Vikan


Vikan - 07.10.1943, Page 4

Vikan - 07.10.1943, Page 4
4 VTKAN, nr„ 40, 1943 Tvisvar sinnum hafði Joe Brown séð þessa undrafögru demantsperlu, hún hékk á þunnri platínufesti, og var á stærð við hnetu. Það sló frá henni undrafögrum ljóma, þar sem hún lá á hvít- um hálsi litlu telpunnar. Eitt sinn hafði hann séð fallega einka- bifreið standa á torginu fyrir utan höll milljónamæringsins, þjónninn hafði komið niður hinar breiðu tröppur, en uppi á pall- inum hafði Vessey Challouer milljónamær- ingur staðið og horft á litlu dóttur sína, sem hoppaði fram og aftur um gangstétt- ina, þar til þjónninn opnaði fyrir hana hurðina á bifreiðinni. ,,Þér eigið að aka til leikhússins,“ hafði milljónamæringurinn kallað til bifreiðar- stjórans. Þar átti að sýna barnaleikrit og litla stúlkan átti að fara þangað ásamt barnfóstru sinni. Það var það, sem Joe hafði séð demantsperluna fyrst, og freist- ingin hafði nú unnið sigur á honum. Ekki svo að skilja, að hann væri venju- legur þjófur, nei, þvert á móti hafði hann alla tíð verið heiðarlegur maður, en þarna á hálsi barnsins sá hann hlut, — sem gat gert það að verkum, að hann gæti fengið lækningu handa konu sinni, og satt hungur barna þeirra. Vessey Challouer var nú farinn út — það vissi Joe — þjónustustúlkurnar veittu honum enga athygli, og hann heyrði það á samtali þeirra að þær voru að búa sig til þess að fara í kvikmyndahús. Barnfóstr- una hafði hann séð ganga arm í arm, með varðliðsmanni í ljósbláum einkennisbúningi. Þau höfðu verið á leið til einhvers skemmtistaðarins. Joe hafði óðara læðst inn um bakdyrnar, þegar hann sá að öllu var óhætt. Þegar hann gekk fram hjá eldhúsdyrunum heyrði hann hrotur innan úr eldhúsinu, hann leit inn í dyrnar, og sá þar franska matsvein- inn sitjandi á stól, hann hafði auðsjáan- lega notað næðið til að fá sér góðan dúr. Hann læddist á tánum upp myrkan gang- inn upp á fyrstu hæð. Allt í einu sá hann ljós á lampa. Hann gætti vel í kringum sig, og sá inn í hvít- málað skrautlegt herbergi. Glóðin í ofnin- xun var nær því útbrunnin. En við daufa birtuna frá náttlampanum sá hann barnið í rúminu undir mjallhvítri sæng. Hann gekk hljóðlaust inn í herbergið. Hann vissi hvar perluna var að finna — á hvítum hálsi litlu telpunnar. Hann gekk rakleitt að rúminu og beygði sig yfir rúmið að barn- inu, og hélt niðri í sér andanum. Þar lá perlan á brjósti barnsins undir fíngerðum blúndum náttkjólsins, sem bif- uðust til fyrir andardrætti þess .... Á næsta augnabliki læddist hann út úr her- berginu með perluna í vasa sínum. Um leið valt kolastykki til í ofninum, og við það vaknaði barnið og settist upp í rúm- inu. Telpan sat hreyfingarlaus um stund og starði í eldinn í ofninum, það fór um hana hrollur, eins og henni væri kalt, því næst svifti hún ofan af sér ábreiðunni, tók leikfang úr rúminu hjá sér, og fór fram á gólfið. Hún gekk í áttina að stiganum; á Smásaga eftir P. Mölholt. meðan vék Joe sér inn í myrkt skot, svo að hann sæist síður. Fyrst var hann hrædd- ur um að litla stúlkan yrði sín vör. En hún gekk fram hjá honum að dyrunum og opnað þær án þess að sjá hann. Það lifði ljós í stofunni, sem hún fór inn í, á borð- inu stóð saumakarfa, en þar var enginn inni. „Hún er náttúrlega að leita að barn- fóstrunni," tautaði Joe við sjálfan sig. „Sú léttúðuga stúlka er nú í góðu yfirlæti með hermanninum sínum,“ hugsaði hann. Barnið snéri við og gekk aftur til her- bergis síns. Hún staðnæmdist hjá kolaofn- inum og tók skörunginn og fór að skara í kolaglóðina. Það skeði allt í einni svipan með skelfi- legri leiftran! Náttkjóll telpunnar hafði komið of nærri eldinum, og loginn hafði 1 VITIÐ ÞÉR ÞAD? [ = 1. Eftir hvern er þetta erindi ? I Þú bauðst mér til veizlu, ljúfa líf, ljósum var höll þín skreytt; harpan var slegin og dansað dátt | og dýrast mungát veitt. = 2. Hvenær tók Reykjaskóli í Hrútafirði | til starfa? í 3. Hvað er langt frá Reykjavík, kringum i Hvalfjörð, til Húsafells? i 4. Hverrar þjóðar var tónskáldið Frede- = ric Chopin, og hvenær var hann uppi? i i 5. Hvenær var fyrst byrjað að neyta : 1 tóbaks í Evrópu? i 6. Hvenær brutust Bandaríki Norður- i Ameriku undan Englendingum ? 1 7. Hver var það sem lagði fyrstur Islend- i inga út á braut verkfræðinnar ? i 8. Hvenær misstu Tyrkir Ungverjaland ? = i 9. Hvar er hampur mest ræktaður? i 10. Hvenær komst Hannoverættin til valda = í Englandi? Sjá svör á bls. 14. | •MMlll^l•MtlMMM•••««••■M•MlMl•ll«»•m•••M•••*•«M••••M««tt*••••■•«l■**•*••**,,,n,,,,,m, læst sig í hann. Barninu varð flemt við og reikaði að náttborðinu. En svo sneri hún við og hljóp að rúmi sínu. Knipplingar sængurinnar byrjuðu strax að brenna; og nú breiddist eldurinn út og náði glugga- tjöldunum. En ennþá hafði barnið ekki kallað á hjálp. Joe gat ekki komið sér að því að flýja í burtu frá þessum hræðilega atburði. Sem elding flugu hugsanir hans fram og aftur. Ef hann kæmi sér ekki í burtu, mundi það þýða fangelsi fyrir hann, sult og fátækt fyrir f jölskyldu hans. Demantsperlan var i vasa hans. Hvaða þýðingu hafði það fyrir hann, hvort þetta barn lifði eða dæi, það var honum óviðkomandi, átti hann að bera ábyrgð á því? ■— En hann gat samt ekki flúið. Á næsta augnabliki var hann kominn inn í herbergið til telpunnar, hann reif hið þykka gólfteppi af gólfinu og sveipaði þvi utan um barnið, og slökkti á því eldinn. Með berum höndunum sleit hann logandi gluggatjöldin niður og trampaði á þeim með fótunum, því næst tók hann vatns- könnu, sem stóð á náttborðinu og helti úr henni yfir rúmfötin. Hann hafði unnið sigur yfir eldinum, en hann leit óhugnanlega út á eftir, hendur hans og andlit voru kolsvart af sótinu. . Allt í einu heyrðist gengið um húsið. Óttasleginn rödd og hratt fótatak heyrð- ist niðri á ganginum. „Hvað er um að vera, Gladys? Nú er ég að koma!“ Það voru barnfóstran, matsveinninn, þjónustu- og eldhússtúlkurnar, sem komu æðandi inn í herbergið. Þau störðu öll for- viða af undrun á Joe. „Þjófur, guð almáttugur!“ hrópaði mat- sveinninn. — „Brennuvargur!“ hrópaði ein þjónustustúlkan. — „Morðingi!“ sagði barnfóstran skrækróma. Joe stóð hjá litlu stúlkunni, sem lá hreyfingarlaus innan í teppinu, hann liélt á vatnskönnunni í hendinni, og horfði á skelkað þjónustufólkið. Það gekk éinhver upp stigann, það var Vessey Challouer, hann hélt á marghleypu í hendinni. Inni 1 herberginu ríkti nú dauðaþögn. Hann horfði náfölur á litlu dóttur sína, og gekk til hennar og tók hana í fang sér. „Kallið á lögregluna, strax, undir eins!“ sagði milljónamæringurinn æstur. „Þetta skuluð þér fá maklega borgað." Hann horfði á brunninn náttkjól dóttur sinnar, andlit hans var fölara og fölara, og hann beit tönnunum saman af geðshrær- ingu. „Níðingsmenni!" stundi hann og horfði á Joe. „Ég gæti drepið yður!“ „Perlan!“ hrópaði barnfóstran, „perlan er horfin!“ „Það er nú ekki það versta,“ sagði milljónamæringurinn, og gekk til Joe og þvingaði hann til þess að opna lófa vinstri Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.