Vikan


Vikan - 07.10.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 07.10.1943, Blaðsíða 7
VTKAN, nr. 40, 1943 1 DALE Á SIRÍDSIIIWIU Margir kvikmyndaleikarar hafa nú gengið í herinn, og kvenfólkið hefir held- nr ekki látið standa á sér. Eiginmenn flestra hinna frægustu dísa eru í hernum. Skrauthýsin eru lokuð, og hin miklu samkvæmi tilheyra liðna tímanum. Fegurstu dísir kvikmynda- heimsins vinna í þágu hernaðarins eins og miljónir annarra kvenna. GENGER ROGERS dansar við eiginmann sinn, Jack Bi-iggs, sem er óbreyttur liðsmaður í sjóliðinu. — Ginger og Jack höfðu leikið hjá sama félaginu, en samt aldrei sézt fyrr en hann var kominn í herinn. MAUREEN OHARA, hin fall- ega írska leikkona, er áhuga- söm við hörpuleikinn og kvik- myndaleikinn. Bóndi hennar er einnig í hernum. CLAUDETTE COLBERT, sem hefir nú lengi verið leikkona, eyðir þeim tíma, sem hiin er ekki við leikstörf, í að skemmta hermönnum & ýmsum stöðum. VERONICA LAIÍE, leikur hjúkrunarkonu í næstu kvikmynd sinni, og þykir henni hentugra að flétta ljósu lokkana, (sem hafa gert hana frœga) eins og sést á þessari mynd. ' BRENDA MARSHALL með hestinn sinn, sem heitir „Texas". Eiginmaður hennar, William Holden, er í hernum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.