Vikan


Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 42, 1943 A ðeins ein eldspýta Hann sagði við mig meðal annars, að ef maður hefði ekki efni á því að spila, þá væri ekkert hægara en að halda sér frá Eg hefi skrifað margar smásögur, en svo grátbroslegar ástæður eru fyrir þeirri, sem ég nú skrifa, að hún verður sú fyrsta og sú einasta af snilldar- verkum mínum, sem eftir mig liggja, er ég sjálfur fæ ekki ánægjuna af að sjá á prenti. Áður en sól rís í fyrramálið, verð ég dáinn. Þegar ég hefi sett þetta handrit í póstinn, kveð ég þessa veröld. Mér hefir eiginlega aldrei fallið Bruce Denton vel í geð, en við höfðum sameigin- lega ástríðu til f járhættuspila, sem gerði það að verkum, að við höfðum náin kynni hvorir af öðrum. Við vorum staddir heima hjá honum nokkrir spilafélagar í gær- kvöldi, og af því að við vissum enga ekemmtun betri en að spila, ákváðum við, að eyða tímanum við spilaborðið. Við höfð- um það fyrir venju að spila nokkuð djarft — lögðum venjulega tvö sterlings- pund í borð — og komið gat fyrir sum kvöldin, að upphæðirnar færu langt fram úr því, sem við höfðum efni á. 1 gærkvöldi var eitt af þessum óláns kvöldum. Við byrjuðum snemma um kvöldið, ég held það hafi verið um klukkan hálf sjö, og við ákváðum, að sitja við til klukkan tólf. Þetta var óhappakvöld fyrir mig; ég tapaði í hverju spili, og síðasta umferðin kostaði mig tíu pund; þá eyddi ég mínum síðasta eyri. Bruce Denton græddi aftur á móti í hverju spili. Hann vann hverja skálina á fætur annari. Þegar síðasta lagið var spilað í útvarpinu klukkan tólf á mið- nætti hættum við, og risum upp frá borð- inu. Við gengum út á svalir hússins, til þess að viðra okkur eftir innisetuna og nutum hlýrrar kvöldgolunnar. Við nefndum ,ekki spilamennskuna á nafn, en ræddum um allt annað milli himins og jarðar. Klukkan hálf eitt gekk ég niður veginn, ásamt Jack Harriman og Knowles, til þess að ná okk- ur í bifreið til að aka í heim. Þegar ég tapa í spilum, er ég ekki full- komlega með sjálfum mér á eftir, og mér hættir við því að verða æstur í skapi. Ég skal ekki neita því, að það er hálf undar- legt sálarástand, sem ég kemst í, og þegar ég er í því hugarástandi, vil ég helzt ekki vera með öðrum mönnum; ég vil helzt vera einn út af fyrir mig. Ég fann mér því strax átyllu, til þess að losna frá þessum tveim félögum mínum. Ég sagði þeim, að ég hefði gleymt vindlaveskinu mínu heima hjá Denton, og að ég ætlaði að ganga til baka og ná í það. Ég hugsaði með mér, að ég mundi hafa gott af því, að ganga svolítið úti í þessu fríska lofti. Það var alls ekki ætlun mín, að fara hefði bjargað lífi mínu SMÁSAGA eftir David Whitelau aftur heim til Denton. Vindlaveskið var í vasa mínum. En þegar ég kom upp á hæð- ina, sem skyggði á hús hans frá veginum, þar sem ég hafði skilið við þá, sá ég að það logaði ljós í stofunni, þar sem við höfðum setið og spilað. Ég gekk mjög hægt, og um leið og ég staðnæmdist við garðshliðið, greip mig hugsun, sem alls ekki hafði hvarflað að mér, þegar ég skildi við Knowles og Harriman. Ég hafði tapað miklu meiri peningum þetta kvöld heldur en ég hafði efni á, og ég vissi, að Denton, sem var vel efnaður maður, hafði unnið minnsta kosti hundrað pund. Ég sagði við sjálfan mig, að ef ég út- skýrði fyrir Denton, hvernig ástæðum mínum væri varið, mundi hann áreiðanlega skilja það. En ég var samt í reglulegri klípu. Hann kom sjálfur til dyra og lauk upp. Hann var ofurlítið undrandi yfir því, að sjá mig kominn aftur, en bauð mér þó inn í stofuna, sem við höfðum verið að spila í. Ég kom strax að efninu og sagði það, sem mér bjó í brjósti, og það verð ég að segja, að Denton varð mjög óblíður í við- ræðunum og tók þetta illa upp fyrir mér. Svipur hans allur og látbragð kom vonzku minni þegar af stað. Ég hafði mikla löngun til þess að slá þetta illkvittnislega bros af andliti hans, — og síðan kom hann með nokkrar athuga- semdir, sem ollu mér meiri sársauka en frá verði sagt. VITIÐ ÞÉK ÞAÐ? | 1. Eftir hvem er þetta erindi? Sálarskip mitt fer hallt á hlið = ! og hrekur til skaðsemdanna, | af því það gengrur illa við | andviðri freistinganna. | ! 2. Hvað er lnagt frá Reykjavík, fyrir I Hvalfjörð, að Hvítárbrú hjá Ferjukoti? | | 3. Hvaða ár var Laugamesskólinn stofn- ! ! aður? ! 4. Hverrar þjóðar var tónskáldið Cesar ! = Franec og hvenær var hann uppi? ! ! 5. Hvað hét einn helzti brautryðjandi ! ! raunsæisstefnunnar í málaralist í ! = Frakklandi á 19. öld? | 6. Hvenær unnu Italir Albaníu? I 7. Hvað þýðir óþéttisorð? ! 8. Hvar er kork-eikin útbreiddust? ! 9. Hvers vegna em Eiðisvellir í Noregi ! = sögulegur staður? i ! 10. Hver orti Skaufhalabálk ? Sjá svör á bls. 14. unMiiMtm IIIINIIIHIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII því. Það væri að minnsta kosti betra, að vera laus við þá menn frá spilaborðinu, sem ekki gætu tekið tapi eins og óbrjálaðir menn. Og hann sagðist ekki hafa neina samvizku af því, að tæma spilapottinn fyrir okkur hinum. Rödd hans var kvikindisleg og rudda- leg — og áður en ég vissi fullkomlega, hvað ég gerði, lá Denton á gólfinu fyrir framan mig. Ég snéri mér við og litaðist um ... en svo veitti ég því eftirtekt, hversu undar- lega hann virtist vera magnlaus, þar sem hann lá. Ég vissi vel, að ég hafði slegið hann í rot, og hann mundi liggja í yfir- liði í nokkrar mínútur, áður en hann kæm- ist aftur til sjálfs síns, en mér varð ekki um sel, þegar ég sá hvernig hann lá — algjörlega máttvana og hreyfingarlaus. Það var samt ekki fyrr en ég hafði kropið niður að honum og stutt hendinni á hjartastað hans, að mér varð það ljóst, að maðurinn var dauður. Ég reis upp og stóð um stund hjá honum og starði á hann. Ég varð þurr í kverkunum, blóðið steig mér til höfuðs, og ég skalf eins og hrísla í vindi. Það er ómögulegt, að höfuðhögg það, sem ég veitti Denton hafi eitt orðið til þess, að veita honum bana — svo kröftugt var það ekki. Maðurinn hlaut að hafa verið hjartabilaður. Allar mögulegar hugsanir byrjuðu að ásækja mig, þær birtust hver af annari eins og kvikmynd á lérefti. Lögreglan — réttarhöldin — dómarinn, sem mundi fella úrskurð í málinu ... Síðan hætti ég þessum ruglingslegu hugs- unum, og gerði mér allar aðstæður ljósar,, þegar ég horfðist í augu við veruleikann. Ég hugsaði um það, sem ég hafði sagt við Knowles og Harriman, að ég ætlaði að fara til baka til-Dentons. Þeir vissu ekki ná- kvæmlega um það, hve miklu ég hafði tap- að, né að tap mitt í spilunum væri ástæð- an fyrir því, að ég hefði snúið við heim til hans — annars væri það matur fyrir lögregluna, að komast á snoðir um það. 1 þögninni sem ríkti, heyrði ég óminn frá danslögum, sem bárust í gegnum við- tækið, frá einhverri útlendri útvarpsstöð. Ég hafði ekki tekið eftir því fyrr, að út- varpið væri opið, ég flýtti mér að loka því, eftir það ríkti grafarþögn í stofunni. Ég tók koníaksflösku af borðinu og hellti úr henni í glas og hélt bæði um glasið og flöskuna með vasaklútnum mínum. Ég gerði það til öryggis — en þó ósjálfrátt. Síðan fór ég að yfirvega það, hvað ég ætti að gera. Eina hugsun mín var, að líkinu yrði ég Framhald á bls. 13,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.