Vikan


Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 45, 1943 „Ég skil það auðvitað. En ég~ býð yður mikla peninga, Poirot.“ Hann endurtók með sinni blíðu og sannfærandi röddu, „mikla peninga.“ Hercule Poirot var þögull í tvær þrjár mín- útur. Því næst sagði hann: „Hvað viljið þér, að ég geri fyrir yður, Ratchett?“ „Poirot, ég er rikur maður, mjög ríkur maður. Menn í þeirri stöðu eiga óvini. Eg á óvin.“ „Aðeins einn óvin?“ „Hvað eigið þér við með þessarri spurningu?" spurði Ratchett hvasslega. „Herra, samkvæmt minni reynslu, þegar mað- ur er í þeirri aðstöðu, að hann á óvini, þá á hann venjulega fleiri en einn.“ Ratchett létti við svar Poirots. „Jæja, óvinur eða óvinir — það gildir einu. Það, sem um er að ræða, er öryggi mitt.“ „Öryggi?“ „Lífi mínu hefir verið ógnað, Poirot.“ „Nú er ég maður, sem get mjög vel gætt sjálfs míns.“ Upp úr jakkavasa sínum dró hann litla skammbyssu, svo að Poirot sá hana augnablik. — Hann hélt áfram grimmdarlega. „Ég er ekki af þeirri tegund manna, sem lætur koma að sér óvörum. En ég vil vera alveg öruggur. Ég held, að þér séuð maðurinn, sem mig vantar, Poirot, og munið, að ég á mikla peninga." Poirot horfði hugsandi á hann í nokkrar mín- útur. Andlit hans var alveg sviplaust. Hinn gat alls ekki haft nokkum grun um, hverjar hugs- anir bærðust í höfði Poirots. „Mér þykir það leitt, herra,“ sagði hann að lokum ,,að ég skuli ekki geta gert yður þennan greiða." Hinn horfði slælega á Poirot. „Segið mér ástæðu yðar fyrir því," sagði hann. Poirot hristi höfuðið. „Þér skiljið ekki, herra minn! Ég hefi verið mjög heppinn í starfi mínu. Ég hefi grætt nógu mikla peninga til þess að fullnægja bæði þörfum minum og ástríðum. Nú orðið tek ég að mér aðeins þau mál, sem ég hefi einhvem áhuga á.“ „Þér eruð ákaflega harðsnúinn," sagði Ratchett. „Freista tuttugu þúsund dollarar yður ekki?“ „Nei.“ „Ef þér haldið, að ég bjóði yður meiri pen- inga, þá skjátlast yður. Ég veit, hvað ég syng.“ „Ég líka, herra Ratchett." „Hvað er að tilboði mínu?“ Poirot stóð upp. „Ef þér viljið fyrirgefa mér fyrir að vera persónulegur. — Mér líkar ekki: andlit yðar, herra Ratchett," sagði hann. Og með þeim orðum gekk hann út úr borð- stofuvagninum. 4. KAFLI. Neyðaróp. Simplon Orient hraðlestin kom til Belgrad, þegar klukkuna vantaði kortér í níu sama kvöld. Hún átti ekki að leggja af stað aftur fyrr en kl. 9,15, svo að Poirot gekk út á stöðvarpallinn. En hann var þar ekki lengi. Kuldinn var níst- andi og fyrir utan stöðvarpallinn, sem var yfir- byggður, féll snjórinn jafnt og þétt. Hann snéri aftur upp I vagn sinn. Lestarþjónninn, sem stóð á stöðvarpallinum, stappaði niður fótunum og barði sér til hita. Hann ávarpaði Poirot. „Töskur yðar hafa verið fluttar, herra Poirot, í klefa nr. 1, sem er klefi Boucs." „En hvar er þá Bouc?“ „Hann flutti inn i Aþenuvagninn, sem rétt núna, var verið að tengja við lestina." Poirot fór til þess að ieita að vini sínum. Bouc vísaði frá sér öllum mótmælum. „Það er ekkert, það er ekkert. Það er miklu þægilegra svona. Þú ætlar alla leið tii Englands, svo að það er betra, að þú sért í vagninum, sem fer til Calais. Mér iíður alveg prýðilega hér. Hér er svo rólegt. Við emm aðeins tveir í vagninum; ég og lítill grískur læknir. 0, vinur minn, hvilíkt kvöld! Þeir segja, að það hafi ekki snjóað svona mikið í mörg ár. Við skulum vona að snjórinn tefji okkur ekki, ég væri ekki hrifinn af því, get ég sagt þér.“ Á mínútunni kl. 9,15 rann lestin út úr stöðinni, og stuttu síðar stóð Poirot upp, bauð vini sínum góða nótt og gekk eftir ganginum tilbaka í sinn vagn, ser.i var framar i lestinni, næstur borð- stofuvagninum. Á þessum degi, sem var annar dagur ferða- lagsins, fór fólk að verða kunnuglegra. Arbuthnot ofursti stóð í klefahurð sinni og var að tala við Mac Queen. Þegar Mac Queen sá Poirot, þá hætti hann að tala. Hann virtist mjög undrandi. „Hvað er þetta,“ hrópaði hann „ég hélt að þér væruð skilinn við okkur. Þér sögðust fara úr i Belgrad." „Þér misskilduð mig,“ sagði Poirot brosandi. „Ég man það núna, að lestin lagði af stað frá Stamboul, einmitt þegar við vorum að tala sam- an.“ „En góði maður, farangur yðar er gersamlega horfinn." „Hann var fluttur í annan klefa, það er allt.“ „Ó, jæja.“ Hann fór aftur að tala við Arbuthnot, og Poirot hélt áfram eftir ganginum. Tveim hurðum frá klefa Poirots stóðu ameríska konan, frú Hubbard og konan með gula hárið, sem var sænsk, og töl- uðu saman. Frú Hubbard var að neyða hina til þess að taka við blaði. „Nei, taktu við þessu, elskan mín,“ sagði hún. „Ég hefi nóg annað að lesa. Finnst þér ekki kuldinn hræðilegur?" Hún kinkaði vingjarnlega kolli til Poirot. „Þú ert mjög elskuleg," .sagði sú sænska. „Það er ekkert. Ég vona að þú sofir vel og þér liði betur í höfðinu á morgun." „Það er bara kuldinn. Ég ætla að fá mér te- bolla.“ „Hefirðu aspirín? Ertu viss um það? Ég hefi meira en nóg af þvi. Jæja, góða nótt, elskan." Hún sneri sér að Poirot um Ieið og hin fór inn til sín. „Vesalings stúlkan, hún er Svíi. Að þvi er ég bezt veit, þá er hún kristniboði. Bezta, stúlka, en hún kann ekki mikið í ensku. Hún hafði mest gaman af þvi, sem ég sagði henni um dóttur mína.“ Poirot vissi nú flest allt um dóttur frú Hubb- ards, og allir lestarfarþegar, sem skildu ensku, vissu það lika. Hún. og maður hennar voru í stjóm mikils amerísks skóla í Smyma, og þetta var í fyrsta skipti sem frú Hubbard ferðaðist til aust- urlanda, þeir vissu álit hennar á Tyrkjum og hinni vanræktu vegagerð þeirra. Næsta hurð við þau opnaðist og magur, fölur maður gekk út. Poirot sá rétt í Ratchett, sem sat í rúmi sínu í klefanum. Hann sá Poirot og svipur hans breyttist, hann varð myrkur af reiði. Svo var hurðinni lokað. Frú Hubbard dró Poirot afsiðis. „Þér vitið, að ég er dauðhrædd við þennan mann. Ó!, nei ■— ekki þjóninn — hinn. Húsbónda hans. Já, húsbónda! Það er eitthvað að honum, eitthvað ekki gott. Dóttir mín segir alltaf að ég sé mjög hugsýn. — „Þegar mömmu grunar eitt- hvað hefir hún alltaf á réttu að standa. Hann býr hér í næsta klefa við mig, og mér líkar það alls ekki, ég gmna hann um eitthvað illt. Erla og unnust- inn. Erla: „Ó! sæll elskan min, ertu alveg að koma hingað, minn? Það er yndislegt!! Oddur Oddur: Það er dásamlegt að hugsa til þess að maður skuli eiga peninga í bankanum og yndisleg- ustu stúlkuna í heiminum. — Nú á ég frí, það sem eftir er dagsins, og ég ætla að hitta Erlu. Sendillinn: Þú skalt ekki ganga út þarna megin. Það er kominn heill hópur af mönnum. Þeir vita allir, að þú átt peninga í bankanum, og þeir ætla að pranga einhverju upp á þig. Oddur: Guð minn góður, hvemig á ég að komast út?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.