Vikan


Vikan - 07.10.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 07.10.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 40, 1943 13 Shirley Temple-myndir Myndin til vinstri: Litla stúlkan var sérlega lagin á að koma mönnum í gott skap. Myndin til hægri: Börnunum þótti mjög gaman að leika sér við apa götuspilarans, og eltu Tony þegar hann fór í burtu með hann. Djófurinn vann kraftaverk Framhald af bls. 4. handar, sem öll var í brunablöðrum. í hendinni hafði Joe glitrandi perlu. „Sjáið þér, hann hefir stolið henni!" kallaði Challouer til lögregluþjónsins, sem í þessu kom inn. Barnið hafði lokið upp augunum og horfði ringlað í kringum sig í herberg- inu. Faðirinn flýtti sér til hennar, og lagði handlegg sinn mjúklega um axlir dóttur sinnar. „Nú segir barnið vonandi sannleikann," hugsaði Joe. Hann horfði bænaraugum á telpuna, og hún mætti augnaráði hans og brosti. „Farið í burtu með hann," skipaði mill jónamæringurinn. Barnið brosti áfram, en sagði ekki neitt. Lögregluþjónninn setti handjárnin á Joe og tók í axlir honum og ætlaði að fara út 'tneð hann. Einhver undarlegur svipur var á andliti barnsins___það stundi við, og varir þess bærðust, og kinnar hennar urðu blóðrjóðar; hún fór að snökta, svo sagði hún með sérkennilegum rómi: „Klara var hér ekki —. Eldurinn gaus fram úr ofninum — ég var að skara í kolunum — eldurinn læsti sig í náttkjólinn ttiinn, gluggatjöldin og rúmfötin. — Hann bjargaði mér — ég hefði brunnið inni ... Babbi! Pabbi! Ég ... Ég tala!" Joe skildi ekki nokkurn hlut, af því, sem fram fór. Handjárnin vorU tekin af hon- um, og lögregluþjónninn fór í burtu, með gullpening í hendinni fyrir ómakið. Chall- ouer grét af gleði. Hvers vegna voru allir svona glaðir yfir því, þö barnið talaði? Joe sat inni í vinnuherbergi Challouers og sagði honum frá öllu éms ög það hafði gengið til. „Nú er allt orðið gott," sagði milljóna- mæringurinn. „Eg skal sjá fyrir yður og fjölskyldu yðar; því þér hafið bjargað lífi barnsins míns . . . . já, og meira en það ..." „Hvað eigið þér við, meira en það?" spurði Joe. „Já, meira en það, vinur minn. Beztu læknar heimsins hafa sagt mér, að það gæti ekkert hjálpað henni, nema aðeins það, ef hún einhverju sinni yrði fyrir mjög sterkri taugahræringu, þá gæti það hugs- ast að hún næði heilsu aftur. Þegar móðií hennar dó, varð henni svo mikið um það, og sorgin gekk svo nærri henni, að hún missti málið. Veslings litla stúlkan mín hefir verið mállaus í þrjú löng ár." Dægrastytting wnnniiiiiiiiiiiiHiitiiifiiiiiiiiiiiiiit Orðaþraut. RENN FINN ÓMUR ÚFUR NAÐS AMUR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður éftir, myndast nýtt orð og er það manns nafn. Sjá svar á bls. 14. Vísa um „hana". Hún er að spinna hraust og ótt, hún er að grynna' á kembum, hún er að tvinna' af hörðum þrótt, hún er að vinna dag og nótt. (Þjóðvísa). Öfugmælavísur. Nálykt bezt til heilsu ég held, hér með sveigju úr glerum. Fundið hef ég oft frosinn eld og fiskiveiði I hverum. Fundizt hefir oft fífan græn við frost trúi ég kopar renni. Heilaga held ég Buslubæn, því blessun er nóg í henni. Kölski er í f jósi. Einu sinni vantaði Sæmund fróða fjósamann; tók hann þá kölska og lét hann vera í f jósinu hjá sér. Fór það allt vel, og leið svo fram á útmánuði, að köiski gerði verk sitt með öllum sóma. En & meðan séra Sæmundur var í stólnum á páska-r daginn, bar kölski alla mykjuna í ^haug fyrir framan kirkjudyrnar, svo þegar prestur ætlaði út eftir messu, þá komst hann það ekki. Sér hann þá, hvað um er að vera, stefnir til sin kölska og lætur hann nauðugan viljugan bera burtu aft- ur alla mykjuna frá kirkjudyrunum og á sinn stað. Gekk séra Sæmundur svo fast að honum, að hann lét hann seinast sleikja upp leifarnar með tungunni. Sleik^i þá kölski svo fast, að það kom laut i helluna fyrir framan kirkjudyrnar. Þessi hella er enn í dag í Odda, og nú þó ekki nema fjórðungur hennar. Liggur hún nú fyrir framan bæjardyrnar, og sér enn i hana lautina. Að sverja lófaeið. Að sverja lófaeið, er að láta hendurnar snúast á hryggjum þeim, sem eru á lófunum milli hol- handarinnar og fingranna, svo að þær komi hvergi saríian nema þar. Þetta er og nefnt að kyssa kóngsdrottningu og jafnvel kóngsdóttur. „Hólkið þér í yður, herra minn." Einu sinni kom biskup með lókát sinn til kerlingar, einn góðan sólskinsdag. Kerlingin setti þá biskup út i skemmu og bar fyrir þá trog fullt af skyri og rjóma. En meðan biskup var að borða dró fyrir skúr, en taðtin lá flöt á tún- inu. Þá fer kerlingu að verða órótt, og þótti hinir vera lengi að signa matinn, og sagði þa það sem siðan er haft að máltæki: „Hólkið þér í yður herra minn, og flýttu þér, lókur!" Á Islandi er það siður að kalla hiskupinn einn herra en prestinn séra. Því varð kerlingunni mismælið, sem kallaði biskupinn séra sem vísan sýnir: „Sælir verið þér séra minn! sagði ég við biskupinn, anzaði mér þá aftur hinn: þú átt að kalla hann herra þmn." „Mjólkin, flotið og áin f jórtán." Einu sinni áttu karlar þrír tal með sér um ýmsa hluti; þar kom og, að þeir fóru að tala um, hvaða matur þeim félli vel. Segir þá einn þeirra: „Góð er mjólkin, guð var i henni skírður." „Ósatt er það," segir annar, „í floti var hann skírður, blessaður." „Ekki er það heldur sann- ara," sagði hinn þriðji, „hann var skírður í ánni fjórtán."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.