Vikan


Vikan - 07.10.1943, Side 5

Vikan - 07.10.1943, Side 5
VIKAN, nr. 40, 1943 5 N »>*á>&i»t>t*,*>S>&t>M*t>***+4>4>**>*4>'*>+++****** Pramhaldssaga |* i 119 Konan í Glenns'kastala 1 t>»<»»<»»<i>»»<i<<fr<i><fr<p<tMp<t*t«^^ _ ÁSTASAGA „Barbara má ekki halda, að ég ætli að bíða hennar i mörg ár; ég vil fá hana með mér strax! Ég er nú svo stæður að ég get séð fyrir konu minni á bezta hátt, hana þarf ekkert að skorta. Ég hefi verið heppinn í viðskiptum mínum, og grætt vel, og ég hefi ekki hugsað mér að lifa sem munkur. Ég vil fá konu mína strax og vil hafa böm í kringum mig; ég vil ekki verða orðinn miðaldra maður, þegar Barbara kemur til mín, hin unga og fallega Barbara skal ekki vera orðin föl og hæruskotin kona, þegar ég fyrst fæ að njóta hennar.“ Hann hamraði óþolinmóðlega með fingrunum á borðið sem var við hlið hans. „Þér megið ekki halda,“ hélt Howard áfram, ,,að ég sé eigingjarn fyrir því. Ég skal heldur ekki vera órýmilegur. Ég skal gefa Barböru eftir eitt ár, ef hún óskar þess, en svo vil ég sannar- lega ekki þurfa að bíða lengur! Æskan varir ekki til eilífðar, það er eins með konurnar og blómin, sem fölna, ferskasti roðinn hverfur." Hann ræskti sig, og leit brosandi á prestinn. „Ég veit að hún kemur til min! Hún elskaði mig einu sinni, og hún elskar mig ennþá. Hennar trygglynda hjarta skipar henni að koma til mín; hennar trygglynda hjarta verður dómarinn í því máli! Og hún er svo ung, hún er sköpuð af holdi og blóði eins og við öll hin. Hvað getur þessi ljóti og leiðinlegi staður fært henni annað en sorglegar minningar. Þetta er eins og líkhús dauðra vona, og óska! Hún vill áreiðanlega koma bráðum og njóta sólar og heilnæms loftslags! Hún mun hugsa um mig, og gleyma Ethnee. Hún hiun þrá mig, þrá að eignast bam sjálf, okkar barn!“ Howard þagnaði skyndilega,. og sá eftir því, hversu opinskár hann hafði verið við gamla prestinn, en faðir Matthews brá höndunum fyrir augu sér. „Það getur verið,“ sagði hann, „að Barbara Maloney látist stjórnast af ást sinni til yðar, og fari með yður vegna þess, en ég efast um það. Hún er góð og göfug og það verður yður til lítils sóma, ef þér viljið rugla tilfinningar hennar, ef hún á að velja um skyldur sínar, eða ást sina á yður, og hafna öðru hvoru. Hún hefir sannarlega fengið að reyna nóg, þótt ekki væri bætt á hugarangur hennar!" „En ég vil alls ekki valda henni áhyggjum og sorgum, þvert á móti, ég vil vaka yfir henni og verja hana fyrir þeim, og hún skal verða ham- ingjusamari en nokkur annar!“ Hann brosti og það brá fyrir hreykni í röddinni, um leið og hann snéri sér að faðir Matthews. Hún kemur með mér, ég veit það fyrir víst! Ég hefi lykilinn að hjarta hennar, eins og þar stendur. Hún getur ekki annað en komið.“ Dagstofudyrnar voru opnaðar og Barbara kom inn. Augnaráð hennar var rólegt, en festulegt, hún hafði unnið sigur yfir sjálfri sér og tilfinn- ingum sínum. „Nú er ég búin að segja fyrir í eldhúsinu um það sem, þér voruð að tala um, faðir Matthews," sagði hún, „og Biddy ætlar að fara til Norahs með það, sem ég ætla að gefa, hana langar sjálfri svo mikið til þess að sjá tvíburana!" „Og ég verð líka að fara,“ sagði faðir Matt- hews og stóð upp. „Ég sit hér og eyði tímanum!" Hann brosti til Barböru og Howards, en svip- ur hans var skuggalegur, þegar hann nokkrum minútum síðar gekk niður garðinn, og hann hristi höfuðið áhyggjufullur. Forsasa : Howard Burton æskuvinur ** * Barböru fer til Suður- Afríku. Barbara vérður fyrir sárum von- brigðum út af því, að hann skyldi ekki biðja sín áður en hann fór. Pierce Maloney kemur heim á heimili Ann frænkú Barböru, eftir að hafa lent í bifreiðarslysi. Hann vinnur ást Barböru, og þau giftast nokkru seinna. Frú Burton, móðir Howards, ásakar hana um trúleysi við son sinn, og fullvissar hana um, að hann elski hana. Pierce heldur sig mjög rikmannlega á brúðkaupsferðinni, og Barbara álítur að hann sé efnaður maður. En þegar þau koma á heimiii hans í Glenns-kastala á Irlandi, verður hún fyrir vonbrigðum, þegar hún sér hversu allt er þar fátæklegt. Þá fær hún líka, fyrst að vita, að Pierce er ekkjumaður og á tvö börn. Bömin eru fyrst í stað mjög óstýri- lát við Barböru. Af þessu öllu verður Barbara mjög bitur og ásakar sjálfa sig fyrir það að hafa gifst Pierce. En brátt greiðast fjárhagsörðugleikar hans, og tek- ur hún þá til óspilltra málanna, að lagfæra allt í Glenns-kastala. Börnin hafa nú líka tekið ástfóstri við hana. Hún hefir eignast son og er nú enn á ný orðin hamingjusöm. En þá kemur sorgin eins og reiðarslag yfir hana. Pierce og litli drengurinn hennar farast báðir af slysförum. Barbara verður örvingluð af sorg sinni, og fer frá stjúp- bömum sínum til Englands til Ann frænku sinnar. Nokkru síðar fær hún bréf frá faðir Matthews, þar sem hann segir henni að Patrick sé hættulega veikur. Hún bregður óðara við og fer aftur til Irlands til drengs- ins, sem brátt komst til heilsu aftur. Revel- stone lávarður heimsækir Barböm, og býð- ur henni til sin, en hún vill ekki yfirgefa Glenns-kastala. Þennan sama dag kemur Howard Burton í heimsókn til Barböru í þeim erindagerðum að biðja hennar, en hún vill sem minnst um það mál tala og skilur Burton og faðir Matthews eftir eina saman. „Er þessi ungi maður virkilega verður ástar Barböra Maloney, verðskuldar hann virkilega að eiga jafn góða konu og hún er?“ tautaði gamli presturinn við sjálfan sig. „Ég held ekki. Hún stendur honum miklu framar, hún er orðin meira þroskuð. Hann getur aldrei skilið hennar djúpu og fínu tilfinningar. Hún hefir að visu verið óþroskuð og bamaleg í sér, en hún er komin yfir það núna! Hún verður að eignast mann, sem getur skilið, að i raun og veru grói aldrei gröf bamsins hennar; sem getur skilið, að sorg henn- ar sé annað og meira en dægurfluga. Getur hann gert hana hamingjusama — getur hann það?“ Kollur faðir Matthew var fullur af heila- brotum. „Hamingjan — þetta orð má skilja á marga mismunandi vegu, og maður getur fundið ham- ingjuna á svo margan mismunandi hátt. En mundi Barbara verða hamingjusöm með það að sitja í friði og ró á heimili elskhuga síns, ef hún hlypi í burtu frá slcyldum sínum? En aftur á móti ef hún lætur hann bíða eftir sér I nokkur ár, mun þá þessi ungi maður halda tryggð sinni og ást óslokknaðri allan þann tíma? Mun hann elska hana jafn heitt, þegar hann kemur aftur til henn- ar, þá orðinn miðaldra maður?“ Gamli presturinn hristi dapurlega höfuðið. „Ó, þetta verður alltaf meiri og meiri glundroði og ruglingur! Og ég, sem hélt að nú væri ég að sjá veginn opnast fyrir henni, að ég sæi hamingj- una brosa við henni að nýju!“ Hann stundi við og starði fram fyrir sig í þokuna, þangað til hann litlu síðar heyrði þungan og angurværan niðinn í hafinu, þegar bárumar lentu á sandinum í flæð- armálinu. „Guð einn verður að ráða fram úr þessu vandamáli, Barböru," muldraði hann svo veikum rómi. „Þetta er of mikið fyrir gamlan prest, til þess að ráða fram úr. Ég óska af öllu minu hjarta, að henni auðnist það að verða hamingjusöm; ég veit, að hún hefir feilt mörg tár, en ég vil ekki til þess vita, að hún sviki skyldur sinar. Það er of dýrkeypt hamingja." 19. KAFLI. „Þér verðið að lofa mér að hugsa mig um þetta! Ég skal skrifa yður eftir nokkra daga, Howard, og segja yður skoðun mína.“ Barbara talaði hægt, og var hugsandi á svip- inn, en Burton néri saman höndunum óþolinmóð- lega. Klukkan var að verða tíu um kvöldið. Enda þótt langt væri síðan, að morgunmaturinn hafði verið framborinn, sat Howard Burton engu að síður rólegur i stóru borðstofunni í Glenns- kastala, í rúmgóðu, fallegu stofunni, sem nú virt- ist ennþá vinalegri og vistlegri, eftir að ljósið hafði verið kveikt. Barbara hallaði sér aftur á bak í stól sínum. Bjarma frá aminum sló á áhyggjufullt andlit hennar og óstyrkar hendur. Hún var klædd í svartan kjól, sem var hár í hálsinn, en þrátt fyrir búning hennar var varla hægt að sjá, að hún væri í sorg, hún líktist miklu fremur ungri og ólífsrejmdri stúlku en ekkju. „Látið þér mig nú ekki fara og þurfa að bíða eftir yður, Barbara, verið þér nú svolítið eftir- látar við mig. Ég elska yður svo heitt, Barbara!" Rödd Howards var biðjandi, og ofurlítið óstyrk.. „Ég er ekki einn þeirra manna, sem kunna utan að heilar þulur af fagurmælum,“ hélt hann áfram rólega, „en þér vitið það ofur vel, að það hefir aldrei verið önnur kona en þér, sem hefir átt hjarta mitt; aðeins þér og engin önnur." „Já, það veit ég,“ svaraði Barbara milt, og innst í hjarta sínu fann hún til stolts yfir því, að hún skyldi hafa verið þess megnug að vekja manni slíka ást, sem hún hafði gert. „En þér verðið líka. að skilja mína afstöðu,“ bætti hún við. „Getið þér ekki skilið tilfinningar minar og aðstæður? Það er ekki nóg, að mér hafi þótt vænt um yður í gamla daga, þér fóruð í burtu án þess að gefa mér nokkra ástæðu til þess að halda, að þér kærðuð yðu.r nokkum hlut um mig. Þá dofnaði ást mín til yðar og þegar ég kynntist Pierce féll mér hann vel í geð, og fór svo að elska hann. Ég þráði líka að gleyma yður Howard, og ég vildi láta fólkið sjá að ég sæti ekki í sárum, út af manni, sem var allur á bak og burt, eitthvað út í heiminn." „Ég skii þetta allt saman, Barbara," sagði Howard. En hætti þér nú bara að hugsa um fortíðina. Það er framtíðin, sem við eigum að tala um." „Ég get ekki hjá því komist að tala um for- tiðina, fyrst við emm komin út í þessar umræð- ur,“ svaraði hún. „Annars getið þér ekki skilið tilfinningar mínar núna.“ Hún þagnaði og dró þungt andann, og horfði sem í draumi í glóðina á aminum. „Pierce var mér svo góður, og hann elskaði mig mjög heitt, og ég unni honum innilega — og litla barninu okkar. Svo skeði þessi hræðilegi atburður, sem ég aldrei gleymi, þegar Pierce og litli drengurinn dóu. I langan tíma á eftir, ætlaði sorgin alveg að buga mig. Ég fór heim til Eng-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.