Vikan


Vikan - 07.10.1943, Qupperneq 12

Vikan - 07.10.1943, Qupperneq 12
12 VTKAN, nr. 40, 1943 sem svo var mikils virði, að aldrei verður endur- goldin að fullu. Undirskrift: Magdala Buckley. VitUndarvottar: Ellen Wilson. William Wilson. Ég var sem þruníu lostinn, og þannig virtist vera um aðra, sem þarna voru viðstaddir. Það var aðeins frú Croft, sem virtist vera með sjálfri sér, og kinkaði hún kolli, eins og hún skildi þetta mæta vel. „Þetta er satt,“ sagði hún hógværlega. „Og þó var ekki ætlan mín, að það kæmist nokkum tíma í hámæli. Philip Buckley kom til Ástralíu, og ef ég hefði ekki átt hönd í bagga, þá — jæja, en ég ætla ekki að fara að ryfja það upp. Það hefir verið leyndarmál til þessa, og bezt er, að það sé leyndarmál framvegis. Hún vissi þó um það. Nick vissi um það, — á ég við. Faðir hennar hlýtur að hafa sagt henni það. Við komum hingað vegna þess, að okkur langaði til að sjá staðinn. Mér hefir alltaf leikið forvitni á að sjá sjálf, hvemig umhorfs væri hér, að Byggðarenda, sem Philip Buckley var svo tíðrætt um. Og blessuð stúlkan vissi allt um þetta, og þóttist aldrei geta gert nóg fyrir okkur. Hún bauð okkur jafnvel að búa hér hjá sér, — já, það gerði hún, blessunin. En við þóttumst ekki geta þegið það góða boð. Hún gekk þá að okkur með að við byggjum í umsjónarmannshúsinu — og vildi ekki heyra það nefnt, að við greiddum nokkra leigu. Við vildum þó ekki heyra annað nefnt, en að greiða ein- hverja, en hún vildi ekki taka við henni. Og svo þetta — í ofan á lag! Jæja, ef einhver segir, að ekki sé til þakklátsemi í heiminum, þá vil ég segja honum, að hann verði að endurskoða þá staðhæfingu! Hér er eitt dæmi!“ Enn þögðu allir aðrir en frúin, og vom með/ undmnarsvip. Poirot leit til Vyse. „Höfðuð þér nokkra hugmynd um þetta.“ Vyse hristi höfuðið. „Ég vissi, að Philip Buckley hafði einhvem- tima verið í Ástralíu. En ég hefi aldrei heyrt getið um neitt hneyksli í sambandi við dvöl hans þar.“ Hann leit forvitnislega til frú Croft. „Nei, þér fáið mig ekki til að fleipra neinu. Eg hefi aldrei sagt aukatekið orð um þetta, — og mun heldur ekki gera. Leyndarmálið fer í gröfina með mér.“ Vyse sagði ekkert. Hann lék sér að blýanti sínum, á borðplötunni. „Ég geri ráð fyrir, Vyse,“ sagði Poirot, og hallaði sér fram á borðið, „að þér mynduð, sem nánastur ættingi, geta véfengt þessa erfðaskrá? Mér skilst, að hér muni vera um geysilega mikinn auð að ræða, sem ekki var til að dreifa, þegar erfðaskráin var samin.“ Vyse leit til hans kuldalega. „Erfðaskráin er fullkomlega gild. Ég myndi ekki láta mér til hugar koma, að hrófla við ráð- stöfunum frænku minnar á eignum sínum.“ „Þér eruð göfuglyndur maður,“ sagði frú Croft og réri í sæti sínu af ánægju. „Og ég skal sjá til þess, að þér tapið ekki á því, hvernig þér bregðist við í þessu máli.“ Það var sýnilegt, að Vyse kveinkaði sér lítils- háttar undan þessari smekkleysislegu athuga- semd, þó að hún væri sögð af góðum hug. „Jæja, kona,“ sagði Croft, og gat lítt dulið geðshræringu sína. „Þetta kemur manni á óvænt! Nick sagði mér aldrei neitt um þetta.“ „Blessuð stúlkan,“ tautaði frú Croft með klökkva og strauk vasaklút um augu sér. „Ég vildi óska þess, að hún gæti séð okkur núna. Ef til vill sér hún okkur, — hver veit?“ „Já, hver veit?“ tók Poirot undir. En allt í einu virtist honum detta eitthvað sérstakt í hug. Hann leit í kringum sig. „Mér datt nokkuð í hug,“ sagði hann svo. „Við sitjum hér öll umhverfis borð. Eigum við ekki að gera lítilsháttar anda-tilraun ? “ „Anda-tilraun?“ tók frú Croft upp, og sýni- lega/all felmtruð. „Já, — en, -— auðvitað, en —.“ „Já, — við skulum gera það, — það gæti verið fróðlegt. Hann Hastings héma hefir tals- verða miðils-hæfileika.“ (En mér datt í hug: hvers vegna er hann nú að ota mér út í þetta, bölvaður!). Þetta ætti að vera alveg tilvalin að- staða, til að ná sambandi við heiminn hinu megin! Ég finn það á mér, að við munum öll vera í hinu prýðilegasta hugarástandi til þeirra hluta. Hvað finnst þér, Hastings?“ „Já, ég hygg að svo muni vera,“ svaraði ég og bar mig vel. „Ágætt. Ég vissi það. Fljótt nú! Slökkvum ljósin!“ Hann stóð upp, án frekari formála, og snéri slökkvaranum. Þessu hafði verið dembt á sam- kunduna með slíkri skyndi, að enginn hafði haft rænu á að hreyfa mótmælum, þó að einhver MAGGI og RAGGI. | i Maggi: Hvemig voru einkan- imar hjá þér? Raggi: i Ágætar, nema í reikn- ingi. Þar var ég anzi slakur. Maggi: Því reiknarðu þá ekki meira á kvöldin? Raggi: Hvaða ástæða er til þess? Maggi: Systur þinni líkar þetta ekki! Raggi: Ég veit það og einmitt þetta kemur til með að losa mig við marga snúninga —. Raggi: Fyrst ég er svona vit- laus í reikningi, þá er mér ekki treystandi til að borga rétt í búð- unum og fá rétt til baka. hefði óskað þess. Sannleikurinn mun hafa verið sá, að fólkið var allt sem þrumu lostið enn, út af erfðaskránni." Ekki var aldimt í stofunni. Gluggatjöldin voru ekki fyrir gluggunum, og einn þeirra var opirrn, því að heitt var í veðri, — en inn um gluggana lagði daufa skímu. Að fáum augnablikum liðn- um, fór ég að geta greint húsgögnin í stofunni, en óljóst þó. Allir vom hljóðir, og ég var að velta því fyrir mér, hvert mitt hlutverk myndi eiga að vera í þessum leik. Krossbölvaði ég Poirot í huga mér fyrir það, að hafa ekki búið mig neitt undir hlutverkið fyrirfram. Ég lokaði þó augunum, eins og ég hugði að til væri ætlast, og fór að draga andann þungt, svo að vel mátti til mín heyra. Allt í einu stóð Poirot upp og læddist að stól mínum á tánum. Síðan gekk hann aftur til sætia síns og sagði í hálfum hljóðum: „Hann er fallinn í dá. Nú fer eitthvað að gerast fyrr en varir.“ Það er eitthvað óbærilega óhugnanlegt við það, að sitja svona þegjandi og bíða, í kolsvarta myrkri. Taugar mínar voru allar strengdar til hins ítrasta, — og ég er viss um, að líkt hefir verið ástatt um hitt fólkið. Og þó hafði ég að minnsta kosti óljósa hugmynd um, hvað gerast myndi. Ég vissi um það aðalatriði, sem enginn hinna hafði hugmynd um. En þrátt fyrir það, hrökk ég í hnipur, þegar ég sá, að dyrnar á borðstofunni opnuðust hægt. Þær opnuðust alveg hljóðlaust, (sennilega verið rækilega borin olía á lamirnar), og áhrifin voru ægilega óhugnanleg. Hurðinni var ýtt upp á gátt, undur hægt, og í eina eða tvær mínútur gerðist svo ekki annað. En þegar dyrnar opnuð- ust, lagði kaldan súg inn í stofuna. Ég geri ráð fyrir, að þessi dragsúgur hafi verið eðlilegur í alla staði, vegna þess að stofuglugginn var opinn. En mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds, eins og sagt er í draugasögum, sem ég hefi lesið. Og síðan sáum við það öll! Dyrnar voru eins og umgjörð utan um hvíta vofu, sem þar birtist. Nick Buckley .... Hún færðist undur hægt inn i stofuna, alveg hljóðlaust, — það var eins og hún svifi yfir gólfið, en snerti það ekki með fótunum, — og allar voru hreyfingar hennar og framkoma þannig, að fullkomið tilefni var til að ætla, að þar væri á ferð vera frá öðrum heimi, sem ekkert ætti skylt við okkur jarðbúana. Ég þóttist sjá það þarna, að heimurinn ætti hér mikilhæfa leikkonu, sem mönnum hefði sézt yfir. Nick hafði langað til að koma upp leiksýn- ingu að Byggðarenda. Nú fékk hún þeirri löngun fullnægt, — og hún lék af slíkri snilld, að ég þóttist sannfærður um, að henni væri að þessu hin mesta unun. Hún sveif áfram, inn í stofuna — og nú var þögnin rofin. Öp og andköf heyrðust úr .........stólnum við hlið mér. Og um leið korraði í Croft. Challenger hraut blótsyrði af vörum. Mér heyrðist Vyse ýta stól sínum frá borðinu. En Frederica ein bærði ekki á sér. Þá kvað við átakanlegt neyðaróp, og Ellen reia upp úr sæti sínu. „Það er hún!“ hljóðaði hún. „Hún er komin. Þeir, sem myrtir eru ganga alltaf aftur. Það er hún! Það er hún!" 1 sömu svipan heyrðum við ofurlítinn brest, — og ljósin blossuðu upp. Poirot stóð hjá hjónunum, og bros hins ánægða leikstjóra, lék um varir hans. Nick stóð í miðri stofunni, í vofulíni sínu. Frederica varð fyrst til að taka til máls. Hún rétti hikandi fram hendurnar, og þreifaði á vin- stúlku sinni. „Nick,“ varð henni að orði. „Þú ert — erfc lifandi!" Hún hvíslaði þetta. Nick hló við.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.