmtugs af- mælinu og jafnvel getur svo farið áður en langt um líður, að hún rísi hærra en nokkru sinni fyrr. Þilskipafloti Reykjavikur um aldamótin. á því að helga sjómannastéttinni einn dag á ári — sjómannadaginn. — Auk þess, Stjórn „öldunnar" skipa: Formaður Guðbjartur Ólafs- son hafnsögumaður, gjaldkeri Guðmundur Sveinsson skipstjóri og ritari Kristján Schram skipstjóri. Úr ýmsum áttum. Amerískir hermenn a Suður-Kyrrahafi eru oft grátt leiknir af íbúum eyjanna þar. Eitt sinn kom ungur sjóliði á land á einni eynni og hafði með sér pípu, sem hann hafði keypt heima fyrir einn íollar. Hann seldi yfirmanni eyjunnar pípuna fyr- ir sjötíu og fimm dollara. Hann var mjög undrandi, er hann nokkrum dögum seinna sá yfirmann sinn koma með þessa sömu pípu um borð. „Hvað viltu selja mér hana á?" spurði hann, að gamni sínu. „Ég léti hana ekki, hvað sem væri i boði", svaraði liðsforinginn. „Hún er mörg hundruð ára gömul og hefir verið í eigu sama œttflokksins alla tíð, og ég gat með herkjubrögðum herjað hana út, fyrir hundrað tuttugu og fimm dollara." ... Liðsforingi einn. ,a ..Guadalcanal hét hundrað dollurum fyrir hvern Japana sem tekinn yrði lifandi til fanga. Brátt tóku að streyma hermenn með þau ógrynni af fðngum, að yfirmennirnir undruðust. Liðsforingi einn spurði hverju þetta sætti, að svo auðvelt væri að taka Japanina til fanga, og fól liðþjálfa einum að komast að því. „Ó," sagði liðþjálfinn, „þetta er auðvelt. Yfir- mennirnir hérna úti í skóginum hafa ekki heyrt um þessi verðlaun, svo við kaupum Japanina af þeim, á fimm dollara hvern."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.