Vikan


Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 42, 1943 semdir, sem Hastings hafSi gert fimm minútum á8ur. Hann hafði sagt, að til væru svo margar styttingar á Margaret — Maggie, Margot o. s. frv. Svo fór ég að hugsa um, hvað ungfrú Maggie héti í raun og veru. Þá rann það allt í einu upp fyrir mér! Setjum svo, að hún héti Magdala! Nick hafði sagt mér, að það nafn væri í Buckley- fjölskyldunni. Tvær Magdala Buckleys. Kannske. 1 huganum sá ég þau bréf, er ég hafði lesið eftir Michael Seton. Já, ekkert var ómögulegt. Scar- bofough var nefnd — en Maggie hafði verið þar með Nick — móðir hennar hafði sagt mér það. Og það útskýrði fyrir mér annað. Af hverju voru bréfin svona fá? Ef stúlka yfirleitt geymir ástabréf sin, þá geymir hún þau öll. Af hverju voru þessi fáu, útvöldu bréf? Var eitthvað sér- stakt við þau? Ég mundi, að ekkert nafn var nefnt í þeim. Þau byrjuðu öll ólíkt, en öll með gælunöfnum. Hvergi var samt nafnið — Nick. Og það var ann- að, sem ég hefði átt að sjá strax, sem benti á sannleikann." „Hvað var það?“ „Jú, ungfrú Nick var skorin upp við botnlanga- bólgu 27. febrúar síðastliðinn. Eitt bréfið frá Michael Seton var dagsett 2. marz, en í því var ekki nefndur neinn kvíði, veikindi eða annað óvenjulegt. Það hefði átt að benda mér á, að bréfin voru skrifuð til annarrar persónu. Svo las ég yfir lista af spumingum, sem ég hafði gert. Og svaraði þeim öllum í ljósi þessar- ar nýju hugmyndar minnar. Árangurinn var einfaldur og sannfærandi í flesta staði. Og ég svaraði einnig annari spurn- ingu, sem ég hafði spurt sjálfan mig áður. Af hverju keypti ungfrú Nick svartan kjól? Svarið var, að hún og frænka hennar urðu að vera klæddar eins, með rauða sjalið sem smá til- breytni. Þetta var hið rétta og sannfærandi svar, en ekki hitt. Stúlka mundi ekki kaupa sorgar- klæðnað, áður en hún vissi, að elskhugi hennar væri dáinn. Hún mundi vera óeðlileg, einkennileg. Það, sem ég vonaði, skeði! Nick Buckley varð mjög æst, þegar minnst var á leynihólfið. Hún lýsti því yfir, að ekkert slikt væri til. En ef það væri til — og ég skildi ekki í því, hvers vegna Ellen hefði fundið upp á því —- þá hlyti Nick að vita af því. Af hverju var hún svona æst? Var það mögulegt, að hún hefði falið skammbyss- una þar? Með þeirri leyndu fyrirætlun, að gruni væri varpað á einhvern annan síðar? Ég lét hana vita, að útlitið væri mjög svart fyrir Fredericu. Því hafði hún einmitt gert ráð fyrir. Eins og ég hafði gert ráð fyrir, var hún ekki fær um að standa á móti aðalsönnuninni. Auk þess var það ömggara fyrir hana sjálfa. Ell- en hefði getað fundið leynihólfið og skammbyss- una. „Við erum öll hér inni. Hún bíður fyrir utan eftir ávísunarorði sínu. Hún heldur, að það sé alveg óhætt, að taka skammbyssuna úr felustaðn- um og setja hana í kápuvasa frúarinnar .... „Og svo að síðustu skjátlaðist henni . . . Það fór hrollur um Fredericu. „Þrátt fyrir allt,“ sagði hún, „þykir mér vænt um, að ég skuli hafa gefið henni úrið mitt?“ „Já, frú.“ Hún horfði snögglega á hann. „Þér vitið það líka?“ „Hvað um Ellen?" greip ég framí. „Vissi hún, eða gmnaði hana nokkuð?“ „Nei. Ég spurði hana. Hún sagði mér að hún hefði ákveðið, að dvelja í húsinu þá nótt, af því henni fyndist eitthvað vera að. Að því er virtist var Nick of ákveðin, þegar hún hvatti hana til þess að sjá flugeldana. Hún f hafði séð, að Nick væri illa við Fredericu. Hún' sagði mér, að hún fyndi greinilega á sér, að eitt- hvað myndi koma fyrir; en hún hélt að það myndi koma fyrir Fredericu. Hún þekkti skapgerð Nick, sagði hún, og hún var alltaf skrýtin stúlka." ,,Já,“ sagði Frederica lágt. Já, við skulum hugsa um hana þannig. Skrýtin lítil stúlka. Skrýtin lítil stúlka, sem gat ekki hjálpað sjálfri sér ... Poirot tók hönd hennar og lyfti henni blíðlega að vörum sér. Charles Vyse hreyfði sig órólega. „Þetta verður leiðinlegt mál,“ sagði hann stillilega, ,,ég býst við þvi, að ég verði að sjá um einhverja vöm fyrir hana.“ „Ekki mun verða þörf á því, sagði Poirot ró- lega, ekki ef mér skjátlast ekki tilgátur mínar.“ Hann snéri sér allt í einu að Challenger. „Þar setjið þér duftið, er ekki svo?“ sagði hann. „1 þessi armbandsúr ?“ „Ég, ég — stamaði sjómaðurinn í vandræðum. „Reynið ekki að blekkja mig með þessum góðmannlega svip yðar. Hann hefir blekkt Hastings, en hann blekkir ekki mig. Þér hafið þó nokkuð upp úr því, þér og frændi yðar i Harley Street." MAGGI OG KAGGI Maggi; Hvern fjárann ertu að gera Raggi. Raggi: Sérðu ekki, fíflið þitt, ég er að logsjóða! Maggi: Logsjóða? Hvaða gagn' hefurðu af því, að læra að logsjóða? Raggi: Ég ætla að verða mesti hergagnaframleiðandinn í næstu styrjöld! „Poirot!“ Challenger stóð upp. Litli vinur minn horfði rólega á hann. „Þér eruð hinn gagnlegi „vinur". Neitið því, ef þér viljið, en ég ráðlegg yður, ef þér viljið ekki, affi lögreglan komist að öllu saman, að fara.“ Mér til mikillar undmnar fór Challenger, hann fór út úr herberginu eins og örskot. Ég gapti á eftir 'honum. Poirot hló. „Ég sagði þér frá því, vinur minn. Hugmynd- ir þínar em alltaf skakkar." „Það var kókain í armbandsúrinu," sagði ég. „Já, já. Þannig hafði ungfrú Nick það með sér á hressingarhælið. Og þegar hún hafði lokið við forða sinn, í súkkulaðinu, þá bað hún Fredericu um hennar úr, sem var fullt." „Meinið þér, að hún geti ekki án þess verið?“ „Nei, nei, ungfrú Nick er alls ekki ofurseld eiturlyfjum. Hún neytir þess stundum að gamni sinu. En í kvöld þarfnast hún þess til annars. Það verður stór skammtur í þetta sinn.“ „Þú heldur —?“ stundi ég. „Það er líka bezt. Betra en reipi böðulsins. En, þei, við megum ekki segja frá þvi, að Vyse við- stöddum, sem er allur í lögum og reglum. Opinberlega veit ég ekkert. Innihald armbands- úrsins er eintóm tilgáta hjá mér.“ „Tilgátur yðar eru alltaf réttar, Poirot," sagði Frederica. „Ég verð að fara,“ sagði Charles Vyse meffi kuldalegum vanþóknunarsvip um leið og hanrt. gekk út. Poirot leit frá Fredericu á Lazams. „Þið ætlið að giftast, er ekki svo?“ „Eins fljótt og við getum." „Poirot," sagði Frederica. „Ég er ekki for- fallin í eiturlyf, eins og þér haldið. Ég hefi næst- um vanið mig af því. „Ég held, að ég þurfi ekki á armbandsúrum að halda, nú þegar hamingjan. brosir við mér.“ „Ég vona, að þér verðið hamingjusamar, frú,“ sagði Poirot blíðlega. „Þér hafið liðið mikið. E*. þrátt fyrir allt mótlætið eruð þér ennþá þrótt- mikil og góð kona.“ „Ég skal gæta hennar," sagði Lazarus. „Starf mitt gengur illa núna, en ég vona að það batni. Annars er Fredericu sama, þó að hún sé fátæk með mér." Hún hristi höfuðið brosandi. „Það er orðið framorðið," sagði Poirot um leiffi. og hann leit á klukkuna. Við stóðum upp. „Við eyddum einkennilegri nótt í þessu ein- kennilega húsi,“ hélt Poirot áfram. „Það er, eins og Ellen segir, ógæfuhús ....“ Hann horfði á myndina af Sir Nicholas gamla. Hann greip allt í einu í handlegg Lazamsar og dró hann til hliðar. „Ég bið yður fyrirgefningar, en af öllum spum- ingum mínum er ennþá einni ósvarað. Segið mér, af hverju buðuð þér fimmtíu pund fyrir þessa mynd? Mér þætti gaman að vita það, þér skiljið, svona rétt til þess, að engu sé ósvarað." Lazarus horfði á mig, með sviplausum augum, nokkra stund. Svo brosti hann. „Sjáið þér til, Poirot," sagði hann, ég er kaup- maður." „Veit ég það.“ „Þessi mynd er ekki meira virði en tuttugu pund. Ég vissi, að ef ég byði Nick fimmtíu, þá mundi hana strax gruna, að hún væri meira virði, og hún myndi láta meta hana annars staðar. Þá mundi hún sjá, að ég hefði boðið henni miklu meira en myndin væri virði. 1 næsta skipti, sem ég byði henni í mynd, þá mundi hún ekki láta meta hana.“ „Já, og þá?“ „Myndin á hinum veggnum er að minnsta kosti fimm þúsund punda virði," sagði Lazarus þurr- lega. „Einmitt það!“ Poirot kinkaði kolli. ,,Nú veit ég allt,“ sagði hann brosandi. ENDIR.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.