Vikan


Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 11.11.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 45, 1943 11 kastala ■ 24 Konan í Glenns- > i - ASTASAQA - |tTTTTTTTT1 „En ég hélt, að þú værir vinur minn — aðeins góður vinur — Bæði rómur hennar og augnaráð var ásakandi, en hann hló með ofurlitlum sigurhreim — hló að tortryggni hennar. Saklausa og barnalega Bar- bara, hugsaði hann — hún var hrædd við, að komast enn á ný undir töfravald ástarinnar! Tvisvar áður hafði hún reynt að búa í landi ást- arinnar, en í bæði skiptin beðið skipbrot, og nú var hún hrædd við að leggja út á það hála svell aftur. Það var líka í rauninni skiljanlegt. „Já, ég er vinur þinn — um tíma og eilífð þinn bezti vinur!“ svaraði hann. „En ég er líka sá maður, sem elskar þig, og sem hefir ákveðið að eiga þig fyrir konu! Þvi mátt þú ekki gleyma, Barbara!" Húri svaraði ekki. Hún horfði á eftir honum, þegar hann gekk hægt út úr herberginu, hún heyrði fótatak hans, þegar hann gekk niður stig- ann; og þegar hin þunga hurð á útidyrunum féll að stöfum á eftir honum, tók hún höndun- um um enni sér og huldi andlit sitt. „Var þetta sannfæring hans?“ sagði hún við sjálfa sig. „Getur það verið satt? Skyldi það vera möguiegt, að ég verði ástfanginn eftir öll þessi ár? Ætli ég virkilega lifi það, sem eftir er af lífi mínu í ást og hamingju ?“ Hún stundi við. „Hefir mér þá allan þennan tima þótt vænt um Richard Revelstone?" spurði hún sjálfa sig. „Er það meira en vinskapur, þær tilfinningar, sem ég hefi borið til hans? Og var það þess vegna, sem ég hætti við Howard, þegar hann kom heim úr fjarveru sinni? Að ég sagði við sjálfa mig, að ég væri of gömul fyrir hann — og ég mundi áreiðanlega ekki verða við hans hæfi? En nú finnst mér, ég alls ekki vera gömul — mér — mér finnst----------.“ Dymar opnuðust, og Ethnee gekk hratt inn, brosandi af ánægju. „Ó, Barbara!" kallaði hún. „Hvað ságði hann við þig? Er það ekki dásamlegt, að þinn gamli vinur skuli vera kominn aftur? Það er næsta undarlegt, að Howard og Revelstone lávárður skuli báðir halda til niður á gistihúsinu; finnst þér ekki sem þú sjáir hönd örlaganna, sem stjómar okkur öllum, og ræður gengi okkar og framtíð? Og — ó, hvað þetta er skemmtilegt, nú kemur Patrick heim á morgun til áð verða við brúðkaupið — kemur heim í orlofi! Ó, þetta er allt yndislegt!“ Ethnee vissi varla sjálf, hvað húri ságði svo var gleði hennar mikil — en Barbara hristi dapurlega höfuðið. „Þú mátt helzt ekki tala við mig, Ethnée — þú mátt ekki spyrja mig um neitt. Ég er hræði- lega þreytt, og ég ætla tii herbergis rriíns. Ég þarfnast hvíldar, þú mátt heizt ekki ónáða mig neitt í kvöld, Ethnee." Barbara gekk hægt út úr stofunni, óg Ethnee gerði enga tilraun til þess að heftá för hennar. Ef til vill hefir hún skilið, að þegar maður hefir fengið endurlífgaða þá glóð hjartans, sem áður var rétt kulnuð út, þá verður maður líka að gæta logans í ró og næði og með varfæmi. Augnaráð Barböm hafði sagt henni, að Revelstone lávarð- ur hefði talað við hana um ást sína á henni, og hann hafði beðið hennar. Barbara varð að fá og hafa frið og næði, svo hún gæti hugsað um þetta. Ethnee varp öndinni léttilega, þegar hurðin hafði lokast á eftir stjúpmóður hennar. Svo hrökk hún allt í einu við, af þrumuhljóði, sem dundi við með feiknarlegum gný. Þegar þmman var liðin hjá, hljóp hún út að glugganum og horfði út. Himininn var kolsvartur og ögrandi, og regnið buldi eins og hellt væri úr fötu. „Það er komið óveður,“ sagði hún við sjálfa sig og var hálf óróleg. „Það er óheppilegt, ein- mitt nú, þegar Barbara þarf að hafa þögn og rólegt í kringum sig. En hvað hafið er úfið og myrkt og himininn þungbúinn! — Það munu margir verða órólegir og kvíðnir niður í fiski- þorpinu í nótt.“ Hún beygði sig út í gluggann og horfði á, hvemig stormurinn feykti löðrandi briminu. Það var ofsaveður í aðsigi, það var auðsjáanlegt. „Þetta verður vond nótt!“ „Ethnee hristi höfuðið af hi'yllingi. Svo lokaði hún glugganum og dró gluggatjöldin fyrir, til að byrgja útsýnið til hinna jötunefldu aldna og hins myrka og ógnandi himins. En hún gat ekki hindrað vindinn, sem vældi og dundi umhverfis gamla kastalann eins og glötuð sál, sem stynur í angist sinrii. Ethnee krossaði sig. Hún hafði það á tilfinn- ingunni, að það væri óheill í loftinu. 23. KAFLI. Barbara svaf vært, þrátt fyrir óveðrið, sem geisaði úti fyrir Glennskastala. Hún heyrði ekki, hvemig hvein í storminum, þó hann vældi við gluggarúðurnar, þetta ofstopaveður vakti hana ekki. Hún hafði ekki hugmynd um þá hættu, sem fiskibátarnir á hafinu áttu við að stríða. Hún vissi ekki hót um það æðisgengna veður, sem verið hafði þessa nótt. Hún hafði grátið sig í svefn, en tár hennar höfðu mikið fremur verið sprottin af hamingju en hryggð. Hrjáð hjarta hennar, sem svo mikið var búið að reyna, og svo lengi hafði verið örvæntandi og trúlaust á hamingju, var nú loks- ins vaknað á ný til ástarinnar. Þrá hennar eftir hamingju og ást átti nú að verða að veruleika. Einmana maður, sem alveg eins og hún hafði reynt sorg og vonbrigði, hafði leitað til hennar trausts og tilfinninga um það, að það væri þó að minnsta kosti einn maður, sem þráði og þarfn- aðist hennar, yljaði henni um hjartarætumar. Hjarta hennar hafði mætt öðru hjarta — og ástin var fædd. Hún svaf fast og draumlaust. En þegar rofaði fyrir degi — dimmum og drungalegum degi — voru það kaldar og titrandi hendur, sem börðu ákaft á dymar hjá Bárböru, og Ethnee bað um að fá að koma inn. Málrómur hennar var ótta- sleginn og ákafur. Barbara spratt upp úr rúmi sínu, og klæddi sig í flýti í hvítan morgunkjól, og hljóp að dyr- unum til að ljúka upp. Hún heyrði hvin storms- ins gnauða fyrir utan húsið, og nú vissi hún, að hún hafði sofið fast og lengi. „Ethnee — hvað er að?“ „Ethnee stóð úti á ganginum í hvitum síðum náttkjól, og andlit hennar var næstum því eins hvítt og kjóllinn. Hár hennar vár ógreitt og féll niður á axlir hennar í óreglulegum lokkum. Augu hennar voru full af angist og kvíða. „Það er hræðilegt veður, Barbara, og það er fiskibátur í sjávarháska hérna fyrir utan — það er verið að setja björgunarbát út honum til hjálpar. Blake var niður við ströndina til þess að sjá, hverju fram færi.“ Ethnee titraði af ótta. Hún hafði farið í dökk- bláan greiðsluslopp utan yfir náttkjólinn, og var berfætt í rauðu inniskónum sínum, en þama sem Barbara stóð nú hjá henni, virtist hún sjálf nærri eins ungleg og stjúpdóttir hennar. Hinn langi og væri svefn hafði gefið henni frísklegt og unglegt útlit, og hár hennar féll niður um vanga hennar fallegt og vel hirt — hin örfáu gráu hár voru varla sýnileg í fallega rauðgula hárinu. „Ég hlýt að hafa sofið mjög fast — ég hefi sofið í einum dúr, þrátt fyrir óveðrið." Barbara tók hönd sinni um ennið. Hún var ekki vel vöknuð enn þá. Hún heyrði að vísu, hvernig stormurinn æddi úti fyrir, og hvemig regnið lamdi utan múrana, og hún fann strax til óróleika, sem greip hana. Gluggatjöldin i herbergi hennar blöktu til fyrir vindinum, sem næddi inn um gluggann, og ljósið á lampanum flökti. Hún hafði gleymt að slökkva það, áður en hún fór að sofa. „Ö, Barbara við verðum að fara niður að ströndinni. Það em allir komnir þangað.“ „Niður að ströndinni?“ Rödd Barböru heyrð- ist varla, fyrir hávaðanum í rokinu. „Hvaða gagn getum við gert þar?“ „En skilurðu það ekki, að björgunarbáturinn ætlar út á móti nauðstadda bátnum, og Howard hefir boðist til þess að fara með, og Revelstone lávarður ætlar líka að setjast undir árina. Það eru hérumbil allir ungir menn á sjó og aðeins nokkrir gamlir menn í landi, og þess vegna ætla þeir að fara með, Barbara — Howard minn, Barbara, og maðurinn, sem þú elskar.“ Ethnee hvíslaði orðunum, og með titrandi fingrunum reyndi hún að hneppa að sér kápu sinni. „Er þetta satt?“ spurði Barbara, og það var eins og þokuský drægi frá augum hennar. „Er þettá sátt, Ethnee?“ „Já, það er satt. Blake var líka að enda við að segja það. Flýttu þér nú í skó, og’ komum okkur svo af stað! Við verðum að komast niður að sjónum, hvernig sem svo fer!“ Ethnee talaði hratt og ákveðið. Stormurinn stóð af hafi, þegar þessar tvær konur augna- bliki síðar komu hlaupandi niður i forstofuna, og Blake gamli opnaði fyrir þeim stóru dymar, blés vindurinn in á móti þeim af slíku afli, að Barbara var næstum fokin um koll. Það var mikill trekkur í stóra, dimma ganginum. Hann smaug inn í hvern krók og kima, svo vældi og hvein í öllu eins og þar færi flokkur glataðra sálna. Þjónustufólkið kom einnig út og fylgdi hús- móður sinni eftir, það hafði kastað yfir sig alls- konar klæðnaði í flýti, til þess að verða nógu fljótt, og Blake gamli, hinn trúfasti Blake, rétti Barböru hönd sína og leiddi hana á móti veðrinu. Hún tók þakksamlega i arm hans á móti. And- lit hennar var náhvítt, eins og hver blóðdropi væri ranninn úr því, aldrei fyrr hafði kjarkur hennar bilað að fullu, en nú lá við, að svo væri. Þau flýttu sér öll niður garðinn. Allsstaðar urðu brotnar greinar og kvistar trjánna á vegi þeirra, og bliknuð laufin fuku fram og aftur. Himininn var grár og hrikalegur, en hér og þar grillti eins og í glugga á milli skýjanna. Úti yfir hafinu voru skýin þungbúin og ógn- andi. Kalt regnið buldi framan í andlit Barböru, og það var með naumindum, að Blake gamli væri maður til þess, að styðja hana í þessum af- taka stormi. En að lokum náðu þau þó til strand- arinnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.