Vikan


Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 42, 1943 3 Bæjarverkfræðingar í Reykjavfk Framhald af forsíðu. Þegar fyrsti verkfræðingur- inn var ráðinn í þjónustu bæj- arins árið 1902, þá var Reykja- vík lítill og fámennur verzlunar- og fiskibær, miðað við það, sem síðar varð. Ibúatalan var þá Knud Zimsen, fyrrv. bæjarverkfrað- ingnr og borgarstjóri í Reykjavik, er fæddur 17. ágúst 1875 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru K. D. C. Zimsen kaupmaður og A. C. Jörgensen. Knud Zimsen tók stúdentspróf 1893 og verkfræðipróf frá „Den poiytekniske Læreanstalt" í Kaupmannahöfn 1900. Starfaði hann fyrst hjá bæjarverk- fræðingi í Kaupmannahöfn, en var við mælingu Reykjavíkurbæjar frá 1. maí 1902 til 31. des. 1904 og verk- fræðilegur ráðunautur bæjarstjórnar og jafnframt byggingafulltrúi. 1. jan. 1905—31. des. 1907 var hann bæjar- verkfræðingur og byggingafulltrúi og seinni árin líka heilbrigðisfulltrúi. 1. jan. 1908 — 30. 1914 gegndi hann ýmsum verkfræðistörfum i Reykja- vík. Hann var borgarstjóri Rvikur 1. júlí 1914 — 31. des. 1932, en hefir síðan fengizt við verkfræðistörf. — Knud Zimsen hefir verið athafnamik- ill maður, starfað í fjölda nefnda, foimaður margra félaga og sæmdur ýmsum heiðursmerkjum. ekki nema rúmlega 7000 manns og byggðin aðallega milli Grjótaþorpsins og Þingholt- anná, nema hvað húsaröðin teygði sig vestur með Hlíðar- húsastígnum (Vesturgötunni) og austur með Laugaveginum. Þá var seglskútuöldin og fisk- Sigurður Thoroddsen, fyri-v. bæjar- verkfræðingur. Sjá Vikuna nr. 27, ’43. breiðurnar um allan bæiim á sumrin. Hestar og hestvagnar settu svip á bæinn, auk mann- fólksins. Um hraðfara farartæki var ekki að ræða, og hugtakið bíll hafði þá ekki fæðst í heila nokkurs manns. Fyrsti verkfræðingur Reykja- víkurbæjar var Knud Zimsen, sem síðar varð borgarstjóri um langt skeið. Hann var ráðinn verkfræðilegur ráðunautur bæj- arins árið 1902 og vann við mælingu bæjarins og var um tíma jafnframt byggingarfull- trúi. Aðalbyltingin í verklegum framkvæmdum á þessum árum voru holræsin. Áður voru rennu- steinarnir meðfram götunum Benedikt Jónasson, fyrv. bæjarverk- fræðingur, er fæddur 29. sept. 1879 í Reykjavík, sonur Jónasar Bene- diktssonar sjómanns og Margrétar Sveinsdóttur. Benedikt tók próf frá Trondhjems tekniske Lærean^talt 1909, var aðstoðarmaður landsverk- fræðings 1909—1'11. Bæjarverkfræð- ingur, byggingafulltrúi og slökkvi- liðsstjóri 1911—1914. 1914—1920 var hann við ýms verkfræðistörf, en frá 1920 verkfræðingur hjá vitamála- stjóra. fullir af aur og óhollustu og hættulegir börnum í leysingum. Zimsen vann einnig á þessum árum að undirbúningi vatnsveit- unnar. Hann kom síðar, eftir að hann var orðinn borgarstjóri, mikið við sögu, og er það ekki ofmælt, að varla var ráðist í nokkrar framkvæmdir af bæj- arins hálfu, án þéss að hann væri með í ráðum, og má bein- línis þakka honum margar merkilegar framkvæmdir bæjar- félagsins öðrum fremur, svo sem Gasstöðina, Rafmagnsveit- una, og það var hann, sem átti hugmyndina að hitavQÍtunni, því hann lét bora fyrir heitu vatni við Þvottalaugarnar, og er sú hitaveita gafst vel, þá lét hann rannsaka yfirborðsvatnið á Reykjum, en aðrir tóku síðan við, er hann lét af störfum. Há- skólalóðin er hans hugmynd, svo og skemmtigarðurinn við Tjörnina. Hann sendi bæjar- stjórninni árið 1908 uppdrátt af skemmtigarði á þessum stað og var þá strax farið að vinna að málinu. Hefir varla nokkur annar maður gert meira fyrir þetta bæjarfélag en hann. Hann helgaði bæjarfélaginu óskiptur krafta sína um mörg ár, og var eljumaður svo að bar af. Sigurður Thoroddsen, fyrrv. yfirkennari, varð næstur bæjar- verkfræðingur. Hann gegndi starfinu frá 1908—1911 og síð- ar í ígripum tvisvar sinnum, árin 1914—1916 og 1919—1920. Þetta blað hefir nýlega minnst rækilega á þennan fyrsta og elzta verkfræðing okkar lands. Benedikt Jónasson gegndi starfinu árin 1911—1914, en þá tók við Þórarinn Kristjánsson, síðar hafnarstjóri, árin 1916— 1918 og liggur eftir hann giftu- drjúgt starf á sviði hafnarmál- anna. Af honum tók við Hjört- ur Þorsteinsson, en hann var að- eins tæpt ár í starfinu (1918— 1919). Hann var góður maður og gegn, kvæntur danskri konu, Þórarinu Kristjánsson, fyrrv. bæjar- verkfræðingur. Sjá Vikuna nr. 37, '42. sem undi sér ekki hér á okkar hrjóstruga landi. Hann hvarf því aftur til Kaupmannahafnar og er þar verkfræðingur við sporbrautirnar. Árið 1921 var danskur maður ráðinn í stöð- una, Klitgaard-Nielsen. Hafði staðan verið auglýst til um- sóknar í Danmörku og urðu margir til að sækja um hana, þar á meðal Langvad verkfræð- ingur, sem kunnur er Islending- um frá Sogsvirkjuninni og Hita- veitunni, en Klitgaard-Nielsen varð fyrir valinu og gegndi hann starfinu árin 1921—1923 og er hans saga lítil. Hinn 1. apríl 1924 var svo sá maðurinn ráðinn bæjarverkfræðingur, sem manna lengst hefir haft starfið á hendi, en það er Valgeir Björnsson. Valgeir var ekki nema 29 ára gamall, er hann tók við stöðunni. Hjörtur Þorsteinsson, fyrrv. bæjar- verkfræðingur, er fæddur 7. nóv. 1889 að Herjólfsstöðum í Álftaveri, sonur Þorsteins Bjarnasonar bónda og Kristínar Þorsteinsdóttur. Hjörtur tók stúdentspróf í Rvík 1911 og verk- fræðipróf i Kaupmannahöfn 1917. Vann fyrst hjá vegamálastjóra, en var bæjarverkfræðingur frá 1. apríl 1918 til 31. marz 1919. Eftir það starfaði hann fyrst hjá hafnarstjórn- inni í Esbjerg og síðar við sporbraut- ir í Kaupmannahöfn. Hann hafði lokið háskólaprófi í byggingarverkfræði í Kaup- mannahöfn þrem árum áður. Síðan hafði hann unnið við ýms verkfræðistörf, hjá Jóni Þor- lákssyni um tíma og síðan hjá ríkisstjórninni og hafði hann unnið mest allan þann tíma að mælingum og áætlunum fyrir járnbraut frá Reykjavík að Ölfusi með norskum verkfræð- ingi, Sverre Möller að nafni. Þá var járnbrautarmálið efst á baugi og höfðu margir trú á því Framhald á bls. 7. Harald Klitgaard-Nielsen, fyrrv. bæj- arverkfræðingur, er fæddur 2. des. 1884 í Varde í Danmörku. Varð stúd- ent 1904 og tók verkfræðipróf 1911. Árin 1911—1920 við ýms verkfræði- störf í Danmörku og Vestur-Indíum. Bæjarverkfræðingur í Reykjavík 1921 — 31. des. 1922. Árið 1923 við verk- fræðistörf í Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.