Vikan


Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 1
HITAVEITAN einstakt mannvirki. íslendingar hafa á mörg- um sviðum verið eftirbát- ar annara pjóða, en nú er hér að komast á laggirn- ar svo merkilegt mann- virki, að pað á hvergi sinn líka í veröldinni. Vér höfum átt tal við Helga Sigurðsson verk- fræðing, forstjóra hitaveit- unnar, og byggjum frá- sögn vora á pví, sem hann sagði. Heitt vatn ólgar og sýður all-víða í iðrum lands vors. Sums staðar hef- ir það þegar verið nytjað í þarfir þjóðarinnar, en óhemju mikil orka bíður beizlunar á hverasvæðunum og mun hún í framtíðinni valda geysimiklum breyt- ingum til batnaðar í lífi og menningu vorri. Nú á næstunni er heita vatnið að hefja stórkostlega byltingu í höfuðborg- inni; það fer að kvíslast um æðar hennar og kol og kuldi verða aðeins til í sögnmn og sögum, eins og gömlu brunnarnir og póstarnir og vatnsberarnir. Loftið yfir borginni verður hreinna og þá um leið heilnæmara; snjóþyngsli ættu aldrei að þurfa vera mikil eða lengi á götunum og ræktun skrúðgarða og nytjajurta miklum mun auðveldari; hreinlæti getur orðið al- mennara og heilsufar betra en áður. Og öll þessi dýrð er því að þakka, að tækni nútímans og hugvit gerir oss kleift að leiða heitt vatn í pípum frá Reykjum í Mosfellssveit til Reykjavíkur — rúma 15 kílómetra! Framhald á bls. 3. Helgi Sigurðsson forstjóri hitaveitunnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.