Vikan


Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 5
\ 5 VIKAN, nr. 43/ 1943 Höfundurinn: Agatha Christie Ný framhaldssaga: Hver gerði það? Sakamálasaga eltir AGATHA CHRISTIE ''l lUIIIIIIUIIIHIIIIIIIIIIIIIIIHIMI 11111 ■ ■ ■ IIIIII11 1 Hercule Poirot 1. KAFLI. Frægur farþegi með Taurus hraðleslinni. Það var klukkan fimm um morguninn á Sýr- landi. Meðfram stöðvarpallinum i Aleppo stóð lestin, sem í öllum jámbrautarleiðarvisum er aefnd Taurus hraðlestin. Hún samanstóð af eld- hús- og borðstofuvagni, svefnvagni og tveim öðrum vögnum. Við stigann, sem lá upp í svefn- ▼agninn stóð ungur franskur liðþjálfi i skínandi einkennisbúningi, hann var að tala við litinn mann, sem var með kragánn brettan upp fyrir eyru, svo að ekki sást í annað en eldrautt nefið •g í endana á uppvöfðu yfirskegginu. Veðrið var nístandi kalt, og það var ekki öfundsvert starf að fylgja frægum manni og út- lendum til lestarinnar, en Dubosc liðsforingi rækti starf sitt með karimennsku. Hann talaði kurteis- lega við þann erlenda á fallegri frönsku. Hann vissi ekki, hvað allt þetta átti að þýða. Auðvitað hafði borizt út kvittur, eins og alltaf í svona málum. Skap herforingjans, yfirmanns hans, hafði alltaf versnað. Og svo hafði þessi útlendingur komið, Beigi, alla leið frá Englandi að því er virtist. Vika hafði liðið — vika full af forvitnis- legum æsingi. Svo höfðu viss atvik komið fyrir. Mjög ágætur liðsforingi hafði framið sjálfs- morð, annar sagði allt í einu af sér, kvíðafull andlit misstu skyndilega sinn kvíðafulla svip, og það var slakað á vissum hernaðarlegum varúðar- ráðstöfunum. Og herforinginn, yfirmaður Duboscs liöþjálfa, leit út eins og hann hefði yngst um tíu ár. Dubosc hafði heyrt brot af samræðum milii hans og útlendingsins. „Þér hafið bjargað okkur, kæri vinur,“ sagði herforinginn hrærður og stóra, hvíta yfirskeggið hans titraði um leið og hann talaði. „Þér hafið bjargað heiðri franska hersins — þér hafið af- stýrt miklum blóðsúthellingum! Hvemig get ég þakkað yður fyrir, að hafa orðið við bón minni, um að koma svona langt að —?" Þessu hafði útlendingurinn (sem hét Hercule Poirot) svarað kurteislega og með þessum mjög viðeigandi orðum: „Haldið þér, að ég muni ekki, að þér björguðuð einu sinni lífi mínu?“ Og þá hafði herforinginn svarað með öðrum viðeigandi orðum, að hann hafnaði öllum launum fyrir þann gamla og liðna greiða; svo féllust þeir í faðma um leið og þeir nefndu Frakkland og Belgiu, frægð og heiður og þviumlíkt; og samtalinu var lokið. En Dubosc liðþjálfi vissi samt ekki enn, hvað þetta allt átti að þýða, en honum hafði verið falið að fylgja Poirot til Taurus hraðlestarinnar, og hann gerði það af öllum þeim ákafa og áhuga, sem býr í ungnm hermanni, sem á sér bjarta framtíð. „1 dag er sunnudagur", sagði Dubosc. ,,Á morgun, mánudagskvöld, verðið þér í Stamboul." Það var ekki í fyrsta skiptið, sem hann gerði þessa athugasemd. Samræður á stöðvarpallinum, áður en lestin leggur af stað, viija oft verða nokkuð svipaðar. „Já,“ sagði Poirot. „Ætlið þér ekki að dvelja þar í nokkra daga?“ „Jú. Ég hefi aldrei komið til Stamboul. Það væri leiðinlegt, að skjótast þar í gegn, án þess að stanza. Mér liggur ekkert á, ég ætla að dvelja þar sem ferðamaður í nokkra daga.“ „Sofiumusterið er mjög fallegt," sagði Dubosc, liðþjálfi og gaut augunum i leyni á úr sitt. Fimm mínútur í fimm — aðeins fimm mínútur til. Hann ímyndaði sér, að hinn maðurinn hefði tekið eftir þessu og flýtti sér að hefja sam- ræður á ný. „Það eru fáir, sem ferðast á þessum tíma árs- in,“ sagði hann um leið og hann horfði upp i glugga svefnvagnsins fyrir ofan þá. „Já,“ sagði Poirot. „Við skulum vona, að „Taurus" fenni ekki í kaf!“ „Kemur það fyrir?“ „Já, það hefir komið fyrir, ekki í ár, en áður.“ „Vonandi kemur það ekki fyrir," sagði Poirot. „Veðurfregnimar frá Evrópu eru iskyggilegar." „Mjög vondar. Á Balkanskaga er mikill snjór." „Einnig i Þýzkalanai, hefi ég heyrt." „Jæja,“ sagði Dúbosc liðþjálfi. „Annað kvöld klukkan sjö fjörutíu verðið þér í Konstantinópel." „Já,“ sagði Poirot, ég hefi heyrt, að Sofiu- musterið væri mjög fallegt." „Stórkostlegt, finnst mér.“ Fyrir ofan höfuð þeirra voru dregin frá glugga- tjöld í svefnklefa, og ung stúlka leit út um gluggann. Mary Debenham hafði sofið lítið frá því hún fór frá Baghdad. Hún hafði sofið illa í lestinni Ný fratnhaldssaga! I I þessu blaði hefst ný saga eftir 1 | Agatha .Cliristie og er Hercule | I Poirot höfuðpersónan eins og í I É Leyndardómi Byggðarenda. Þessi f l nýja saga heitir „Hver gerði } É það?“ og er framúrskarandi dul- | | arfull og vel samin og þykir snilld- | I arverk á þessu sviði sagnagerðar. É | Hún gerist i járnbrautarlest, sem 1 | situr föst í snjó uppi í fjöllum | i Júgóslafíu. Maður er myrtur á | I mjög einkennilegan hátt í lestinni, I I en svo vill til, að vinur okkar Her- i | cule Poirot, leynilögreglumaður- } É inn bráðsnjalli, er þar á næstu | é grösum og tekur að sér rannsólm É } málsins, og þá er eltki að sökum } I að spyrja: enginn kemst undan É É homun, |>ótt liann sé stundmn É I nokkra stund að átta sig. — Þetta í É þykir ein af allra beztu sögum É } Agatha Christie. til Kirkuk og gistihúsinu í Mosul og svo núna síðastliðna nótt í lesinni, hafði hún heldur ekki getað sofið. Nú var hún þreytt og máttlaus af þvi að liggja vakandi í hitasvækju klefans, sem var alltof mikið hitaður, hún stóð upp og leit út um gluggann. Þetta hlaut að vera Aleppo. Auðvitað ekkert að sjá. Aðeins langur illalýstur pallur, og ákaft rifrildi á arabísku barst einhversstaðar að. Tveir menn fyrir neðan glugga hennar töluðu saman á frönsku. Annar var franskur liðsforingi, hinn var lítill maður með gríðarstórt yfirskegg. Hún brosti. Hún hafði aldrei séð nokkurn mann eins dúðaðan. Það hlaut að vera mjög kalt úti. Þess vegna var kynt svona hræðilega. Hún reyndi að þrýsta glugganum lengra niður, en það var ekki hægt. Járnbrautarþjónninn gekk að mönnunum. Hann sagði, að lestin væri alveg að fara og það væri vissara fyrir herrann að fara inn. Litli maðurinn lyfti upp hattinum. En hvað höfuð hans var skrýtið í laginu, alveg eins og egg! Mary Deben- ham brosti, þrátt fyrir svefnleysi sitt. En hvað maðurinn var hlægilegur. Svona mann væri aldrei hægt að taka alvarlega. Dubose var að þylja kveðjuorðin, sem hann var löngu áður búinn að hugsa sér, hvernig ættu að hljóða. Það voru falleg og hæversk orð. Poirot svaraði ekki síður kurteislega. „1 vagninn, herra minn,“ sagði vagnþjónninn. Poirot steig upp í vagninn, með óendanlega tregum svip. Vagnþjónninn kom á eftir honum. Poirot veifaði hendinni. Dubose liðþjálfi kvaddi á hermannavísu. Lestin kipptist til og rann hægt af stað. „Loksins," sagði Hercule Poirot í hálfum hljóðum. Dubose, sem nú fyrst tók eftir því, hvað var kalt, tók að skjálfa. „Hérna, herra minn!“ vagnstjórinn sýndi Poirot með hátíðlegu handapati hinn þægilega svefn- klefa hans og farangurinn, sem hafði verið komið fyrir þar inni. „Ég hefi sett litlu töskuna yðar héma.“ ' Hin útrétta hönd þjónsins gaf Poirot bendingu, hann stakk i hana samanbrotnum peningaseðli. „Þakka yður fyrir, herra." Þjónninn varð hvat- legur og verzlunarmannlegur. „Ég hefi farmiða yðar; ég ætla að taka vega- bréfið líka. Þér farið úr í Stamboul, er ekki svo?“ Poirot samþykkti. „Það eru ekki margir, sem ferðast núna, trúi ég?“ sagði hann. „Nei, herra. Ég hefi aðeins tvo aðra farþega, báðir eru enskir. Ofursti nokkur frá Indlandi og ung ensk kona frá Baghdad. Viljið þér, að ég færi yður eitthvað?" Poirot bað um glas af Perrier. Klukkan fimm um morgun er óþægilegur tími að fara upp í járnbraut. Það eru ennþá tveir tímar til dags. Poirot kom sér fyrir í einu horni klefans, og þar sem hann hafði ekkert sofið um nóttina, sofnaði hann fljótlega. Þegar hann vaknaði aftur, var klukkan orðin hálfniu, og hann gekk inn í borðstofuvagninn til þess að fá sér heitan kaffisopa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.