Vikan


Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 28.10.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 43, 1943 13 Ymsir kvikmyndaleikarar. Bette Davis í myndinni „Blekk- ingin mikla.“ Tommy Trinder, Constance Cummings og Clifford Evans i myndinni „Verkstjórinn fór til Frakklands." Söngvamærin Gloria Warren í kvikmyndinni „I hjarta og hug.“ Douglas Fairbanks yngri og Huth Warrick í kvikmyndinni „Korsíkubræður." List — oq. peningar. Framh. af bls. 4. „Þaö undrar mig,“ hélt frúin áfram, ,,ég hélt, að það væru engin takmörk fyrir því, hversu mjög þessi frændi þinn gæti féflett þig.“ „Hann er líka einasti systursonur minn •— eini frændinn sem ég á,“ sagði Lindelin. „Hann kann líka að nota sér það.“ „En nú fær hann ekki einseyring hjá mér meira, fyrr en hann fer að mála al- mennilega,“ sagði Lindelin. „Ég hafði pen- inga handa honum í vasanum, en hann fékk þá ekki. Að sjá myndimar hans! Uh! Uh! Þvílík klessuverk!“ En frúin hafði enga löngun til að ræða um málverk Péturs. Yfirleitt var henni ekkert um hann gefið. „Eg sá nýjustu tízku af kjólum í verzl- un í gærdag,“ sagði hún. „Já einmitt.“ „Og þar sem þú hefir sparað þessa pen- inga, sem þú ætlaðir að láta frænda þinn hafa, ættirðu alveg eins að geta látið mig fá þá.“ \ „Ég hélt að þú værir kominn yfir þann aldur, að hafa áhuga á tízkuklæðnaði,“ sagði Lindelin. En honum varð strax ljóst, að þetta hefði hann ekki átt að segja. „Annars hefi ég ekkert á móti þvi, að þú kaupir þér nýja kápu eða kjól, eða það sem þig vantar helzt,“ flýtti hann sér að bæta við. „Gerðu svo vel, héma em pen- ingamir, sem Pétri vom ætlaðir.“ Og Lindelin forstjóri taldi fimm hundr- uð krónur fram á borðið hjá konu sinni, °g flýtti sér síðan til skrifstofu sinnar. Síðari hluta dags, fór frúin í verzlanir og leit á tízkuklæðnaðinn. En nú, þegar hún hafði peningana til þess að kaupa fyr- ir, fannst henni ekki nærri eins mikið til um kjólana, eins og henni hafði fundizt daginn áður. Hún skoðaði marga, en keypti engan. Það lá ekkert á, fannst henni, og hún vildi líka leita víðar fyrir sér, áður en hún afréði nokkuð. Á leið til næstu vefn- aðarvöruverzlunar var kvikmyndahús, og þegar frú Lindelin gekk þar fram hjá, var sýning að hefjast. Hún varð allt í einu Igripin löngun til þess að sjá myndina. Hún keypti sér miða og fór þar inn. Ef einhver hefði spurt frú Lindelin að fyrra bragði, hvort henni hefði ékki fund- izt myndin átakanleg, hefði hún verið til með að svara, að slík mynd ætti sér enga stoð í veruleikanum, hún væri bara vit- leysa frá upphafi til enda. Og það getúr vel verið, að í daglegri framkomu hafi hún ekki verið tilfinningarík kona. En í raun- inni var hún samt rómantísk í sér. Þegar hún las sorglegar bækur, mnnu þær henni til rifja. Og þegar hún horfði á átakanleg- ar kvikmyndir grét hún af meðaumkun með þeim sem bágt áttu. Og þetta var einmitt sorgleg mynd. Hún fjallaði um fátækan listmálara, sem elsk- ,aði list sína framar öllu öðm. Enginn skildi hann nema kona hans. Hún studdi hann í baráttunni, hjálpaði honum eftir megni og treysti á hann. Vondur félagi, sem einnig var málari, ótryggur og undir- fömll, gerði honum allt til miska, sem hann gat. Hann reyndi að ná konunni frá hon- um, rógbar hann á allar lundir og eyði- lagði mannorð hans. Að endingu sást ungi listmálarinn hættulega veikur í fátæklegu kvistherbergi, yfirgefinn af öllum, nema hinni trúföstu eiginkonu. Þá sást virðuleg- ur og vel búinn maður koma inn í herberg- ið og virða fyrir sér myndirnar um stund, gagntekinn af hrifningu. Hann keypti þeg- ar í stað allt það, sem listamaðurinn hafði málað, og skrifaði ávísun og fékk kon- unni. Maður þessi var forstöðumaður þjóðlistasafnsins. En þetta var of seint — nú.var listamaðurinn að vísu búinn að fá viðurkenningu, orðinn frægur í augum þjóðarinnar, en hann naut þess aldrei sjálfur, því að þetta sama kvöld dó hann í örmum konu sinnar. Það vom ekki margir sem komust við, en frú Lindelin grét. Þetta var svo sorg- legt, hræðilega sorglegt, fannst henni. Og þegar hún var komin út úr kvikmynda- húsinu fór hún ósjálfrátt að hugsa um það; að ef til vill væri líkt ástatt fyrir Pétri, sem söguhetju myndarinnar. Hann bjó í raun og vem við alveg eins kjör og málarinn í myndinni hafði gert. Enginn trúði á hann eða skildi hann nema konan hans, enginn vildi hjálpa honum — ef til vill var hann aðframkominn af hungri, þegar hún, frú Lindelin gekk með þá pen- inga í tösku sinni sem raunverulega voru ætlaðir Pétri. Frú Lindein var fljót til, bæði í vondu og góðu. Henni hafði aldrei verið um Pétur, en hún var undir áhrifum frá myndinni. Pósthúsið var skammt frá kvikmyndahús- inu, hún fór þangað og skrifaði póstávísun að upphæð fimm hundruð krónur, og sendi hana til Péturs, og hún fann notalega til- finningu streyma um sig, þegar hún gekk út af pósthúsinu aftur, nú fann hún með sjáfri sér að hún var brjóstgóð kona, sem gat fórnað sér fyrir aðra. . Framh. á bls. 14. ^rauaniniiiuBmiinBMaiini«i«ninniiii»it«uii«iiii»ini(iii(aiiii>i»i>uuiiii«iiiiiiin^ | Dægrastytting j Orðabraut. ALD A SK AR ÓMUR ORÐI FINN ÆSTI OT AÐ LIN A Fyrir framan hvwrt þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niðureftir, myndast nýtt orð, og er það orð, sem notað er um góða menn. Sjá svar á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.