Vikan


Vikan - 07.10.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 07.10.1943, Blaðsíða 6
6 \ VIKAN, nr. 40, 1943 lands til Ann frænku, þá var ég svo hugsunar- laus gagnvart börnunum. En svo þegar ég frétti að Patrick væri alvarlega veikur af taugaveiki, var ég neydd til þess að fara aftur til Irlands, til þess að annast hann, og því sé ég aldrei eftir. Og þegar Patrick var orðinn svo hress, að hann gat farið á fætur og gengið um, þá hafði ég líka náð mér aftur, og fann að nýju lífsþrótt minn, sem áður hafði verið svo lamaður." Hún þagnaði aftur, og hélt höndunum um hné sér, og starði án afláts í snarkandi glóðina. „Ég hefi enga von um það, að verða hamingju- söm i ástum; og kæri mig heldur ekkert um að verða það héðan af. Ég finn, að guð hefir gert svo ráð fyrir, að ég verði ein af þeim konum, sem aldrei geta fundið gæfuna í þessu lífi, eða nokkura gleði, sem þó er nóg af allsstaðar í kring um mann. Þess vegna hefi ég tekið þá ákvörðun að lifa framvegis útilokuð frá umheiminum, og hafa „skyldurnar" að einkunnarorði mínu. Ef að ég hefði verið kaþólsk, og ekkert heimili átt, sem batt mig, þá væri ég nú orðin nunna, og hefði fórnað guði ævi minni, en af því að ég er mótmælendatrúar, og hefi þar að auki börn Pierce til að annast, þá fannst mér lang eðlileg- ast að ég fórnaði þeim kröftum mínum. Howard gekk að stólnum, sem Barbara' sat í og lagði hendur sínar um axlir hennar. „Þetta er allt saman mjög fallegt og gott," sagði hann stillilega, „en þér vitið það óskóp vel, að yður þykir vænt um mig! Þér voruð mín áður en þér hittuð Pierce Maloney, og nú þegar hann er dáinn, eruð þér aftur min. Gleymið þér þessum gamla og leiðinlega stað, og börnum Pierce, og kveðjið þetta allt saman hér! Komið með mér út í hina stóru og viðburðariku veröld — komið aftur til elskhuga yðar!" Hann breiddi faðminn á móti henni. Hún fékk hjartslátt og kinnar hennar voru blóðrjóðar, og augu hennar flutu í tárum. „Ó, Howard-------," stundi hún. „Þér munduð áreiðanlega kunna vel við yður í Rhodesia, Barbara; það er yndislega fallegt land. Afi minn dó nokkru eftir að ég kom þangað, og hann arfleiddi mig að dálítilli peningaupphæð, sem ég lagði alla fyrir til geymslu og vaxta, og þá var ég viss um að síðar . meir mundi fjárhagur minn batna. Og það gekk lika betur en ég hafði þorað að vona, mikið betur! Ég hefi grætt mikla peninga, Barbara, og við getum látið okkur líða mjög vel í Rhodesia — mjög vel. Ég hefi keypt stóran búgarð, og mjög bráðlega get ég ef til vill selt hann aftur fyrir fjórum eða fimm sinnum meira verð en ég gaf fyrir hann. Jörðin hækkar í verði með hverjum degi sem líður, og ég held, að mér sé óhætt að fullyrða það, að ég verði ríkur maður. Þér skuluð fá fallegt heimili í Englandi, og allt sem hægt er að fá fyrir peninga skal ég veita yður." „Ekki freista mín, Howard!" sagði Barbara biðjandi. „Það mundi ekki vera rétt gert ai mér, nei, það væri hræðilega heimskulegt, ef ég yfir- gæfi Ethnee áður en hún er komin á þann aldur, að geta séð sér farborða sjálf! Og hvar ætti Patrick að vera í skólaleyfum sinum, ef ég færi í burtu? Og þar að auki mundu leiguliðarnir ekki vilja borga afgjöld sín, ef ég yfirgæfi þetta heimili, og færi í burtu — ég veit, að þeir vildu það ekki. Þetta er sómafólk hérna, og það hefir tekið tryggð við mig. Og fyrst að því líkar við mig sem húsbónda sinn, þá veit ég, að það vill ekki að breytt sé til. Nei, ég get ekki yfirgefið Glenns-kastala." Hún neri saman titrandi hóndunum, og varið hennar bifuðust. En Howard hristi höfuðið áhyggjufullur á svipinn. „Verið þér ekki svona heimskulegar, Barbara, yður ber alls ekki skylda til þess að fórna yður fyrir stjúpbörn yðar. Það er mjög mikill mis- skilningur af yður að telja yður trú um þetta. Ethnee getur mæta vel farið í heimavistarskóla og í skólaleyfum sínum geta þau bæði tvö dvalið hjá ættingjum sínum. „Nei, það geta þau ekki," sagði Barbara. „Börnin eiga alls enga ættingja til lengur. Þar að auki eru þau bæði öðru visi en börn gerast almennt; þau eru einþykk, og það er ekki öllum hent að vinna hjörtu þeirra. Þau voru bæði smá- börn, þegar ég kom hingað, og voru óstýrilát við mig fyrst í stað, en nú eru þau orðin mér svo handgengin, að ég get ekki farið frá þeim." Hún stóð upp gekk um gólf í stofunni. Andlit hennar var fölt, og hún beit fast saman vör- unum. „Eg held, að ég mundi vilja giftast yður, Howard," sagði hún án þess að lita á hann, „þrátt fyrir áform mitt, ég er ekki eins sterk á svellinu og ég hafði ímyndað mér að ég væri; en ég get ekki yfirgefið tvö munaðarlaus börn, fyr en þau eru orðin það stálpuð, að þau þarfnist mín ekki lengur. Og ég verð lika að ljúka við að koma staðnum hér í það ásigkomulag, sem ég var eitt sinn búinn að ætla mér." Hún þagnaði andartak og horfði á Howard. „Það þýðir ekkert, að reyna til þess að fá mig til að breyta þessu aformi, því að ég veit að meS þessu móti breyti ég rétt! Það er ekkert, sem komið getur mér til þess að fara í burtu frá Glenns-kastala — ekki einu sinni ást yðar tilmín, eða ast mín til yðar. Ég verð hér kyrr, þar til að ég sé það, að ekki sé hér lengur þörf fyrir Barböru Maloney! En það verður ekki fyrr e» eftir mörg ár, vinur minn!" Hún settist aftur í stólinn. Augu hennar spegluðu geðshræringu hennar, en úr fölu and- litinu mátti lesa óbifanlega og óhagganlega ákvörðun. „Þér eruð mjög ómildar við mig, Barbara og þetta er ekki fallega gert af yður gagnvart mér. Þar að auki eruð þér alltof hátíðlegar yfir þessu. Ég er alveg viss um að einhver mundi geta tekiS ' við af yður og stjórnað leiguliðunum hér, 3'afn vel og þér sjálfar hafið gert. Ef til vill get ég líka siðar meir látið yður hafa peninga til þess að byggja upp húsið, það þarf að rifa það niður til grunna og byggja það allt að nýju, það gagn- ar ekki lagfæring, eins og -þér hafið látið 'gera, það verður aldrei nýtizku hús með öðru móti." Barböru setti dreyrrauða. Byggja Glenns-kastala alveg að nýju. Hvað hugsið þér maður? Vitið þér ekki að þessi kastaM er gamall sögustaður; gömul höll, sem 'á að baki sér sína eigin sögu, langa og merkilega. Hver steinn í veggjum hans er dýrgripur í minuui augum!" „Ó, mér stendur líka alveg á sama um Glehns- kastala! Hugsið þér nú svolítið um mig; á ég virkilega að fara alein til baka til Rhodesia? Getum við ekki slegið því föstu, að við giftum okkur að ári liðnu? Þá fáið þér líka góðan tíma til þess að svipast eftir einhverjum, sem getur annast Ethnee og Patrick." „Eitt ár —?" Barbara hristi höfuðið. „Nei, eftir eitt ár get ég ekki gifst yður — ef til vtH eftir tíu ár —." „Tíu ár! en góður guð, — Barbara, eftir 'sva langan tíma erum við orðin gömul og gráhærð. Tíu ár!" Howard hló biturlega. „Eg verð að hafa mina skoðun og þér yðar," — muldraði Barbara lágt. „Ó, Howard þetta er ekki hægt; getið þér ekki séð, að það er algjörlega ómögulegt? Þér viljið ekki bíða eftir mér í tíu ár, og það er ofur eðlilegt að þér viljið það ekki — og ég get ekki komið til yðar núna!" Húa. þagnaði við; það er því ekki um annað að gera. en skilja fyrir fullt og allt," sagði hún hálf kæfðri röddu, „ og reyna svo að gleyma hvont öðru!" Erla og unnust- inn. Oddur: Erla! — Elskan mín. Forstjórinn hækkaði kaupið mitt og lét mig fá 3000 króna uppbót. Það leið yfir mig — það var þess vegna að ég gat ekki komið i símann, þegar þú hringdir. Skrifstofumaðurinn: Mér þykir þú hafa dottið í lukkupottina. vegna þess að þú gerðir tvær skyssur! Aldrei hefi ég grætt neit.t á vitleysunum, sem ég hefi gert! Oddur: En hvað ég er hamingjusamur! Lífið er dásamlegt! Oddur: Ekki á að standa á því! Nú er einhver kominn til að hirða penirigana mína. Aðkomumaðurinn: Eruð það ekki þér, sem heitið Oddur? Aðkomumaðurinn: Ég er lögfræðingur, hm — og hm — frændi yðar — hm — í Fjarðarbotni hm — er dáinn hm — og arfleiddi yður að 6500 krónum. Skrifstofumaðurinn: Því miður, ung- frú Erla! Elsku hjartans yndið yðar getur ekki komið í símann. Hann féll — það er að segja hann fór út fyrir 30 sekúndum!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.