Vikan


Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 43, 1943 Það var aðeins ein vera þar inni á þeirri stundu, augsýnilega unga enska stúlkan, sem þjónninn hafði sagt honum frá. Hún var há, grönn og dökkhærð, e. t. v. tuttugu og eins árs að aldri. Það var einhverskonar dugnaðarsvipur á henni, þegar hún var að borða, og þegar hún kallaði á þjóninn og bað hann um að færa sér meira kaffi, svipur sem gaf til kynna, að hún þekkti heiminn og væri vön að ferðast. Hún var í dökkum ferða- búningi úr þunnnu efni, sem var mjög hentugt i hitasvækjunni i jámbrautarlestinni. Hercule Poirot, sem hafði ekki annað aö gera, skemmti sér við að athuga stúlkuna í laumi. Hún var, eftir því sem hann gat sér til, stúlka, sem gat vel bjargað sér sjátf, hvar sem hún væri. 1 henni bjó dugnaður og jafnvægi. Honum féll vel í geð hinir reglulegu andlitsdrættir hennar og föli hörundslitur. Honum leizt vel á hinn gljá- andi svarta koll og fallegar hárbylgjur og augu hennar róleg, ópersónuleg og grá. En hún var, að því er honum fannst, heldur of ákveðin á svipinn, til þess að vera það sem hann kallaði „falleg kona“. Nú kom annar maður inn í borðstofuna. Það var hár maður, milli fertugs og fimmtugs, mag- ur, dökkur á hörundslit og með hár, sem var að- eins farið að grána á þunnvöngunum. „Ofurstinn frá Indlandi," hugsaði Poirot með sér. Sá nýkomni, hneigði sig fyrir stúlkunni. „Góð- an daginn, ungfrú Debenham." „Góðan daginn, Arbuthnot ofursti/' Ofurstinn stóð og studdi annarri höndinni á stólinn, sem var á móti henni. „Hafið þér nokkuð á móti því, að ég setjist héma?" spurði hann. „Auðvitað ekki. Fáið yður sæti.“ „Jæja, þér vitið, að allir eru ekki jafnræðnir við morgunmatinn!“ „Það er nú líka ágætt, en ég bit ekki.“ f Ofurstinn settist. „Þjónn,“ kallaði hann í ráð- ríkislegum tón. Hann bað um egg og kaffi. Augu hans hvíldu eitt augnablik á Hercule Poirot. Poirot las réttilega hið enska hugarfar í augnaráðinu, vissi að hann sagði við sjálfan sig: „,Þetta er bara bölv... . útlendingur!“ Eins og sannir Englendingar voru þau ekki ræðin. Þau töluðust við aðeins nokkrar stuttar setningar, eftir það stóð stúlkan upp og gekk til klefa síns. Um hádegi sátu þau aftur við sama borð, og aftur létu þau sem þau sæju ekki þriðja far- þegann. Nú töluðu þau meira saman en við morgunverðinn. Arbuthnot ofursti ræddi um Punjab og spurði stúlkuna við og við nokkurra spurninga um Baghdad, þar sem hún hafði verið kennslukona. 1 samræðum sínum höfðu þau komizt að því, að þau ættu nokkra sameiginlega vini, og það var til þess að framkoma þeirra gagnvart hvoru öðru var vingjamlegri og óþving'aðri. Þau röbb- uðu fram og aftur um þessa vini. Ofurstinn spurði, hvort hún færi beina 'leið til Englands, eða hvort hún ætlaði að stoppa í Stamboul. „Nei, ég fer beina leið.“ „Finnst yður það ekki leiðinlegt?" „Þegar ég fór þessa leið fyrir tveimur árum, dvaldi ég þrjá daga í Stamboul." „Einmitt það! Ég verð að segja, að mér þykir ánægjulegt, að þér skulið fara beina leið eins og ég.“ Hann hneigði sig klaufalega og roðnaði um leið. „Ofurstinn yðar er tilfinninganæmur," hugsaði Hercule Poirot með sér og hafði gaman af. — „Já, jámbrautarlestin, hún er alveg eins hættu- leg og lystisigling." Ungfrú Debenham svaraði kurteislega, að það væri mjög ánægjulegt. Framkoma hennar var hlédræg. Hercule Poirot tók eftir því, að ofurst- inn fylgdi henni að klefanum. Seinna fóru þau yfir hið fallega landslag í Taurus. Siðar, þegar þau stóðu hlið við hlið og horfðu á hið stórkostlega útsýni, stundi stúlkan allt í einu við. Poirot, sem stóð nærri þeim, heyrði hana segja í hálfum hljóðum: „Þetta er dásam- legt! Ég vildi óska — óska —.“ „Já?“ „Ég vildi óska að ég gæti notið þess alls!“ Arbuthnot svaraði engu. Hinir hörðu andlits- drættir hans virtust ennþá hörkulegri og grimmd- arlegri. „Það veit guð, að ég vildi óska, að þér væruð komin héðan í burtu,“ sagði hann. „Þei, þei!“ „Ó, það er allt í lagi.“ Hann gaut augunum gremjulega í áttina til Poirot. Svo hélt hann á- fram. „En mér þykir illt, að þér skuluð vera kennslukona og þurfa að hlýða hverri bendingu og fyrirskipun harðráðra mæðra og þeirra þreyt- andi krakka.“ Hún hló. Það var óviðráðanlegur óánægju- hreimur í hlátrinum. „Þér megið ekki halda það. Hin fótumtroðna og útskúfaða kennslukona er ekki til lengur. Ég get fullvissað yður um það, að það em foreldram- ir, sem óttast hótanir mínar.“ Þau töluðu ekki meira. Arbuthnot skammaðist sín ef til vill fyrir orð sín. „Þetta er fremur skrýtinn leikur, sem ég er vottur að hér“ sagði Poirot við sjálfan sig hugsandi. Hann minntist síðar þessara hugsana sinna. Þau komu til Konya þetta kvöld um klukkan hálf tólf. Ensku farþegamir tveir fóm út til þes« að teygja úr fótunum, og gengu fram og aftur um pallinn, sem var þakinn snjó. Poirot lét sér nægja að horfa á lífið á stöðinni í gegnum glugga. En tiu mínútum seinna, datt honum í hug, að það gæti verið gott og heilnæmt að fá sér frískt loft. Hann bjó sig vandlega, klæddi sig í nokkrar peysur og jakka, vafði trefli um hálsinn, setti upp vettlinga og fór í skóhlífar. Þannig búinn steig hann varlega niður á pallinn og tók að ganga eftir honum endilöngum. Hann gekk bakvið eimreiðina. Það vom raddirnar, sem orsökuðu það, að hann tók eftir tveim ógafeinilegum vemm, sem stóðu í skugga jámbrautarvagnsins. Arbuthnot talaði. „Mary —.“ Stúlkan greip frami. „Nei, ekki núna, ekki núna. Þegar allt er liðið hjá. Þegar allt er að baki okkar — þá — Poirot snéri sér kurteislega við. Hann furðaði sig á þessu .... Hann mundi varla hafa þekkt aftur hina stiltu og ákveðnu* rödd ungfrú Deben- ham. „Þetta er einkennilegt," sagði hann við sjálfan sig. Næsta dag datt honum í hug, að þau hefðu e. t. v. rifizt. Þau töluðu lítið saman. Honura fannst stúlkan vera kvíðafull á svip. Hún var með dökka bauga fyrir neðan augun. Klukkan var hálfþrjú um eftirmiðdaginn, þegar lestin stöðvaðist. Höfuð birtust út um gluggana. Smáhópur af mönnum stóð við jámbrautartein- ana, og mennirnir horfðu og bentu á eitthvað undir borðstofuvagninum. Poirot hallaði sér út og talaði við vagnþjóninn, sem hljóp framhjá. Maðurinn svaraði, Poirot dró höfuðið aftur inn um gluggann, snéri sér við og rakst næstum á Mary Debenham, sem stóð rétt fyrir aftan hann. „Hvað er að?“ spurði hún stynjandi á frönsko. „Hversvegna stönzum við?“ „Það er ekkert, ungfrú. Það hefir kviknað í einhverju undir stofuvagninum. Það er ekkert alvarlegt, það er búið að slökkva. Þeir em nú að gera við tjónið. Ég fullvissa yður um, að það er engin hætta á ferðum." Hún hreyfði sig snögglega eins og hún væri að vísa allri hugsun um hættu á bug. „Já, já, ég skil það. En tíminn!“ „Tíminri?“ „Já, þetta tefur okkur.“ „Það getur verið, já,“ sagði Poirot. Erla og unnust- mn. Oddur: Frá þvi að ég fékk alla þessa peninga hafa þeir ekki farið í annað en skemmtanir okkar Erlu. Erla: Halló, Oddur mínn. Klukkan hvað kemurðu hingað, elskan mín? Kemurðu snemma? Ég hefi nefoilega dálitið óvænt handa þér!! Oddur: Ég kem klukkan hálf sjö, dúfan Oddur: Ég þori að veðja, að hún veit áð ég Brla: A þessu áttirðu ekki von, var það? Ég þori mín. Hvað er það? Jæja, þú segir mér það í eyði of miklu, og nú ætlar hún að gleöja mig að segja, að þú hefir ekki haft hugmynd um, að þetta kvöld? með því að búa til matinn sjálf. skemmtilega veitingahús væri héma í þeseum bæ!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.