Vikan


Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 43, 1943 List — ag. peningar. Og þetta kallar þú málverk,“ sagðl Linielin forstjóri fyrirlitlega og '' starði á málverkið á mynda- grindinni, sem stóð í einu homi málara- vinnustofunnar. „Það er táknrænt, frá mínu sjónar- miði,“ svaraði Pétur systursonur forstjór- ans. ,,0g ég er alveg sannfærður um, að þetta er mjög gott málverk. Það er lista- verk.“ Lindelin forstjóri svipaðist um alla vinnustofu málarans og rannsakaði mál- verkin. Allir veggir voru þaktir málverk- um, en honum fannst lítið til þeirra koma. „Þetta er það bezta, sem ég nokkm sinni hefi málað,“ sagði Pétur. „Það efast ég hreint ekki um,“ svaraði Lindelin hæðnislega. „Hvaða áht hefir þú á þessu, Elísabet?" Unga kona málarans, sem hafði dregið sig í hlé út að einum vegg vmnustofunnar, roðnaði ofurlítið. „Mér sýnist þetta vera stórfenglegt mál- verk,“ svaraði hún. „Alveg rétt, Beta,“ sagði Pétur. „Skírnamafn konu þinnar er Elísabet," sagði Lindelin. * „En á veturna, þegar dagamir em stutt- ir og kaldir, hefi ég vanið mig á að kalla hana Bétu, það er meiri ylur í því, finnst mér,“ sagði Pétur. „Humm,“ sagði Lindehn forstjóri. „Mér leyfist ef til vill að spryja um, hvað það var, sem þú vildir mér?“ „Ég ætlaði að fá að tala ofurlítið við þig í skrifstofu þinni, eins og ég skrifaði þér í bréfi mínu,“ sagði Pétur. „Ég veit, að á bak við þitt kaldranalega yfirbragð slær raungott hjarta.“ „En útlit þitt er þannig, að ég kæri mig ekkert um komu þína í skrifstofu mxna,“ sagði Lindelin. „Hvað mundi starfsfólk mitt halda? 1 þessum klæðnaði líkist þú einnig mest þínum eigin afkáralegu mál- verkum.“ „En hlý og heimaunnin uUarpeysa getur verið alveg jafngóð og komið að sömu not- um sem klæðskerasaumaður jakki,“ sagði Pétur. „En ástæðan fyrir því, að mér kom til hugar að heimsækja þig í skrifstofu þína er sú, að ég á ógreidda húsaleiguna." „Já einmitt það,“ sagði Lindelin þótta- lega. „Og húseigandinn hefir tilkynnt mér, að ef ég borgi ekki húsaleiguna innan tveggja daga, þá verði ég að fara úr íbúðinni," bætti Pétur við. „Hann ætlar með öðrum orðum að setja Betu og mig út á götuna.“ „Já einmitt það,“ sagði Lindehn aftur. „En auðvitað verðum við að taka því,“ sagði Pétur. „En það, sem verst er, að þá hefi ég engan stað til þess að mála í.“ „Er nauðsynlegt fyrir þig að halda því áfram?“ Smásaga eftir Erik Hassin. „Það verður að minnsta kosti illt að fá annan stað,“ sagði Pétur, án þess að svara því, sem frændi hans hafði sagt. „Hvað var það, sem ég var nú að hugsa . . . ?“ „Hvað sagðir þú?“ spurði Lindelin nepjulega. „Ég hugsaði að . . .“ stamaði Pétur. „Þú getur þó hugsað ennþá. Það gleður mig og gefur mér góðar vonir,“ sagði Lindelin. „Nú skal ég segja þér hreint út úr pokanum skoðun mína. Þú ert eini frændinn sem ég á, og það get ég sagt þér, að það var mér mjög á móti skapi, þegar þú valdir þér það lífsstarf, að verða list- málari, þótt ég léti það afskiptalaust. Og ég hefði viljað hjálpa þér til þess að kom- ast áfram, ef þú hefðir málað almennileg- ar myndir, sem maður hefði getað verið upp með sér af, að láta hanga á veggjun- um hjá sér. En það er ekki að nefna, að þú fáir grænan eyrir hjá mér, svo lengi sem þú málar myndir þínar í líkum stíl og þessa hér.“ Lindelin benti á málverkið á rriynda- grindinni, og djúp Htilsvirðing lýsti sér í svip hans, en hinn ungi listamaður leit döprum augum til konu sinnar. „Nú ætla ég að setja þér úrshtakosti," hélt Lindelin forstjóri áfram. „Þú eyði- leggur öh þessi málverk, sem þú hefir mál- að fram að þessum tíma. Og svo byrjar þú á ný, og málar almennilegar myndir, l»»»lllllll»llll«MM*MI*M»»»HM*»IH»IM»»lim*»ll»l»MI»l»»IIM»M»»ll»MMMIM»»»Mn»Mfim»l ! VITIÐ ÞEB ÞAÐ? | 1. Eftir hvem er þetta erindi: — Svo brýt ég sjálfur bátinn minn og berst inn í gljúfra-veginn. — Við förum þar loksins allir inn. — S En er nokkuð hinumegin? I 2. Hvenær hóf Iðnskólinn í Reykjavík | starf sitt? I 3. Hvað er langt frá Reykjavík, kring um | Hvalfjörð, að Kópaskeri? 1 4. Hverrar þjóðar var tónskáldið Edward | Grieg, og hvenær var hann uppi? : | 5. Hvenær varð Portúgal lýðveldi? 1 6. Hve margar tennur hefir 2—3 ára | bam? | | 7. Hvaða mánuður ársins er kaldastur i = Danmörku? . | 8. Hvenær var fyrst flogið yfir Eyrar- | sund og, hvað hét sá, sem flaug það ? 1 : 9. Hver byggði Ráðhúsið í Kaupmanna- I | höfn? I | 10. Hvar er mest um platinunámur ? Sjá svör á bls. 14. § sem almeimingur getur skilið — sem al- menningi líkar! Málverk, sem sölumögu- leikar eru fyrir! Hefir þú nú skihð mig?“ „Svona nokkxu*n veginn,“ svaraði ungi málarinn. „Ef þú nú ferð eftir ráðleggingum mín- um, skal ég borga fyrir þig húsaleiguna, og það munu ekki safnast á þig skuldir,“ hélt Lindehn áfrara. „En ef þú ferð ekki eftir þessum bendingum, þá verður þú jsjálfur að sjá fyrir þessu. Ef þú ekki borg- ar, þá verður þú borinn út úr málarastof- unni, og þar sem þú hefir engan stað til þéss að vinna á að málverkum þínum, verður þú að leggja hstina á hilluna.“ „Með öðrum orðum: annað hvort verð ég að mála alveg eftir þínu höfði — eða mála alls ekki,“ sagði Pétur. „Alveg rétt,“ sagði Lindelin forstjóri. „Og þér er alveg óhætt að fara eftir því, sem ég segi þér. Ég veit hvað ég syng, því er þér óhætt að treysta, og þó að ég sé ekki listdómari, get ég auðveldlega séð, hvort málverk er útgengilegt eða ekki.“ Það varð þögn í málarastofunni. Linde- lin forstjóri horfði spekingslega upp í loft- ið, en Pétur og Beta litu hvort á annað; þau töluðu saman með augunum. „Hann hefir rétt fyrir sér, ég get ekki útvegað peninga fyrir húsaleigunni," sagði augna- ráð Péturs. „En þú getur ekki heldur eyði- lagt þín eigin málverk," svöruðu brún augu Betu. — „Ég gæti að vísu málað nokkur málverk við hans hæfi,“ svaraði augnaráð Péturs. En svo sagði Beta upphátt: „Nei, Pétur, þetta getur þú ekki gengið inn á.“ „Nei, vitaskuld ekki,“ svaraði Pétur. „En hvað þá með húsaleiguna?" spurði Lindehn ruddalega. „Það fer allt einhvemveginn," sagði Pét- ur. „Ég trúi á forlögin. Það greiðist úr því á einhvem hátt.“ „Forlögin!“ endurtók Lindelin. „Heldur þú, að ég væri orðinn það sem ég er, hefði ég setið með hendur í vösum og beðið þess að foríögin færðu mér allt, sem ég þarfnaðist? Nei, maður ætti aldrei að treysta á þau. Það er gamalt máltæki, að hver sé sinnar gæfu smiður. En gerðu svo vel, gakktu bara um götumar að- gerðarlaus, og dreptu þig úr hungri, og Elísabetu líka, sem raunar er alltof góð fyrir þig.“ Lindelin forstjóri skellti fast á eftir sér hurðinni, hljóp niður tröppumar, settist upp í bifreið sína og ók heim til hádegis- verðar. Hann var í mjög leiðu skapi. Hon- um þótti í raxm og vem vænt um frænda sinn, og einmitt þess vegna gramdist hon- um að geta ekki fengið hann til þess að látá að orðum sínum. „Hvað vildi Pétur þér?“ spurði frú Lindelin mann sinn. „Náttúrlega að fá lánaða peninga?“ „Já,“ svaraði Lindelin forstjóri. „Fékk hann þá?“ spurði frúin. „Nei,“ svaraði Lindelin. Framh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.