Vikan


Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 42, 1943 Pósturinn Kæra Vika! Viltu vera svo góð og segja mér hvaða bær á Islandi er lengst frá sjó. Með fyrirfram þökk fyrir svarið. J. M. Svar: Samkvæmt upplýsingum, sem við fengum er Möðrudalur á Fjöllum lengst frá sjó, ca. 73 km. frá Vopnafirði. — Tungufell í Hrepp- um er um 68 km. frá sjó. 1. okt. 1943. Kæra Vika! Vinsamlega viltu gjöra svo vel og segja mér, hvað orðið Vogue þýðir á íslenzku ? Vænti svars í næsta blaði. Fáfróð. Svar: Orðið vogue þýðir tízka; sbr. in vogue = í tízku, large hats are the vogue o. s. frv. anna eigi nein börn; maðurinn henn- ar heitir Vanghan Paul. 2. Clark Gable mun ekki vera kvæntur sem stendur. Kona hans var Carole heitin Lombard, sem fórst í flugslysi í fyrra. Rvík, 13. okt. 1943. Kæra Vika! Þar sem þú ert svo fróð um alla hluti, og hjálpsöm þeim er til þin leita, langar mig til að leggja fyrir þig eftirfarandi spumingar, og vænti svars í næsta blaði ef unnt er: 1. Hverjir kenna vélritun hér í bænum ? 2. Hvað kostar námskeið, og hver er tíminn? Með fyrirfram þakklæti fyrir vænt- anlegt svar. Dóri. Svar: 1. Til dæmis geturðu fengið kennslu hjá Ceciiie Helgason, Hring- braut 143. 2. Námskeið er í 3 mánuði, tvisvar í viku. Kostar 300 kr. Kæra Vika! Viltu gjöra svo vel og svara spum- ingum minum: 1. Á Deanna Durbin böm? og hvað heitir maðurinn hennar? 2. Er Clark Gable giftur og hvað heitir konan hans? Fyrirfram þökk fyrir svaraið. Kvikmyndabjáni. . Svar: Við vitum ekki til að De- TXrvaí 5. hefti er komið ■ bókaverzlanir Veggfódur Fjölbreytt og smekklegt úrval af veggfóðri fyrir- liggjandi. Verslunin Brynja Laugaveg 29 Sjóvátryggingarfélag íslands 25 ára. Brynjólfur Stefánsson, forstjóri. I gær 20. oktober voru liðin 25 ár frá stofnun Sjóvatrygginga- félags Islands h.f. Voru það 24 atvinnurekendur, flestir úr Rvík, sem stofnuðu félagið. Aðal framkvæmdir við undirbúning stofn- unarinnar hófu þeir Sveinn Björnsson, núverandi ríkisstjóri og L. Kaaber bankastjóri. Er það fyrsta sporið, sem stígið hefir verið hér af einstökum mönnum til þess að reka sjálfstætt, innlent tryggingarfélag. Sjóvátryggingafélagið hefir smátt og smátt fært út kvíarnar og rekur nú flestar greinar tryggingastarfseminnar, enda er það nú meðal stærstu atvinnufyrirtækja landsins. Hagur félagsins stendur í miklum blóma og sýnir það, hve starfsemi þess er byggð á traustum grundvelli, enda hefir félagið alltaf átt því láni að fagna að hafa ágæta forustu. Drúgur reiðinnar langsamlega frægasta og mesta skáldsaga eftir Bandaríkjahöf- undinn Jphn Sleinbeck, sem kunnur er orðinn íslenzk- um lesendum af bókunum: Kát- ir voru karlar, Mýs og menn og Máninn líður. Þrúgur reiðinnar varð sölu- metsbók í Ameríku og Englandi, hefir verið þýdd á mörg tungu- mál og alls staðar hlotið ein- róma lof. Ýmsir helztu ritdóm- arar Bandaríkjanna telja hana mesta snilldarverkið, sem þar hefir verið ritað um langan tíma. Stefán Bjarman hefir íslenzk- að söguna. Mól og menning Laugavegi 19. Keykjavík. Sími 5055. Pósthólf 392. Framkvæmdastjori frá stofn- un félagsins til 20. okt. 1933 var Axel V. Tuliníus, fyrrv. sýslum., en nú síðastliðin tíu ár Brynjólf- ur Stefánsson mag. scient. Formenn félagsins hafa verið þeir L. Kaaber bankastjóri, Jes Zimsen konsúll og eftir fráfall hans Halldór Kr. Þorsteinsson skipstjóri. Er Halldór einn af stofnendum félagsins og hefir verið í stjórn þess allan tímann. I núverandi stjórn auk hans eiga sæti þeir Lárus Fjeldsted hrm., Hallgrímur A. Tuliníus stórkaupm., Aðalsteinn Krist- insson forstjóri og Guðmundur Ásbjörnsson kaupmaður. I tilefni afmælisins gaf félagið 15 þús. krónur til „Dvalar- heimilis sjómanna“ og 15 þús. kr. til „Sambands ísl. berkla- sjúklinga". AUCLÝSIÐ í VIKUNNI Utgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.