Vikan


Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 14.10.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 41, 1943 11 Höfundurinn: Agatha Christie Framhaldssaga: „Já,“ svaraði hún. „Ég er alveg bráðlifandi. Og mikið þakka ég yður fyrir það, sem þér gerðuð fyrir föður minn, frú Croft. En hrædd er ég um, að ekki verði mikill hagnaður yðar af þessari erfðaskrá.“ „Æ, drottinn minn dýri!“ stundi frú Croft og saup kveljur. Æ, guð minn góður! Hjálpaðu mér að komast héðan, Bert. Farðu með mig héðan. t>etta var allt ekkert annað en spaug, blessuð vertu — allt, ekkert annað en glettur, — það veit sá, sem allt veit!“ „Dálítið grátt gaman," sagði Nick. Dyrnar höfðu verið opnaðar, meðan á þessu gekk, og inn i stofuna hafði komið maður, svo hljóðlega, að við höfðum ekki tekið eftir honum. Mér til undrunar, sá ég að þetta var Japp. Þeir Poirot kinkuðu stuttaralega kolli hvor til ann- ars, — eins og hann væri að spyrja einhvers, og fengi fullnægjandi svar, sem olli því, að mjög hækkaði á honum brúnin. Siðan gekk hann að frúnni í örkumlastólnum. „Halló — alló •— alló,“ sagði hann, glaðlega. „Hvað sé ég? Gamlan kunningja, — Milly Mer- ton, ef mér skjátlast ekki mikið! Og þú ert enn að leika þína gömlu hrekki, gæzkan!" Hann vék sér að áhorfendunum, til þess að skýra mál sitt og sinnti ekkert andmæla-ópum frúarinnar. „Milly Merton er slyngasti rithandarfalsari, sem við höfum komist í tæri við. Við vissum, að þau höfðu orðið fyrir áfalli í bifreiðinni, sem þau sluppu í frá okkur síðast. En sjáið þið nú til! Jafnvel þó að hún fái heilahristing, hún Milly hérna, þá aftrar það henni ekki frá að reyna hýja hrekki. Hún er snillingur, því verður ekki neitað.“ „Var þessi erfðaskrá fölsuð?“ spurði Vyse, undfandi. „Auðvitað er hún fölsuð,“ svaraði Nick, með nokkrum þjósti. „Þú lætur þér ekki detta í hug, að ég hafi gert svona heimskulega erfðaskrá, •— eða hvað? Ég arfleiddi þig að Byggðarenda, Charles, en allar aðrar eigur minar ánafnaði ég Predericu." Hún gekk til vinkonu sinnar um leið og hún mælti þetta, og nam staðar hjá henni. Og þá, í sömu svipan, gerðist það! Blossi í glugganum og hvinur af kúlu. Þá ann- ar blossi, — stuna, og hlunkur, úti fyrir glugg- anum. Og Fridrica stóð teinrétt á miðju gólfi, blóði drifin á hægri handlegg ... 20. KAFLI. J. Þetta gerðist allt í svo skjótri svipan, að eng- inn vissi, hvað gerst hafði. Poirot hraut af vörum blótsyrði, og hentist hann síðan út að glugganum. Challenger hljóp á eftir honum, -— og þeir hurfu út um gluggann. Andartaki síðar komu þeir aftur og báru á milli sin máttvana mannslíkama. Þeir hagræddu honum í stórum leður-hægindastóli, — en þegar ég sá framan i manninn, gat ég ekki að mér gert, að reka upp óp. „Andlitið — andlitið á glugganum." Þetta var maðurinn, sem ég hafði séð á glugg- anum, kvöldið áður. Ég þekkti hann þegar í stað. Og ég sá nú, að það höfðu verið ýkjur hjá mér, er ég hafði haldið þvi fram, að það hefði tæplega verið andlit á mennskum manni. Þó var þetta ekki með öllu fjarstæða. Þetta andlit var einhvernvegin svo óhugnanlega annar- legt. Maðurinn var náfölur, og andlitsdrættir allir eins og storknaðir, — andlitið likast vaxgrímu, —- eins og sálin, sem þar hafði einhverntíma verið innifyrir, væri löngu þaðan flúin. Niöur annan vangann seytlaði blóð. Frederica gekk hægt til mannsins og nam stað- ar við hlið hans. Poirot ætlaði að ganga i veg fyrir hana. „Þér eruð særðar, frú?“ sagði hann. Hún hristi höfuðið. „Kúlan straukst við öxlina á mér, — það er allt og sumt." Hún stjakaði Poirot til hliðar og laut ofan að manninum í stólnum. Hann opnaði augun og sá að hún horfði á hann. „Ég vona, að í þetta sinni hafi ég náð mér niðri á þér,“ sagði hann ögrandi, — en röddin breyttist skyndilega og varð ljúf sem barns- rödd. „Æ, Freddie! Ég ætlaði ekki að gera þetta. Ég ætlaði ekki að gera þetta, — þú hefir alltaf verið svo góð við mig ...“ „Vertu ekki að fást um það —.“ Hún kraup niður hjá stólnum. „Ég ætlaði ekki að gera þetta —.“ Hann lauk aldrei við setninguna. Höfuðið seig niður á bringu honum. Frederica leit upp til Poirots. „Já, — hann er dáinn,“ sagði hann blíðlega. Hún reis hægt á fætur og horfði á manninn. Síðan strauk hún hægri hendi um enni hans, stundi við og snéri sér að okkur. „Hann var eiginmaður minn,“ sagði hún hljóð- lega. „Já,“ muldraði ég. Poirot tók eftir þvi og kinkaði kolli til min. „Já,“ sagði hann í hálfum hljóðum. „Ég þótt- ist alltaf vita, að til væri einhver J. — Sagði það þegar i upphafi — var það ekki?“ „Hann var eiginmaður minn,“ endurtók Fred- erika. Röddin var ákaflega þreytuleg. Hún hneig niður í stól, sem Lazarus færði til hennar. „Það er rétt, að ég segi ykkur þetta, eins og það er, •—• og einmitt nú. Hann var gjörsamlega eyðilagður maður. Þræll eiturnautna. Hann kom mér til að neyta eiturlyfja. Ég hefi verið að berjast við þá ástriðu, síðan ég skildi við hann. Ég held, — að minnsta kosti, — að ég sé svo að segja full-læknuð. En þetta hefir reynzt erfitt — ákaflega erfitt. Já, — það hefir verið hræðilega erfitt. Enginn getur gert sér í hugarlund, hvernig sú barátta er! En ég gat aldrei komist undan honum. Hann kom á vettvang, hvar sem ég var stödd, og heimtaði af mér peninga, — með hótunum. Hann hótaði þvi t. d„ að hann myndi skjóta sig, ef ég léti hann ekki fá peninga. Það var algengust hótun hans. En upp á síðkastið var hann farinn að hafa í hótunum um að skjóta mig. En hann var eltki með sjálfum sér og vissi ekki, hvað hann sagði eða gerði. Hann var vitstola .. . Ég get hugsað mér, að það hafi verið hann, sem skaut Maggie Buckley. En þó er ég alls ekki viss um það. Og þessi einkennilegu tilræði við Nick, — einmitt i sambandi við þau, fannst mér, að það myndi ekki hafa verið hann. Það hlyti að vera einhver annar maður. En þá skeði það, að ég sá miða með rithönd hans á skrifborði Poirots. Þetta var snepill, rif- inn af bréfi, sem hann hafði sent mér. Þá þóttist ég vita, að Poirot væri að komast á snoðir um sannleikann. Síðan hefi ég vitað, að það væri aðeins undir hendingu komið, hvort málið skýrðist til fulls, deginum fyrr eða siðar ,.. En að því er snertir sætindin, þá er mér það atriði óskiljanlegt. Hann hafði enga ástæðu til að ráða Nick bana. Og mér er alveg óskiljanlegt, hvernig hann gat átt nokkurn þátt í því. En um þetta hefi ég verið að brjóta heilann, seint og snemma. Hún tók báðum höndum fyrir andlit sér, — leit síðan upp aftur, og sagði svo, — eins og hún væri alveg uppgefin: Þetta er allt, sem ég hefi að segja.“ 21. KAFLI. Persónan K. Lazarus gekk fljótt til hennar. „Frederica, góða mín,“ sagði hann. Poirot gekk að hliðarborðinu, hellti víni í glas og færði henni það og stóð hjá henni á meðan hún tæmdi það. Hún rétti honum glasið aftur og brosti. „Mér líður ágætlega núna,“ sagði hún. „Hvað eigum við að gera næst?“ Hún horfði á Japp, en leynilögreglumaðurinn hristi höfuðið. „Ég er i fríi, frú Rice, að skemmta gömlum vini, — það er allt, sem ég geri. St. Loo lög- reglan annast málið.“ Hún horfði á Poirot. „Og Poirot er hjá St. Loo lögreglunni ?“ „Ó, nei, nei, frú! Ég er aðeins auðvirðilegur leiðbeinandi.“ „Poirot,“ sagði Nick, „getum við ekki þaggað það niður.“ „Þér óskið þess, ungfrú?“ „Já, þegar öllu er á botninn hvolft, þá kemur þetta mér mest við. Og það munu ekki verða gerðar fleiri árásir á mig — núna.“ „Nei, það er satt. Það verða ekki gerðar fleiri árásir á yður núna.“ „Þér eruð að hugsa um Maggie. En, Poirot, ekkert getur vakið Maggie frá dauðum? Ef þér opinberið þetta allt, þá verðið þér valdir að miklum þjáningum Fredericu — og hún hefir ekki verðskuldað það?“ „Þér segið, að hún eigi það ekki skilið?“ „Auðvitað ekki! Ég sagði yður frá því strax, að maðurinn hennar væri mesti ruddi. Þér sáuð í kvöld, hvemig hann var. Jæja, nú er hann dá- inn. Við skulum láta það vera endirinn. Látið lögregluna halda áfram að leita að manninum, sem skaut Maggie." „Svo þér segið þetta, ungfrú? Best að þagga allt niður.“ „Já, viljið þér gera það, fyrir alla muni, kæri Poirot." Poirot leit hægt í kringum sig. „Hvað segið þið öll við þessu?" „Ég samþykki," sagði ég, um leið og Poirot horfði á mig.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.