Vikan


Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 42, 1943 ucimii m n b i m i l ■ u o Matseðillinn. Frigacésósa. 35 gr. smjör, 35 gr. hveiti, % líter kjötsoð. 1 tesk. smátt skor- in pétursselja, soðið grænmeti. Hveitið er hrært út í köldu kjöt- soði eða jurtaseyði. Hrærist út í heitt soðið og suðan látin koma upp. Grænmetið er skorið smátt og látið saman við. Smjörið og péturseljan er látið út í sósuna rétt áður en hún er framreidd. Sósunni er hellt yfir lamba-, kálfa- eða hænsnakjöt. Tuiiglskinsábætir. 3 egg, y2 sítróna, % 1. þeyttur rjómi, 50 gr. sykur, 6 blöð matar- lím. Eggjarauðumar eru hrærðar með sykrinum og sítrónuberkinum smátt rifnum, sítrónusafanum^ er blandað útí, síðan matarlíminu, sem áður hefir verið bleytt, eggjahvítunum vel þeyttum og helmingnum af þeytta rjómanum. Þegar búðingur- er farinn að hlaupa, er hann látinn i Skál, sem skoluð hefir verið úr köldu vatni. Aður en búðingurinn er framreidd- ur, er hann skreyttur með rjóma- froðunni, sem gekk af, og er látinn yfir hálfa skálina. Er ekki alltaf skemmtilegt, að sjá ungar stúlkur í fallegum ballkjólum ? Hér er ljómandi fallegur ballkjóll. Pilsið og blússan eru úr hvítu „tylli", en beltið og ermamar úr ljósbláu satini. Styrkið vasahomin á fötunum, til þess að ekki rifni út frá þeim. Saum- ið léreftsborða imdir homin. Það er auðvelt, að hreinsa silki- lampaskerma, og hér er aðferðin: Látið renna mátulega mikið af volgu vatni í baðkerið, svo að skermurinn sé allur niðri í vatninu, látið sápu í vatnið og hellið yfir skerminn. Skolið hann svo veí úr hreinu vatni. Að lok- um skulið þið svo hrista hann og strjúka með handklæði og hengja til þerris. Leggið þvottinn vel saman og sléttið hann, áður en þér setjið hann i þvottavinduna. Þá er miklu betra og fljótlegra að straua hann á eftir. s = Minnstu ávallt mildu sápunnar | s s NOTIÐ eingöngu ■«3 LINIT PERFECT LAilNDRV STARCH -Jiui- iifjfiij imnjiiij. iii • C0TT0N L00K ÍAND) F£fL UKEÍUN STÍFELSI Heildflölubirgölr: GUÐMUNDUR ÓLAFSSONtCO. Auaturstræti 14. — Sími 5904. Enn um barnauppeldi. — ♦♦ — Allir munu vera á það sáttir, að nauðsynlegt sé, að kenna æskulýðnum það, sem hann á fullorðinsárunum þarf með, til þess óbeinlínis að sjá lífi sínu borgið. Þ. e. a. s., að kenna mönnum, hvemig þeir eigi að hafa ofan af fyrir sér og sínum. En menn vilja ekki fara svo langt, að grennsl- ast alvarlega eftir því, hvers konar nám sé hentugast og bezt lagað til þess. Lestur, skrift og reikningur em fræðigreinar, sem auðvitað stefna að því marki, að gera menn færa til þess að vinna fyrir sér, en þá er eiginlega upp talið það, sem að gagni kemur af hinu mikla námi, sem menn verða tíðum að verja svo löng- um tíma til, en kemur þó að svo sáralitlu haldi. Allur þorri manna er önnum kaf- inn við að afla lífsnauðsynja og lífs- þæginda, gera þau aðgengileg og nýtileg og útbreiða þau. Að þetta geti farið i lagi er komið undir því, að maðurinn þekki þau lög, sem drottna í náttúranni, og sem allar hennar gjafir em því háðar, að hann breyti eftir þessum lögum. Náttúru- fræðin í hinni fyllstu merkingu er þekking á náttúrulögmálinu í smáu og stóm, jafnt hinnar dauðu sem lif- andi náttúru. Þessi þekking á lög- um náttúmnnar er að mestu eða öllu vanrækt í uppeldinu. Menn fara fyrst á fullorðinsámnum að læra það, sem menn yfirleitt þurfa að hafa not af við störf lífsins. Margir þekkja að nokkm leyti af reynslunni eða sögu- sögn annara þetta lögmál náttúmnn- ar, en þeir þekkja það ekki nema til hálfs og án þess að kunna að beita þekkingu sinni, ef á liggur. Bóndinn hefir veður af því, að það sé gott að fara svo eða svo með jörð- ina. Efnafræðin mundi skýra margt fyrir honum og forða honum frá mörgu tjóni. Fjármaðurinn þykist vita, að ekki sé gott að hleypa skepnum út í mikið frost. Þetta er rétt, en náttúruvísindin gera manni það skiljanlegt, hvemig fæðan geng- ur meira eða minna til hitunar I likamanum; þurfi líkaminn ekki að missa mikinn hita, þarf minna af fæðunni að ganga til hitunar. En hvilíka yfirburði hefir eigi sá maður, og hve miklu meiri líkur hefir hann ekki til þess, að allt gangi vel, sem hefir grundaða þekkingu á eðli hlut- anna, heldur en hinn, sem leitar fyrir sér fálmandi og fer eftir sinni eða annara reynslu, sem ýmist leiðbeinir, honum eða villir hann. Þá komum við að hinni þriðju grein af störfum lífsins, er menn í uppeld- inu fá eigi neinn undirbúning undir. Ef svo færi, að ókomnar aldir hefðu eigi aðrar menjar frá vomm tímum en eina hyllu af bókum, þá mundu fomfræðingar þeirra tíma furða sig á því, að enginn vottur fyndist þess, að gert hefði verið ráð fyrir, að nem- endurnir kynnu síðar meir að verða foreldrar. Þeir yrðu að ætla, að þetta hefðu verið kennslubækur fyrir menn í klausturlifi. Þeir munu segja svo: margt hefir nú verið kennt í gamla daga, þó einkum að lesa bækur fom- þjóða, sem liðnar eru undir lok, og útlendra þjóða, líklega hafa þeir átt lítið læsilegt á sinu eigin máli, en ekki sést einn stafur um það, hvemig Framhald á bls. 15. iHiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu^ ■ ■ m | . * m * í ■> 1 C m ■ j Framleiðir I LOPAPEYSUR, bláar, gráar og dropótt- ar, [ UNGLINGA- og : BARNAPEYSUR, : mislitar og einlitar, HERRAVESTI, útprjónuð, tví- og þrílit, j KVENJAKKA og j BARNAFATNAÐ úr útlendu og innlendu efni, og margt fleira. j Veljið sterkt á manninn fallegt á konuna, hlýtt á barnið. Söluumboð: ! ERL. BLANDON & Co. h.f. Hamarshúsinu Sími 2877. ! : iiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimb

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.